Útlendingastofnun Til Dublin
18.-21.05.2023

Dublinarbúar hafa getið sér góðan orðstír sem bráðfyndnir og dásamlegir gestgjafar og eru barirnir, tónlistin og frásagnarlistin óviðjafnanleg. 

Dublin er yfirfull af fyrsta flokks skemmtun á hverju horni, allt frá heimsbókmenntun til listaverka á heimsmælikvarða. 
Sögu Írlands er finna út um gervalla Dublin, frá stórfenglegum dómkirkjum til sögufrægra fangelsa, að ógleymdum töfrum Guinness brugghússins. Í borginni er að finna yfir 1000 ölknæpur. Margir barir bjóða upp á mat samhliða flæðandi Guinnes bjór og írsku viskíi. 
Sláinte! 
Gæddu þér á einhverjum af þjóðarréttum Íra eins og írsku boxty, colcannon eða champ? Þú munt kynnast kartöflum á nýjan hátt og í margvíslegum búningi, en sömuleiðis munt þú finna glæsilega veitingastaði sem bjóða upp á gómsæta dýrindisrétti beint frá býli. Ekki sleppa því að smakka sódabrauð sem er ostur. Eða fara á Temple Bar eða sjá strákana í Merry Ploughboys.



Brottför fimmtudaginn 18.05.2023


Flug

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!

ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.

Sjá hér: Farangursreglur Play

Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.

ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig.

 Flug - 18.05.2023

Brottför frá Keflavík fimmtudaginn 18.05. kl. 06:00 áætluð lending í Dublin er kl 09:35  

Flugnúmer OG881 / Flugtími áætlaður rúmir tæpir 2,5klst

ATH engin grímuskylda er um borð
 

Rúta á flugvellinum

Rútan tekur á móti ykkur fyrir utan flugstöðina í rútustæðunum. (logo Tripical í rúðunni)

Rútubílstjóri:
Símanúmer:
Neyðarnúmer:

Ekki þarf að vera með grímu í rútunni eða á hótelinu.

Hér er GMT +1 og klukkutíma munur á Íslandi og Írlandi.

Hótel - Tékk inn

Bonington hotel ****

Innritun á hótelinu byrjar ekki fyrr en kl 16:00 - gæti samt verið að einhver herbergi eru tilbúin.  Annars er bara að geyma töskurnar á hótelinu og skunda af stað í bæinn.

Innifalið á hótelinu er morgunverður, wifi og borgarskattur.

Morgunverðarhlaðborð er  í boði alla daga 

Farastjóri

Birna Bjarnarson +354 8614978
Verð í lobbý hótelsins 19.5. og 20.5 kl 10:00 - 11:00

Föstudagur 19.05.2023


Sameiginlegur kvöldverður á Hótelinu.
Fyrirfram ákveðinn matseðill fyrir allan hópinn

Kvöldverður hefst kl 19:00

Anna Svava Knústdóttir sér um að láta ykkur teygja á hláturtaugunum og segir vonandi einhverja óviðeigandi brandara.

Skál í boðinu.

Skemmtið ykkur vel!

 Heimför sunnudagurinn 21.05.2023

Brottför og tékk út

Brottför kl 08:15 uppá flugvöll.  

Tékk út:  klárið að gera upp herbergin ykkar, líka gott að gera það kvöldinu áður.

Flug -Sunnudaginn 21.05.2023

Heimflug  kl 11:35 og lent í Keflavík kl 12:30


Flug 

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!

ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.

Sjá hér: Farangursreglur Play

Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.

ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig. 

Hvað er hægt að gera í Dublin

Upplifðu heitt súkkulaði á Butlers Chocolate Café
Borgin er full af söfnum en eitt sem stendur upp úr er Safn Holdsveikra.
Grafton street er þeirra verslunargata þar eru margir barir og kaffihús.
Farðu á viskí safnið eða Irish Whiskey Museum!
The Trinity College býður upp á fegurstu og eina elstu bók í heimi.
Barir og knæpur allt fullt af þeim en spurning að skella sér í Guinnes bjórverksmiðjuna?

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, úrvalið er mikið og hægt að borða dýrindis mat frá öllum heiminum.

Mælum með þessum sem eru í göngufæri við hótelið þessi er írskur O'Sheas Restaurant , Morelands Grill - flott steikhús og þessi klassískur The Shack Restaurant Temple Bar

Michelin Guide mælir með þessum stöðum sjá HÉR

Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og  McDonalds og Burger King.

Hjól og rafskutlur

Eins og í mörgum borgum þá er gott aðgengi að hjólaleigum og rafskutlum.  Helstu leigur eru Bolt og Lifty.   Og Dublin Bike til að ná sér í hjól, allt frekar ódýr samgöngumáti og skemmtilegur.

Neyðarnúmer í Dublin

112 og 999 eru neyðarnúmerin í Dublin og Írlandi.

Klúbbar & barir í nágrenninu

Dublin er rík næturklúbbum og skemmtilegum börum og pöbbum.  Miðbærinn er stútfullur af pöbbum og börum en við mælum með þessum næturklúbbunum Mother og O'Reilly's fyrir þá sem vilja klúbbastemningu.


Svo er alltaf gott að spyrja móttökuna þau vita hvað er núna best þar sem allt var að opna aftur eftir langan tíma.

Samgöngur

Í Dublin er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubíla,  neðanjarðarlestina eða tramminn.  Ódýrast er að kaupa sér TFI Leap Visitor Card  gefur þér ódýrt aðgengi að öllum opinberum samgöngutækjum.

Uber er ekki í Dublin en mikið af leigubílum og auðvelt að ná sér í einn slíkan.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Dublin, búinn að koma hingað 10x kíktu þá á þessa síðu, hún kemur á óvar: https://www.atlasobscura.com/things-to-do/dublin-ireland

Tungumála frasar - Gelíska er það ekki?

Takk! – Tapadh leat
Einn bjór takk! - Aon lionn mas e do thoil e
Afsakið! - Asgaig
Góðan daginn - Madainn mhath
Gott kvöld - Feasgar math
Reikninginn, takk! - Thoir sùil mas e do thoil e
Talar þú ensku? - a bheil Beurla agad

Verð hugmyndir € = ISK

 Evrur eru á Írlandi, gengið er um 155kr vs 1€

Bjór 0,5l  6€ - 930 kr. (innlendur)
Cappuchino 4 €- 620kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 2€ - 310 kr. 
Vatn 0,33l - 2 €  - 310 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 80€ = 12.400kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í maí

Vorið er að detta inn, hlýtt er í veðri og getur hitinn farið upp í 18°C gráður.  En þó að það sé hlýtt yfir daginn þá er gott að hafa góða yfirhöfn með sér.
Búast má við 13-16°C gráðum yfir daginn.