Til Barcelona
1. maí - 4. maí 2026

Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí. Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla.

Barcelona er borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelona býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og víðfrægt næturlíf.
Arkitektúr borgarinnar er æði fjölbreyttur. Turnar úr  gömlum hofum, gamlir veggir og steinarústir sýna sögu borgarinnar allt frá tímum Rómverja. Gotneska hverfið er 1000 ára gamalt og margar kirkjunar eru frá 15. öld. Þá er einnig mikið af nýbyggingum í borginni eftir fræga hönnuði eins og Gaudí.
 
Göngugötur Barcelona eru vinsælar og oft margt um manninn. Frægust þeirra er Ramblan, La Rambla, á henni má finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Í þessari fallegu borg eru útimarkaðir, veitingastaðir, söfn og fallegar kirkjur á hverju strái. Berceloneta heitir þekktasta strönd borgarinnar, þar sleikir Miðjarðarhafssólin gylltan sand og heiðblátt hafið. Barcelona er frábær borg fyrir ferðalanga sem hafa gaman af því að rölta um og skoða mismunandi byggingarstíl og upplifa litríka menningu.

Hvað er hægt að gera í Barcelona

Stytturnar og gosbrunnarnir á Placa de Catalunya eru sjón að sjá
Í Sants Montjuic geturðu farið með kláf frá strönd og hátt upp í fjall. 
Barri Gotic hverfið er fullt af miðaldabyggingum og nokkrum sem eru enn eldri 
La Sagrada Familia kirkjan er auðvitað bara skylduheimsókn! Enginn fer frá borginni án þess að hafa farið þangað

Park Güell garðurinn hefur skrýtnar og  stór-skemmtilegar byggingar Gaudi
Þú finnur allt sem þig langar að borða í Barcelona -  þú verður að prófa katalónska matargerð

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Barcelona með Icelandair. Innrituð 23kg farangur og 10kg handfarangur sem passar undir sætið

Ferðadagsetningar

Brottför frá Keflavík föstudaginn 1. maí kl 08:25 og lent í Barcelona kl 14:40

Flugtímar

Brottför frá Barcelona á mánudaginn 5. maí kl 15:45 og lent í Keflavík 18:20

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hótel, innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli 20 - 30 mín 

 Íslensk farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið  par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 

Hótelið

****

AC Hotel Barcelona Forum er staðsett á móti Diagonal Mar-verslunarmiðstöðinni, við endann á Avenida Diagonal. Hótelið býður upp á þaksundlaug og nútímaleg herbergi með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna.
Öll herbergin eru stílhrein og bjóða upp á flatskjá með gervihnattarásum og minibar. Hárblásari er til staðar á sérbaðherbergjunum.

The Suite Bar býður upp á holla rétti frá Miðjarðarhafslöndunum, þar á meðal tapas-rétti og túnfisk. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn og öryggishólf er í boði í móttökunni.
AC Hotel Barcelona Forum er í 500 metra fjarlægð frá Maresme-neðanjarðarlestarstöðinni. Þaðan er hægt að komast til Passeig de Gràcia, í miðbæ Barselóna, á 15 mínútum. Flugvöllurinn í Barselóna er í 19 km fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

 169 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótelið

****

H10 Marina Hotel Barcelona er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Ólympíuhöfninni í Barcelona. Það býður upp á líkamsræktarstöð, heilsulind og ókeypis Wi-Fi. Þaksundlaugin og sólarveröndin bjóða upp á frábært borgar- og sjávarútsýni.

Björt, loftkæld herbergin á Hotel H10 Marina Barcelona eru með parketgólfi og gervihnattasjónvarpi. Þau eru með sérbaðherbergi með hárþurrku.

Veitingastaður hótelsins Dionissos framreiðir à la carte og tapas máltíðir og herbergisþjónusta er í boði. Bar La Llum býður upp á víðtækan vínlista.

Aðgangur að heilsulind H10 Marina er í boði gegn aukagjaldi. Það býður upp á gufubað, eimböð og innisundlaug. Nudd- og snyrtiþjónusta er einnig í boði.

Bogatell Beach, þar sem þú getur fundið marga strandbari og veitingastaði, er í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Það er 206 fet frá Bogatell-neðanjarðarlestarstöðinni, sem tengir þig við miðbæ Barcelona á 10 mínútum.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

164 990 kr

á mann í tvíbýli

70 000 kr

aukagjald í einbýli

 Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 80 manns.

Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 



Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com