í MADRID
17.-24.09.23
 

Höfuðborg Spánar er töff, hún er smart, hún er snyrtileg, og full af glamúr og elegans. Ofan á þetta bætist svo sú staðreynd að hún er ómótstæðilega skemmtileg, og með  allt til alls, svo heimsókn þín verði sem eftirminnilegust. 

Menningarsaga Madrid litast mikið af arfleifð konungsveldisins, en borgin var frá upphafi miðpunktur hins spænska stórveldis. Þannig prýða borgina sjálf konungshöllin, sem og stórar og miklar byggingar frá einveldistímanum, ásamt risavöxnum dómkirkjum og öðrum glæsilegum miðaldararkitektúr. Madrid er þó nú á tímum afar nútímaleg, og kapp er lagt á að fylgja nýjustu straumum í útliti og uppbyggingu, samgöngum og skemmtun.
Ólíkt mörgum stórborgum, þykir Madrid vera áberandi hrein og snyrtileg. Þetta er metnaðarmál yfirvalda, og þú munt eflaust rekast oft á borgarstarfsfólk í skærgulum vestum með kústa á lofti að hreinsa stræti og stéttir.

Næstum allir vinsælustu staðirnir fyrir ferðamenn að skoða, má finna í miðbænum. Þangað er auðvelt að komast, hvar sem þú ert í borginni, þökk sé mjög einföldum og þægilegum lestarsamgöngum. Miðbærinn er auk þess stútfullur af veitingastöðum og krám, en barir og skemmtistaðir er ansi víða. Madrid státar nefnilega af því skemmtilega meti, að hafa fleiri bari en nokkur önnur evrópsk borg, miðað við höfðatölu (við Íslendingar elskum auðvitað þann mælikvarða). Næturlífið er mjög fjörugt og stendur fram á morgun. TIlvalin leið til að kynnast heimamönnum, sem kalla sig í daglegu tali 
Madrileños, eða, og þetta er ekki eins algengt, gatos, sem þýðir kettir.  

Mælum með að þið vistið  þessa síðu í símanum ykkar, uppfærið hana regluglega  því hún er lifandi og upplýsingarnar til ykkar geta breyst


Hvað er hægt að gera í Madrid

Konungshöllin er ein sú stærsta í Evrópu og af mörgum talin fallegasta bygging Madridborgar
Retiro garðurinn er fyrrum konungsgarður en nú ætlaður okkur hinum til að ganga um og njóta
San Miguel markaðurinn við Plaza Mayor er æði - ef ekki til að kaupa, þá bara fyrir stemminguna 
Hvaða fótboltaáhuga manneskja sem er, hvort sem hún styður Real Madrid eður ei, ætti að heimsækja hinn risavaxna heimaleikvang liðsins.
Gran Vía er stærsta og fjölfarnasta breiðstræti borgarinnar. Mikið úrval alls kyns verslana
Safnaþríhyrningurinn svokallaði er hverfi með fullt af flottum söfnum 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem kemst undir sætið fyrir framan ykkur (ekki flugfreyjutaska).

Brottför

Brottför sunnudaginn 17.09.23 - flugtími er 15:00 frá Keflavík og lent í Madríd 21:25

Heimför

Heimför sunnudaginn 24.09.23 - flugtími er 22:25 frá Madrid  og lent í Keflavík 01:00

Gisting

7 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, borgarskatturinn og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Madrid 25 - 30 mín

Farastjórn

Einn óendalega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri

Hótel - Tékk inn

Innritun á hótelinu á að ganga hratt fyrir sig þar sem herbergin eru tilbúin.

Innifalið á hótelinu er morgunverður, wifi, borgarskattur.

Farastjórn - Lobbý Þjónusta

Þóra Sævarsdóttir, sími: 896-1996

Neyðarnúmer 

112 er neyðarnúmerið á Spáni

Dagsferðir



18. september - Ferðin byrjar og endar á hótelinu.

Sótt á hótelið kl 10:00 á hótelið
  Madrid Panoramica Tour (enginn hádegisverður) - 4 klst.
 

 19. september - Ferðin byrjar og endar á hótelinu.

Sótt á hótelið kl 10:00 á hótelið
    Teledo hálfsdagsferð (enginn hádegisverður) - 6 klst.

 
22. september - Ferðin byrjar og endar á hótelinu.

Sótt á hótelið kl 10:00 á hótelið

Segovia hálfsdagsferð (enginn hádegisverður) - 6 klst.


23. september - Kvöldverður á Asador de Aranda

20:10 sótt á hótelið og farið með ykkur fótgangandi á veitingastaðinn

Kvöldmatur - Asador de Aranda (matseðill 1) - 3 klst.

Veitingahúsið Asador de Aranda er typiskur spænskur asador, aðalrétturinn er hægeldað lambakjöt, mikið lostæti. Hér er matseðillinn, við völdum menu númer 1. Menu grupos Madrid - Restaurante Asador de Aranda . Veitingahúsið er steinsnar frá hótelinu, 6 mínútna gangur samkvæmt upplýsingum Google.

Það er hálf flaska af víni og ótakmarkað vatn innifalið í kvöldverðinum.


Hótel

Pestana CR7 Gran Via Madrid
****

Pestana CR7 Gran Vía er með veitingastað, líkamsræktarstöð, bar og sameiginlega setustofu í Madríd. Það býður upp á sólarhringsmóttöku, herbergisþjónustu og ókeypis Wi-Fi Internet hvarvetna. Á hótelinu eru fjölskylduherbergi.

Öll herbergin eru með loftkælingu, flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, kaffivél, sturtu, hárþurrku og skrifborði. Hótelherbergin eru með fataskáp og sérbaðherbergi.

Gestir Pestana CR7 Gran Vía Madrid geta snætt morgunverð á útiveröndinni, prófað ekta napólíska pizzu eða fengið sér kokkteil með víðáttumiklu útsýni yfir Madríd.

Gistirýmið er með verönd og er eina þakveröndin með mörgum hæðum og 360° útsýni yfir Madríd.

Vinsælir og áhugaverðir staðir nálægt Pestana CR7 Gran Vía eru Gran Vía, Puerta del Sol og Plaza Mayor. Adolfo Suárez Madrid-Barajas flugvöllurinn er sá næsti, í 13 km fjarlægð.

Viðskiptavinir okkar segja að þessi hluti Madrid sé í uppáhaldi hjá þeim, samkvæmt óháðum athugasemdum.

Pör elska staðsetninguna - þau gáfu henni 9,8 fyrir tveggja manna ferðir.