Í hinni dásamlegu höfuðborg Frönsku Rívíerunnar finnurðu hina fullkomnu leið til að njóta lífsins til fulls. Nice er svooo næs!
Nice var hluti af Ítalíu allt til ársins 1860 og því er auðvelt að finna bæði frönsk og ítölsk áhrif í arkitektúr, menningu og matargerð. Gamli bærinn (Vieux Nice) ber sterk ítölsk einkenni, og þar er skemmtilegt að týna sér á rölti um þröngar hlykkjóttar götur og stíga, njóta litagleðinnar í framhliðum húsanna og skoða fornar glæsibyggingar eins og Cathédrale Sainte-Réparate
og 17. aldar safnið Palais Lascaris. Þar er líka mikið úrval af börum og veitingahúsum og hægt að gæða sér á ljúfum kokteil eða bjórglasi og horfa á himneskt sólarlagið. Hin víðfeðma göngugata Promenande des Anglais, eða ,,La Prom“ nær meðfram
risalangri strandlengju borgarinnar, með stórkostlegu útsýni út á hafið fyrir utan. Fyrir stórkostlegt útsýni og sjarmerandi umhverfi má líka mæla með göngu upp tröppurnar að Colline du Château
(þangað gengur reyndar líka lyfta fyrir þau sem það kjósa). Strendurnar í og ​​við Nice eru auðvitað ein af meginástæðum fyrir vinsældum staðarins. Plage des Ponchettes
er meðal þeirra vinsælustu, en einnig má nefna Plage Publique de Castel, og Plage de Carras
en hún þykir einna best fyrir þau sem vilja meira fjör, eins og jet-ski, fallhlífasvif, brimbretti eða vindsængurrall.
Hvað er hægt að gera í Nice
Einn frægasti listamaður Frakka, Henri Mattisse, bjó í Nice til fjölda ára og þar er safn með öllum hans helstu verkum
Ertu í stuði til að gambla svolítið? Casino Barrière Le Ruhl
er glæsilegur staður fyrir þess háttar
Á Cours Saleya
er vinsæll götu-markaður (fyrst opnaður 1861) og dásamleg kaffihúsaverönd
Hôtel Negresco
er rúmlega 100 ára glamúrbygging við Promenade des Anglais, og dýrindis kokteilar á barnum
Strætókerfi svæðisins er mjög þægilegt og kvikmyndahátíðabærinn Cannes
er skammt undan. Kíktu!
Le Shapko er geggjaður djassbar með lifandi tónlist og góðum stemmara öll kvöld vikunnar
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint áætlunarflug með Icelandair, 1 innrituð 23 kg taska
og 10 kg. handfarangur.
Brottför
Brottför fimmtudaginn 30. apríl til Nice kl 8:25. Lending áætluð um kl 14:45
Flugtímar
Heimför mánudaginn 4. maí til Keflavíkur kl 15:45 og áætluð lending kl 18:05.
Gisting
4 nætur á 3/4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgun-verður, wi-fi og citytax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími 15 mín
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Hótel
***
Ibis Styles Nice Centre Gare býður upp á gistirými í miðbæ Nice og er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Nice-Ville-lestarstöðinni og breiðgötunni Avenue Jean Medecin. Það er með ókeypis WiFi og loftkælingu í öllum herbergjum og gestir geta slappað af á sólríka hótelinu.
Herbergin á Ibis Styles Nice Centre Gare eru innréttuð í strandþema með pastellitum og eru með flatskjá. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með sturtu. Til að veita gestum boðið upp á ókeypis snyrtivörur og hárþurrku.
Þetta Ibis Styles-hótel opnaði árið 2015 og er með sólarhringsmóttöku og tölvu til afnota fyrir gesti. Gestir geta geymt farangurinn á staðnum á meðan þeir skoða Nice og örugg reiðhjólageymsla er í boði á staðnum án endurgjalds. Morgunverður er innfalinn.
Promenade des Anglais og eru á 10 ströndinni göngufjarlægð frá gististaðnum. Gamli bærinn í Nice er í 15 akstursfæri. Nice Côte d'Azur-flugvöllurinn er í 7 km fjarlægð og boðið er upp á beina tengingu á línu 2 með sporvagnakerfi Nice. Almenningsbílastæði eru í boði 50 metrum frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,1 fyrir staðsetningu.
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbýli
55 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
***
Best Western Hotel Lakmi Nice er staðsett í miðbæ Nice, á Avenue Jean Medecin, aðalverslunargötu Nice sem liggur að Place Massena. Það er við hliðina á Nice Etoile-verslunarmiðstöðinni og er aðeins 600 metrum frá Nice-Ville lestarstöðinni.
Öll rúmgóðu, loftkældu herbergin eru með flatskjásjónvarpi og sérbaðherbergi með hárþurrku. Sum hljóðeinangruðu herbergjanna eru með húsgögn úr bárujárni og sum herbergin eru með svölum. Þráðlaust net er í boði hvarvetna á hótelinu.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á hverjum morgni í morgunverðarsalnum á Best Western Hotel Lakmi Nice. Dagblöð eru í boði fyrir gesti og það er líka bar á staðnum.
Promenade des Anglais er í 13 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og Vieux Nice, hið sögulega hverfi, er í 15 mínútna göngufjarlægð. Sex einkabílastæði eru í boði á staðnum gegn aukagjaldi, sem ekki er hægt að bóka fyrirfram.
Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 9,4 fyrir staðsetningu.
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbýli
65 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Best Western Plus Hôtel Massena Nice er hönnunarhótel sem er staðsett í hjarta Nice, í aðeins 200 metra fjarlægð frá ströndinni. Það býður upp á loftkæld herbergi með flatskjásjónvarpi og ókeypis Wi-Fi-Internetaðgangi. Gististaðurinn er í 5 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum í Nice og Massena-sporvagnastöðinni.
Herbergin eru með minibar og te/kaffiaðbúnað. Sum herbergin eru með svalir eða verönd. Það eru baðsloppar á flestum sérbaðherbergjunum.
Amerískt morgunverðarhlaðborð er framreitt á hverjum morgni á Hôtel Massena. Gestir geta einnig fengið sér drykk á hótelbarnum og herbergisþjónusta er í boði gegn beiðni.
Promenade du Paillon-garðurinn, sem liggur að Promenade des Anglais, er í aðeins 100 metra fjarlægð. Lestarstöðin í Nice er í 1 km fjarlægð og ókeypis einkabílastæði eru í boði á staðnum. Það er strætisvagnastöð í 8 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og þar stoppar vagn sem gengur út á Nice Côte d'Azur-flugvöllinn.
Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,3 fyrir staðsetningu.
Verðin
174 990 kr
á mann í tvíbýli
80 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 50 manns,
Endanlegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest, staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir