
til Gent23. apríl til 26. apríl 2026
til Gent
23. apríl til 26. apríl 2026
Hér dansar andi miðalda meðfram síkjum og kringum stórkostlegar byggingar. Afslöppuð og vinaleg stemming í einni af fallegustu borgum Evrópu.
Borgin Gent er hluti af flæmska hluta Belgíu, og þriðja stærsta borg landsins, með rúmlega 260.000 íbúa. Hún gekk í gegnum mikinn gullaldartíma á miðöldum og þótti um langt skeið ein af ríkustu og valdamestu borgum Evrópu. Þótt mikilvægi hennar og yfirburðir hafi minnkað með tíð og tíma, stendur eftir vel varðveittur miðalda arkitektúr sem gerir Gent að meiriháttar áningarstað. Hér er einhver dásamleg blanda af kraumandi stórborgarstemmingu og afslöppuðu dreifbýlisandrúmslofti. Við þá gullfallegu umgjörð sem byggingar, stræti, brýr og torg skapa, má bæta hágæða veitingasenu, góðum drykk, sjarmerandi krám og alls kyns skemmtun. Útkoman getur ekki klikkað.
Það er rétt eins og að spila ,,ugla sat á kvisti“ að benda á eina byggingu fram yfir aðra í Gent. Glæsihýsi tignarfólks og kaupmanna þess tíma, kirkjur og aðrar byggingar eru einstaklega vel varðveittar og miðbærinn allur í sjón eins og hér standi enn hið blómlega borgríki síðmiðalda sem áður var. Gravensteen kastalinn er magnað virki frá árinu 1180 sem rís tignarlega yfir bænum og veitir frábært útsýni í allar áttir. Þá höfum við hina 1000 ára gömlu Bavo
kirkju, St. Nicholas
kirkju og St. Elisabeth
kirkju, báðar frá 13. öld. Og fleiri og fleiri! Gent er sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit og óhætt að hvetja alla til að kíkja þangað í heimsókn. Við lofum ógleymanlegri ferð!
Hvað er hægt að gera í Gent
Leigðu hjól og skoðaðu borgina eins og heimamaður, hjólaðu um miðbæinn, græna garða og meðfram fallegu síkjunum
Boekentoren
(Bókarturninn) er glæsilegur byggingargimsteinn með æðislegu útsýni yfir borgina
Gönguferð um göturnar Graslei
og Korenlei
er dásamleg leið til að upplifa hina miklu fegurð staðarins og skemmtilegt mannlíf.
Prófaðu gentíska matarrétti, eins og kjötréttina Chateaubriand
og Varkenswangetjes
eða fiskpottréttinn Waterzooi
Leigðu kajak, sigldu á ánni Leie og skoðaðu borgina frá því skemtilega sjónarhorni
Gruut
bjórinn er framleiddur í Gent og þykir einn af bragðbestu bjórum landsins. Smakkaðu hann!
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10kg handfarangur.
Brottför
Brottför frá Keflavík 23.apríl klukkan 07:35 og lent í Brussel klukkan 12:50.
Heimför
Heimför frá Brussel 26. apríl klukkan 13:50 og lent í Keflavík klukkan 15:15.
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, borgarskatturinn og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Brussel til Gent sem tekur um 1 klukkustund.
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó-Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Yalo Urban Boutique Hotel Gent er staðsett í Gent og Sint-Pietersstation Gent er í innan við 3,7 km fjarlægð. Boðið er upp á alhliða móttökuþjónustu, ofnæmisprófuð herbergi, verönd, ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum og veitingastað. Þetta 4-stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku. Sum herbergin á gististaðnum eru með svalir með borgarútsýni.
Hótelið býður gestum upp á loftkæld herbergi með skrifborði, kaffivél, ísskáp, minibar, öryggishólfi, flatskjá og sérbaðherbergi með sturtu. Herbergin á Yalo Urban Boutique Hotel Gent eru með rúmföt og handklæði.
Á gististaðnum er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, à la carte-morgunverð eða léttan morgunverð.
Hjólreiðar eru vinsælar á svæðinu og það er reiðhjólaleiga á gististaðnum.
Boudewijn Seapark er 48 km frá Yalo Urban Boutique Hotel Gent, en Damme Golf er 48 km í burtu. Næsti flugvöllur er Antwerpen-alþjóðaflugvöllurinn, 61 km frá hótelinu.
Hótelið fær 8,9 í heildareinkun á booking.com og 9,5 fyrir staðsetningu
Verðin
159 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við minnst 110 manns, hótel og flug hafa ekki verið tekin frá og mun endanlegt verð liggja fyrir þegar búið er að velja dagsetningu og hægt er að bóka hópinn.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir