Til Rómar27. september - 01. október 2023
Róm eða borgin eilífa er eitt riasvaxið listasafn full af menningu, tísku, gómsætum mat og sögufrægu stöðum og byggingum. Hún var alla vega ekki byggð á einum degi.
Ítalía er draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað það mikilvægasta: Maturinn! Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítali, sem erfitt er að útskýra. Þeir eru bara svo töff!
Róm er svo ótrúleg, gamla borgin, borg miðaldarinnar, endurreisnartímans. Glæsileg torg, kirkjur, þröng sund, Pantheon, Navona og Gyðingahverfið, magnað.
Miðborg Rómar skiptist í níu hverfi en það er nánast eingöngu miðborgin sem er dvalarstaður 99 prósenta þeirra sem þangað koma til heimsóknar. Eru enda úthverfi borgarinnar töluvert nýlegri en gamla miðborgin og engin sérstök saga eða minjar þar sem heilla ferðamenn mikið nema hræbillegar mafíublokkir þyki spennandi sýn.
En borgin er stútfull af frábærum veitingastöðum, börum, búðum og skemmtistöðum. Það leiðist alla vega engum í Róm!
Hvað er hægt að gera í Róm
Kíktu á Hringleikhúsið, Spænsku tröppurnar, Pantheon, Trevi gosbrunninn og og og ...
Taktu Metro það er fljótlegasta farartækið til að komast á milli staða
Via Condotti verslunargatan fyrir þá sem vilja versla hátísku og Monti fyrir ... okkur hin
Vatíkanið er land inni í borginni, hvergi annarsstaðar hægt að sjá svoleiðis
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair, innifalin farangurstaska allt að 23kg og 10kg handfarangur
Flogið út
Brottför miðvikudaginn 27. september kl 08:30 frá Keflavík og áætluð lending í Róm er kl 15:00
Flogið heim
Heimför sunnudaginn 01. október kl 16:00 frá Róm til Keflavík og lent um kl 18:50
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn (6€ á mann per nótt).
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 35 - 50mín akstur
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá
Tripical í ferðinni
Hótel
****
Hótelið Exe International Palace býður upp á ókeypis WiFi en það er til húsa í miðbænum í fallegri byggingu frá 19. öld og er staðsett hinum meginn við veginn frá óperuhúsinu í Róm. Herbergin eru glæsileg og eru með loftkælingu og gervihnattasjónvarpi.
Exe International Palace er í 400 metra fjarlægð frá Repubblica-neðanjarðarlestarstöðinni og í 10 mínútna göngufjarlægð frá Termini-lestarstöðinni. Spænsku tröppurnar, Colloseum og Treví-gosbrunnurinn eru einnig í göngufjarlægð.
Veitingastaðurinn International Cafè á hótelinu býður upp á dæmigerði ítalska rétti . Morgunverðurinn er mjög vel útilátið og ríkulegt hlaðborð.
Barinn er opinn þar til seint á kvöldin og býður upp á bragðgott snarl og framúrskarandi kokkteila sem eru blandaðir af reynslumiklum barþjónum.
Hótelið fær heildareinkunn 7,8 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
209 990 kr
Á mann í tvíbýli
100 000 kr
auka fyrir einbýli
Hótel
Hotel Giolli Nazionale***
Hotel Giolli er staðsett á Via Nazionale, í stuttri göngufjarlægð frá Roma Termini-lestarstöðinni.
Óperuhúsið í Róm og Treví-gosbrunnurinn eru bæði í göngufæri frá Giolli.
Repubblica-neðanjarðarlestarstöðin er í 200 metra fjarlægð.
Herbergin eru rúmgóð og falleg með flatskjá, loftkælingu, minibar og frítt WIFI eru í hverju herbergi.
Sum herbergin eru með svalir með útsýni yfir aðalgötuna.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð er í boði daglega. Hótelið er einnig með bar og þægilega setustofu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
239 990 kr
Á mann í tvíbýli
130 000kr
Einbýli