22.09.2023 - 24.09.2023
Til Hamborg

Hamborg er sögufræg stórborg, sem iðar af evrópskum lífskrafti  og gleði. 
Þar finnur hver sinn hentuga takt, allt eftir því hvernig ævintýri eru efst á óskalistanum.

Hamborg hefur allt frá 13. öld verið mikilvæg hafnarborg og öflug miðstöð verslunar og viðskipta. Byggingar þar bera því fjölbreyttan stíl, stórbrotin mannvirki með mikla sögu, en einnig einstakur nútíma arkitektúr, eins og tónleikahúsið Elbphilharmonie ber vott um. Það má sannarlega mæla með heimsókn þangað, og njóta meðal annars glæsilegs útsýnis yfir borgina og hafnarsvæðið. Af sögulegum byggingum má nefna hina risastóru barokk kirkju St. Michael’s og art deco skrýdda skrifstofuháhýsið Chilehaus. Þá er magnað að ganga um Speicherstadt hverfið, en það er skráð á heimsminjaskrá UNESCO.   
 
Þau sem vilja eyða deginum úti í almennri gleði ættu að kíkja í almenningsgarðinn Planten un Blumen, sem býður upp á ýmis konar afþreyingu og fjölbreytta blómaflóru víðs vegar að úr heiminum.  Áhugafólk um listir ætti ekki að láta Hamburgar Kunsthalle framhjá sér fara. Að sjálfsögðu er svo af nógu að taka þegar kemur að mat og drykk, hvort sem um er að ræða þjóðlega þýska rétti eða hvað sem er annað. Þegar kemur að víni og bjór eru Þjóðverjar auðvitað með allt á hreinu, og bjóða stoltir upp á veigar framleiddar í heimalandinu. Það verður því enginn svikinn af þessum merkilega áfangastað, Hamborg er full af lífi, skemmtun og endalausum ævintýrum.

Hvað er hægt að gera í Hamborg

Ottensen hverfið var áður mest byggt af Dönum. Í dag er það eitt af mest hip og kúl hverfum borgarinnar.
Þú getur farið á ströndina! Taktu ferjuna frá Landungsbrücken og sigldu til Neumühlen/Övelgönne. Þar er vinsælasta ströndin. 
Ef óvænt (samt ekki) kaupgleði hellist yfir þig, er Mönckebergstrasse málið. Stærsta verslunargata Hamborgar.
Borg sem býr yfir einni af stærstu höfnum Evrópu býður að sjálfsögðu upp á skemmtilegar bátsferðir sem mæla má með
Ef þú vilt fara mjög mjög fínt út að borða er Fischereihafen-Restaurant tilvalinn.
St. Pauli og Reeperbahn hverfin eru fullkomin fyrir gott djamm. Úrval af frábærum börum og skemmtistöðum.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Hamburg meðinnritaðari 23 kg tösku  og 8 kg  handfarangri

Brottför

Brottför að kveldi fimmtudagsins 21. september 
kl. 00:50 og lent í Hamburg kl: 06:05 að morgni föstudagsins 22. september.

Heimkoma

Heimkoma 24. september kl. 22:30 og lent í 
Keflavík kl. 23:55

Gisting

2 nætur á 4/5 stjörnu hóteli í miðborg Hamburg. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli og skipulagðri fræðsludagskrá ef þörf er á.

 Íslensk farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út eitt heppið par eða einstakling
sem fá óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni.

Hótel

****

Hótelið rís hátt yfir borginni Hamborg og býður upp á beinar tengingar við CCH ráðstefnumiðstöðina. Stílhreint hótelið býður upp á líkamsræktarstöð sem innifelur gufubað og eimbað með víðáttumikilli verönd, glæsilegan veitingastað og ókeypis WiFi.

Hljóðeinangruðu herbergin á 4-stjörnu Superior Radisson Blu Hotel, Hamburg eru innréttuð í þremur mismundandi setursstílum. Öll eru með flatskjá, te/kaffiaðbúnaði og öryggishólfi.

Radisson Blu Hotel, Hamburg er með ókeypis líkamsræktarstöð og gufubað.

Nýlagaðir ítalskir og árstíðabundnir réttir eru bornir fram á nútímalega Filini Restaurant. Á hótelinu er einnig Weinbar, hæsti vínbar Hamborgar, sem er opinn allt árið um kring og býður upp á frábært útsýni yfir Hamborg úr 118 metra hæð.

Alster River og Jungfernstieg Promenade eru í aðeins 800 metra fjarlægð frá Radisson Blu Hotel, Hamborg. Dammtor S-Bahn lestarstöðin er í aðeins 100 metra fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

159 990 kr

á mann í tvíbili

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel 

****

Sir Nikolai Hotel, Hamburg, a Member of Design Hotels er staðsett í Hamburg Altstadt-hverfinu í Hamborg, 500 metrum frá HafenCity Hamburg, og býður upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum.
Öll herbergin eru með sjónvarpi og það er sólarhringsmóttaka á gististaðnum.

Speicherstadt er 600 metrum frá Sir Nikolai Hotel, Hamburg, a Member of Design Hotels, en Mönckebergstraße er í 800 metra fjarlægð frá gististaðnum. Næsti flugvöllur er Hamborgarflugvöllur, 10 km frá gististaðnum.

Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

164 990 kr

á mann í tvíbili

65 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Fraser Suites Hamburg býður upp á veitingastað, heilsuræktarstöð, bar og sameiginlega setustofu í Hamborg. Gististaðurinn státar af fjölskylduherbergjum og verönd. Gististaðurinn býður upp á sólarhringsmóttöku, skutluþjónustu, herbergisþjónustu og ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum.

Herbergin á hótelinu eru búin skrifborði, flatskjá og sérbaðherbergi. Öll herbergin á Fraser Suites Hamburg eru með loftkælingu og fataskáp.

Gestir gistirýmisins geta fengið sér léttan morgunverð.

Á Fraser Suites Hamburg er gestum velkomið að nýta sér gufubað. Gestir hótelsins geta notið afþreyingar í Hamborg og nágrenni, eins og hjólreiða.

Á staðnum er einnig viðskiptamiðstöð og krakkaklúbbur.

Vinsælir og áhugaverðir staðir í nágrenni Fraser Suites Hamburg eru meðal annars safnið Miniatur Wunderland, kirkjan Hauptkirche Sankt Michaelis og ráðhúsið í Hamborg. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Hamborg en hann er 10 km frá gistirýminu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

174 990 kr

á mann í tvíbili

70 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 35 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.


Arnar Magnússon
Fyrirtækjaferðir
S. 519 8900
GSM. 848 1520