Mitt í Costa Blanca héraðsins á Spáni er borgin Alicante. Borgin er þekkt fyrir mikla mat og vínmenningu, minjar og sögu sem spannar 7000 ár. Strandlengjan í borginni er 7km löng og iðar af mannlífi.
Alicante býður upp á margt fleira en strandlíf og slökun. Borgin er falleg og þarna er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar frá tímum máranna, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er á svæðinu sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða.
Helsta kennileiti borgarinnar er kastalinn Santa Barbara frá 9.öld, hægt er að ganga upp að honum eða taka lyftuna og njóta útsýnisins.
Gott er að versla í Alicante, þar eru nokkrar stórar verslunarmiðstöðvar. Ramblan er göngugata með úrvali af verslunum og veitingastöðum með gómsætum kræsingum frá öllum heimshornum. Við
mælum sérstaklega með tapas að hætti heimamanna.
Næturlífið á Alicante er frábært, og eru fjölmargir barir, skemmtistaðir og næturklúbbar í borginni. Gamli bærinn, El Barrio, er mjög líflegur á kvöldin sem og El Puerto þar sem skemmtistaðir eru opnir til morguns.
Hvað er hægt að gera í Alicante
Skelltu þér í göngu upp að Santa Barbara kastalanum og njóttu úsýnisins.
Í borginni er að finna marga frábæra markaði og svo er Ramblan frábær verslunargata
Hafnarsvæðið iðar af mannlífi og þar eru hundruðir smábáta og snekkja
Það má hanga á ströndinni með einn kaldann
Fáðu þér tapas eða paella og njóttu á fallegum veitingastað en það er fullt af veitingastöðum í borginni
Lókalbjórinn heitir Altabirra, og þykir bæði afar bragðgóður og svalandi á heitum degi
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint áætlunarflug með Icelandair þar sem 1 innrituð 23 kg taska
og 10kg handfarangur er innifalinn.
Brottför
Flogið er frá Keflavík kl. 16:25, föstudaginn 22. maí, og lent í Alicante klukkan 22:55 að staðartíma.
Heimför
Flogið er frá Alicante kl. 23:50, þriðjudaginn 26. maí, og lent í Keflavík klukkan 02:35 að staðartíma.
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og citytax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími 15 mín.
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Eurostars Lucentum****
Hið nútímalega Eurostars Lucentum er staðsett í miðbæ Alicante á Alfonso X breiðgötunni. Öll loftkældu herbergi eru með ókeypis Wi-Fi internet og á staðnum er einnig veitingastaður.
Lucentum Eurostars er að finna við hliðina á Alicante miðbæjarmarkaðinum, sem er í 10 mínútna göngufjarlægð frá höfninni. Á móti hótelinu er sporvagnastoppistöð, sem veitir þægilegan ferðamáta um alla borgina.
Rúmgóðu herbergin eru öll með nútímaleg baðherbergi og sjónvarp. Þau eru einnig með öryggishólf og hárþurrku.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu.
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Meliá Alicante er staðsett á milli hafnarinnar í Alicante og Postiguet-strandarinnar og býður upp á útisundlaug ásamt ókeypis WiFi hvarvetna. Öll herbergin eru með verönd og sum eru með sjávarútsýni.
Öll herbergin á Melia Alicante eru rúmgóð og eru með loftkælingu, flatskjá með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Baðherbergin eru nútímaleg og eru með snyrtivörum og hárþurrku.
Veitingastaður hótelsins, Trasluz, sérhæfir sig í hrísgrjónaréttum og ferskum fiski. Það er einnig til staðar snarlbar við sundlaugina og glæsilegur setustofubar.
Hótelið býður einnig upp á persónumiðaða The Level-þjónustu í sumum af herbergjum hótelsins. Þessi þjónusta er aðeins fyrir fullorðna og innifelur fjölbreytta úrvalsþjónustu og -aðstöðu og má þar með nefna einkamóttöku, flýtiinnritun og -útritun, aðgang að einkasundlaug með stórkostlegu sjávarútsýni, aðgang að opnum bar með ókeypis drykkjum og snarli o.s.frv.
Hótelið snýr í átt að spilavítinu í Alicante og er í aðeins 50 metra fjarlægð frá snekkjuklúbbnum og smábátahöfninni. Santa Barbara-kastalinn og fornminjasafnið eru í aðeins 800 metra fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,4 fyrir staðsetningu.
Verðin
189 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 100 manns.
Endanlegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest, staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!