Lex í P o r t o
18.-21.05.2023

Eftir miklar endurbætur og stakkaskipti er Porto orðin ein af vinsælustu áfangastöðum Evrópu.
Heillandi blanda hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja - og litrík saga í nútímalegri borg.

Porto stendur í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni nútímahíbýlum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni.
Miðbær Porto fór á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1996, en þar hefur byggð haldist óslitið allt frá 4.öld! Það er mögnuð upplifun að ganga um þessar fornu slóðir sem enn í dag iða af mannlífi og miklum lífskrafti. Sama má segja um Ribeira hverfið sem er í næsta nágrenni við árbakka Duoro. Skoðunarferð þangað hverfur seint úr minni.
Í borginni er mikið úrval af gæðaveitinga-stöðum, en flesta má finna í Matosinhos  hverfinu við ströndina. Hinum dæmigerða Portobúa er alls ekki sama um hráefnið í matargerð og það er vel þess virði að fara á markaðinn Mercado do Bolhao, finna sér eitthvað gott að smakka á og ekki síður að upplifa heimafólk í kaupessinu sínu.
Ef einhvern tíma er tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvínshella í Vila Nova de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.

 Brottför - fimmtudaginn 18.05.2023
Vinsamlega uppfærið  þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst. 

Flug

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!

ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.

Sjá hér: Farangursreglur Play

Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.

ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig.

Flugtímar 18.05.2023

Brottför fimmtudaginn 18.05.2023 frá Keflavík kl. 14:50 lent í Porto kl. 19:55

Grímunotkun um borð er valkvæð.


Rútan á flugvellinum

Rúturnar eru fyrir utan flugstöðina í rútustæðum og verða með logo Tripical

Akstur til Porto tekur um 40 mínútur.

Upplýsingar um bílstjórann:
Neyðarnúmer; 

Hótel - Tékk inn / út

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Fararstjórn í Porto
Óli Boggi - Sími 8917773

Föstudagur 19.05.2023 - kl. 11:30 
Búið að bóka fyrir ykkur privat bát til siglingar í Port á Duro ánni. 
ATH að vera mætt tímanlega á staðinn.

Laugardagurinn 20.05.2023

Sameiginlegur kvöldverður


18:20 fer rúta frá hótelinu á veitingastaðinn
Ekki missa af rútunni.

19:00
Fordrykkur

Kvöldverður hefst kl. 19:30
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.     

Forréttur: 
Pea cream, mushroom ravioli and Alentejo smoked ham 

Aðalréttur:  
Tenderloin beef with mushroom tartar, sweet potato, Pak Choi and Taylor's L.B.V Porto wine sauce

Traditional cured cod with black bean purée and sausage and sautéed Portuguese cabbage in sweet garlic oil

Eftirréttur:  
Egg pudding, toasted almonds and cinnamon ice cream 

Drykkir 19:00-22:00
Hvítvín og rauðvín, innlendur bjór, vatn, gos og kaffi/espresso/te

Opinn bar frá kl. 22:30-00:30
DJ Atli sér um að halda uppi stuðinu frá kl.22:30-00:30

Skemmtið ykkur vel!

 Heimför Sunnudaginn 21.05.2023

Hittingur í Lobbý - 10:15

Tékka þarf út fyrir kl. 11:00 á brottfaradegi. Athugið að hægt er að geyma töskurnar á hótelinu þangað til brottför eru upp á flugvöll

Hittingur í lobbyi kl. 17:15, rútan leggur af stað 17:30
uppá flugvöll.  -Aðal Terminalið

Ekki þarf að nota grímu í rútunni.


 Flug - Sunnudaginn 21.05.2023

 Heimför sunnudaginn 21.05.2023 flug frá Porto kl. 21.10 og áætluð lending  í Keflavík 00.05


Grímunotkun um borð er valkvæð.

Flug 

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan ykkur
ATH að handfarangur er ekki flugfreyjutaska!

ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.

Sjá hér: Farangursreglur Play

Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.

ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða kollega að færa sig.

Hvað er hægt að gera í Porto

Beinakapellan svokallaða, Capela das Almas er þakin beinum og hauskúpum um alla veggir og súlur. Sjón er sögu ríkari!
Gakktu yfir brúna Ponte de Dom Luís I. Útsýnið þaðan yfir borgina og næsta umhverfi er ansi frábært.
Bolsa kauphöllin er glæsileg 19. aldar bygging að utan sem innan, hlaðin sögu og sjarma.  
Livraria Lello er dásamleg bókabúð sem J.K. Rowling er talin hafa notað sem fyrirmynd að Hogwart skóla.
 
Hin portúglska Fado tónlist er full af ástríðu og fegurð. Víðs vegar um Porto má finna staði með lifandi flutningi.
Götulist og skreytingar eru í hávegum hafðar í Porto. Miragaia hverfið er gott dæmi og skemmtilegt göngusvæði.

Hótel

****

Mercure Porto Centro Santa Catarina er staðsett í hjarta Porto og býður upp á ókeypis WiFi og leikhúsbar með þema. Sao Bento-lestarstöðin er í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð.
Herbergin á Porto Centro eru með loftkælingu og gervihnattasjónvarp. Hvert baðherbergi er með afslappandi baðkar og hárþurrku.
Á meðan gestir njóta borgarútsýnis frá veitingastað hótelsins, Tribuna, geta þeir smakkað portúgalska matargerð. Moliere-leikhúsbarinn býður upp á nútímalega og líflega umgjörð fyrir þá sem vilja fá sér drykk eða snarl.
Mercure Porto Centro Santa Catarina er staðsett nálægt mörgum ferðamannastöðum. Frægi klukkuturninn Torre dos Clérigos og rómantíska Ribeira-hverfið með mörgum kaffihúsum eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður ekki upp á sér sal fyrir árshátíðarkvöldverðinn en getur verið með "food station" semi standandi partý á jarðhæðinni sem þau eru þrælvön að gera, skreytingar, lifandi tónlist (til kl 23) og rosa fjör.  Verð með drykkjum frá 7.900kr á mann.

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Hvað langar þig að borða? Í Porto er nóg af öllu! Hægt að mæla með þessum:


Klassískir portúgalskir veitingastaðir: Adega São Nicolau og Bufete Fase.


Sjávarréttarstaðir: O Gaveto og Casa de Pasto de Palmeira


Grænmetis- og veganstaðir: Essência Restaurante Vegetariano og DaTerra


Fínt út að borða: Antiqvvm og Pedro Lemos

Samgöngur

Þægilegasti ferðamátinn hér er Metro lestarkerfið. Strætó er líka hentugur möguleiki. Leigubílar geta verið nokkuð dýrir (ekki kannski á íslenskan mælikvarða, en miðað við annan ferðamáta).


Þá má nefna lyftuna sem flytur fólk milli hæða í borginni. Hún stendur við Largo da Lada.

Neyðarnúmer

112 er neyðarnúmer í Portúgal.

Klúbbar og barir

Það er fullt af skemmtilegum stöðum í borginni þar sem bæði er hægt að sitja yfir glasi í góðra vina hópi, eða dansa og djamma fram undir morgun.


Kraftbjórabarir: Catraio Craft Beer Shop og Armazém da Cerveja.


Aðrir vinsælir barir fyrir kokteila og aðra drykki: Candelabro, Base, Adega Leonor (vinsæll hjá heimafólki).


Galeria de Paris gatan er þeirra helsta djammgata.


Næturklúbbar: Industria Club, Pérola Negra, Eskada Porto, Hard Club

Afþreying

Bestu púrtvínin koma héðan! Fyrir púrtvínasmakk má heimsækja staði eins og Graham's og Taylor's.


Fullt af frábærum bátsferðum í boði. Veldu þína ferð hér.


Þau sem vilja skoða fornar glæsibyggingar ættu til dæmis að kíkja á dómkirkjuna, Clérigos turninn og Bolsa höllina.


Svo má auðvitað alltaf fá hugmyndir á síðum eins og þessari.

Skrýtið og skemmtilegt

Um eitt og annað sérstakt og skemmtilegt að sjá og gera má lesa um í bloggpósti Tripical hér.

Portúgalska 101

Takk! - Konur segja obrigada, menn segja obrigado, önnur kyn segja obrigade eða obrigatx

Einn bjór takk! - Uma cerveja por favor

Hæ! - Olá

Afsakið! - Desculpe (borið fram dskúlp)

Reikninginn, takk! - A conta por favor

Talar þú ensku? - Fala inglês?

Góðan daginn - Bom dia

Góða kvöldið - Boa noite

Verðhugmyndir evra vs. króna

1 Evra er 151 ikr.

Verð í Porto:

Bjór af krana 0,5l = 2,00 Eur

Cappuchino = 1,54 Eur 

Gosdrykkur 0,33l = 1,53 Eur 

Vatn 0,33l = 1,08 Eur 

Út að borða fyrir 2 - meðalverð = 9,50 Eur.


*heimild numbeo.com

Veðurfar í maí/júní

Vorin og snemmsumrin eru mild og hlý. Hitastig á bilinu 18-21°C, með hlýrri dögum sem fara upp í 24°C. Næturhiti er á bilinu 11-14°C. Sólin er dugleg að skína og yfirleitt hægt að búast við hlýju og sólríku gæðaveðri. Við mælum þó með að kynna sér veðurspá þegar ferðatími nálgast.



Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900