
Til Berlín17. maí - 20. maí 2024
Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi.
Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir.
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Hvað er hægt að gera í Berlín
Útvarpsturninn á Alexander Platz
Panoramapunkt Berlín, útsýnisstaður
Hjólatúr um Berlín með íslenskri leiðsögn
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Play, innrituð allt að 20kg farangurstaska og 10kg í handfarangur
Flogið út
Brottför frá Keflavík 17. maí kl. 05:45, lent kl. 11:20 í Berlín.
Flogið heim
Brottför frá Berlín 20. maí kl.12:10 og lent á Keflavík kl 13:55.
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi, gisti- og borgarskatturinn.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Berlín 25-30 mín akstur
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstaklingur sem fær óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Glæsilegt hótel við hliðina á ánni Spree á Friedrichstraße-verslunargötunni í Berlín. Á hótelinu er starfræktur Executive-klúbbur. Ókeypis og ótakmarkað háhraða-WiFi er til staðar á öllu hótelinu.
Bjaört herbergin á Meliá Berlin eru með flatskjá, hljóðeinangruðum gluggum og baðherbergi með upphituðum gólfum.
Heilsulindaraðstaðan á Meliá Berlin er með nútímalegri líkamsræktarstöð og gufubaði. Reiðhjólaleiga er í boði að beiðni.
Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er framreitt á hverjum morgni. Gestir geta bragðað Miðjarðarhafssérrétti og tapas á barnum.
Brandenborgarhliðið og margir aðrir frægir staðir eru í innan við 1 km fjarlægð frá Meliá Berlin. Friedrichstraße-lestarstöðin er í aðeins 100 metra fjarlægð og þar er auðvelt að ná í neðanjarðarlestir, lestir og sporvagna sem ganga um alla Berlín.
Hótelið fær heildareinkunn 8,4 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbýli
60 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Þetta 4ra stjörnu úrvalshótel státar af 3 veitingastöðum, heilsulind og herbergjum með loftkælingu og flatskjáum. Það er hæsta hótel Berlínar og er staðsett beint við Alexanderplatz-torgið.
Öll herbergin og svíturnar á Park Inn Radisson Berlin Alexanderplatz eru með marmaralögð baðherbergi með kraftsturtu og hita í gólfum. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Sérréttir sem eldaðir eru eftir hefðum svæðisins eru framreiddir á veitingastaðnum Zillestube og alþjóðlegur matur á Humboldt. Máltíðir og drykkir eru í boði á Spagos Bar & Lounge og er það útbúið fyrir framan gesti í opna eldhúsinu.
Í vellíðunaraðstöðu Park Inn er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni en þaðan er frábært útsýni yfir miðbæ Berlínar.
Park Inn by Radisson er staðsett á móti Alexanderplatz-stöðinni en þaðan eru tengingar með strætisvögnum, sporvögnum, neðanjarðarlestum og S-Bahn-lestum við alla hluta Berlínar. Safnaeyjan og hið líflega Hackescher Markt-svæði eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 7,4 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
129 990 kr
á mann í tvíbýli
35 000 kr
aukagjald í einbýli