Til Glasgow

23. apríl til 26. apríl 2026

Skemmtileg Skotagleði

Glasgow er stærsta borg Skotlands og ein helsta verslunarborg Bretlands. Töfrandi arkitektúr, frábærir veitingastaðir og krár, ásamt fjörugu næturlífi, enda Skotar eitt skemmtilegasta fólk í heimi.

Tilkomumiklar byggingar Glasgow bera sögu hennar gott vitni, en sérstaklega má nefna afar fallegan arkitektúr frá Viktoríutímanum, sem er eitt stærsta aðdráttarafl borgarinnar.  Glasgow var lengi vel mikil iðnaðarborg, en það tók að breytast eftir Kreppuna miklu á fyrri hluta 20. aldar. Siðan þá hefur hún þróast í að verða miðstöð menningar og verslunar, hún hefur t.d. borið titilinn Menningarborg Evrópu, og þar er að finna einn stærsta vettvang í nútímalistum á Bretlandseyjum, fyrir utan London. Ferðamenn streyma að hvaðanæva að, borgin eldist einstaklega vel og blómstrar nú sem aldrei fyrr.

Skotar eru vinaleg þjóð og glaðværir gestgjafar. Ef þú stendur áttavilltur í miðbæ borgarinnar (þekktur sem "town", en öllu heldur "the toon" hjá skotum) er mjög líklegt að hjálpsamur vegfarandi komi og bjóði þér aðstoð sína. Skotar eru bara þannig. Og ef enginn kemur af fyrra bragði er bara að spyrja næsta mann. Það ber árangur. 
Glasgow hefur tvisvar hlotið titilinn "Carry Capital of Britain",  en þar er mjög mikið úrval af ýmis konar veitingastöðum, hvort sem þú vilt indverskt eða eitthvað annað. Hún þarf líka að standast ákveðin gæði, borgin er nefnilega hvorki meira né minna en fæðingastaður sjónvarpskokksins alræmda Gordon Ramsey.

Hvað er hægt að gera í Glasgow

Borgarstjórnin hefur aðsetur í The City Chambers, tignarlegri 19. aldar byggingu sem hægt er að skoða
Glasgow Cathedral  er glæsileg bygging, jafnt að innan sem utan
Það er indælt að setjast á Willows Tea Room, fá sér tebolla og njóta útsýnisins
Glasgow er afar græn borg, þar er fjöldi skrúðgarða að skoða, eða hanga í og slaka á
The Ubiquitous Chip eða bara The Chip er ekta lókal staður með mat og drykk
Er ekki tilvalið að versla eins og eitt skotapils? When in Glasgow...

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur sem passar undir sætið.

Brottför

Frá Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 23. apríl kl. 10:10 og lent í Glasgow kl. 13:25.

Heimkoma

Flogið frá Glasgow sunnudaginn 26. apríl kl. 14:20 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 15:45.

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Glasgow

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá 
Tripical í ferðinni


Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

****

Maldron Hotel Glasgow City er þægilega staðsett í miðbæ Glasgow og býður upp á loftkæld herbergi, líkamsræktarstöð, ókeypis WiFi og veitingastað. Þetta 4-stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku. Gestir geta nýtt sér barinn.

Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Öll herbergin eru með fataskáp og katli.

Enskur/írskur morgunverður er í boði á hverjum morgni á Maldron Hotel Glasgow City.

Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við gistirýmið eru Glasgow Royal Concert Hall, Buchanan Galleries og Glasgow Queen Street-lestarstöðin. Næsti flugvöllur er Glasgow-flugvöllur, 13 km frá Maldron Hotel Glasgow City.

Booking.com einkunn er 8,9 og 9,1 fyrir staðsetningu.

Verðin

159 990 kr

á mann í tvíbýli

35 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Clayton Hotel Glasgow City er vel staðsett í Glasgow og býður upp á loftkæld herbergi, veitingastað, ókeypis WiFi og bar. Þetta 4-stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku. Gististaðurinn er reyklaus og er staðsettur í 700 metra fjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni í Glasgow.

Allar einingar eru með flatskjá með gervihnattarásum, katli, sturtu, ókeypis snyrtivörum og skrifborði. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og sum eru með útsýni yfir ána. Öll herbergin eru með fataskáp.

Enskur/írskur morgunverður er í boði daglega á hótelinu.

Áhugaverðir staðir í nágrenni Clayton Hotel Glasgow City eru Buchanan Galleries, Glasgow Royal Concert Hall og George Square. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Glasgow, 12 km frá gististaðnum.

Booking.com einkunn er 8,8 og 9,4 fyrir staðsetningu.

Verðin

169 990 kr

á mann í tvíbýli

45 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Þetta nútímalega hótel er beint á móti aðallestarstöðinni í Glasgow og hefur unnið til verðlauna fyrir arkitektúr. Það státar af glæsilegum atríumsal og herbergjum með háum gluggum.

Herbergin á Radisson BLU Glasgow eru rúmgóð og þau eru innréttuð í mildum tónum. Þau eru með sjónvarp, minibar og ókeypis WiFi. Baðherbergin eru með baðsloppa og inniskó ásamt upphituðum gólfum og speglum.

Grahamston Kitchen býður upp á breska matargerð með nútímalegu ívafi og er með úrval af einkennisréttum. Maturinn er búinn til úr fersku hráefni og boðið er upp á úrval af víni. Barinn í móttökunni er óformlegur og þar er hægt að fá léttar máltíðir, kaffi og snarl.

Hótelið er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Gallery of Modern Art og St. Enoch-verslunarmiðstöðinni. Tónlistarhúsið Royal Concert Hall og George-torg eru hvort um sig í um 800 metra fjarlægð.

Booking.com einkunn er 8,5 og 9,4 fyrir staðsetningu.

Verðin

 159 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 95-100 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.


Umsagnir fyrri hópa 

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com