Lex í P o r t o
18.-21.05.2023
Eftir miklar endurbætur og stakkaskipti er Porto orðin ein af vinsælustu áfangastöðum Evrópu.Heillandi blanda hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja - og litrík saga í nútímalegri borg.
Brottför - fimmtudaginn 18.05.2023Vinsamlega uppfærið
þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst.
Flug
Flugtímar 18.05.2023
Rútan á flugvellinum
Hótel - Tékk inn / út
Fararstjórn í Porto
Óli Boggi - Sími 8917773
Föstudagur 19.05.2023 - kl. 11:30 Búið að bóka fyrir ykkur privat bát til siglingar í Port á Duro ánni. ATH að vera mætt tímanlega á staðinn.
Laugardagurinn 20.05.2023
Sameiginlegur kvöldverður
Heimför Sunnudaginn 21.05.2023
Hittingur í Lobbý - 10:15
Flug - Sunnudaginn 21.05.2023
Flug
Hvað er hægt að gera í Porto
Hótel
****
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Hvað langar þig að borða? Í Porto er nóg af öllu! Hægt að mæla með þessum:
Klassískir portúgalskir veitingastaðir: Adega São Nicolau og Bufete Fase.
Sjávarréttarstaðir: O Gaveto og Casa de Pasto de Palmeira
Grænmetis- og veganstaðir: Essência Restaurante Vegetariano og DaTerra
Fínt út að borða: Antiqvvm og Pedro Lemos
Samgöngur
Þægilegasti ferðamátinn hér er Metro lestarkerfið. Strætó er líka hentugur möguleiki. Leigubílar geta verið nokkuð dýrir (ekki kannski á íslenskan mælikvarða, en miðað við annan ferðamáta).
Þá má nefna lyftuna sem flytur fólk milli hæða í borginni. Hún stendur við Largo da Lada.
Neyðarnúmer
112 er neyðarnúmer í Portúgal.
Klúbbar og barir
Það er fullt af skemmtilegum stöðum í borginni þar sem bæði er hægt að sitja yfir glasi í góðra vina hópi, eða dansa og djamma fram undir morgun.
Kraftbjórabarir: Catraio Craft Beer Shop og Armazém da Cerveja.
Aðrir vinsælir barir fyrir kokteila og aðra drykki: Candelabro, Base, Adega Leonor (vinsæll hjá heimafólki).
Galeria de Paris gatan er þeirra helsta djammgata.
Næturklúbbar: Industria Club, Pérola Negra, Eskada Porto, Hard Club
Afþreying
Bestu púrtvínin koma héðan! Fyrir púrtvínasmakk má heimsækja staði eins og Graham's og Taylor's.
Fullt af frábærum bátsferðum í boði. Veldu þína ferð hér.
Þau sem vilja skoða fornar glæsibyggingar ættu til dæmis að kíkja á dómkirkjuna, Clérigos turninn og Bolsa höllina.
Svo má auðvitað alltaf fá hugmyndir á síðum eins og þessari.
Skrýtið og skemmtilegt
Um eitt og annað sérstakt og skemmtilegt að sjá og gera má lesa um í bloggpósti Tripical hér.
Portúgalska 101
Takk! - Konur segja obrigada, menn segja obrigado, önnur kyn segja obrigade eða obrigatx
Einn bjór takk! - Uma cerveja por favor
Hæ! - Olá
Afsakið! - Desculpe (borið fram dskúlp)
Reikninginn, takk! - A conta por favor
Talar þú ensku? - Fala inglês?
Góðan daginn - Bom dia
Góða kvöldið - Boa noite
Verðhugmyndir evra vs. króna
1 Evra er 151 ikr.
Verð í Porto:
Bjór af krana 0,5l = 2,00 Eur
Cappuchino = 1,54 Eur
Gosdrykkur 0,33l = 1,53 Eur
Vatn 0,33l = 1,08 Eur
Út að borða fyrir 2 - meðalverð = 9,50 Eur.
*heimild numbeo.com
Veðurfar í maí/júní
Vorin og snemmsumrin eru mild og hlý. Hitastig á bilinu 18-21°C, með hlýrri dögum sem fara upp í 24°C. Næturhiti er á bilinu 11-14°C. Sólin er dugleg að skína og yfirleitt hægt að búast við hlýju og sólríku gæðaveðri. Við mælum þó með að kynna sér veðurspá þegar ferðatími nálgast.