
Til Rómar1. maí - 4. maí 2026
Róm eða borgin eilífa er eitt riasvaxið listasafn full af menningu, tísku, gómsætum mat og sögufrægu stöðum og byggingum. Hún var alla vega ekki byggð á einum degi.
Ítalía er draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað það mikilvægasta: Maturinn! Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítali, sem erfitt er að útskýra. Þeir eru bara svo töff!
Róm er svo ótrúleg, gamla borgin, borg miðaldarinnar, endurreisnartímans. Glæsileg torg, kirkjur, þröng sund, Pantheon, Navona og Gyðingahverfið, magnað.
Miðborg Rómar skiptist í níu hverfi en það er nánast eingöngu miðborgin sem er dvalarstaður 99 prósenta þeirra sem þangað koma til heimsóknar. Eru enda úthverfi borgarinnar töluvert nýlegri en gamla miðborgin og engin sérstök saga eða minjar þar sem heilla ferðamenn mikið nema hræbillegar mafíublokkir þyki spennandi sýn.
En borgin er stútfull af frábærum veitingastöðum, börum, búðum og skemmtistöðum. Það leiðist alla vega engum í Róm!
Hvað er hægt að gera í Róm
Kíktu á Hringleikhúsið, Spænsku tröppurnar, Pantheon, Trevi gosbrunninn og og og ...
Taktu Metro það er fljótlegasta farartækið til að komast á milli staða
Via Condotti verslunargatan fyrir þá sem vilja versla hátísku og Monti fyrir ... okkur hin
Vatíkanið er land inni í borginni, hvergi annarsstaðar hægt að sjá svoleiðis
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint Flug með leiguflugi Tripical, innifalin farugurstaska allt að 15kg og 5kg handfarangur
Flogið út
Brottför föstudaginn 1. maí - flugtímar koma síðar.
Flugtímar áætlaðir út snemma og heim um miðjan dag. Fluglengd um 4 - 4,5 klst
Flogið heim
Heimför mánudaginn 4. maí brottför eftir hádegi
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn (6€ á mann per nótt).
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 35 - 50mín akstur
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó-Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 2 heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
****
Radisson Blu GHR Rome býður upp á ókeypis WiFi, ókeypis líkamsræktarstöð og ókeypis skutluþjónustu til/frá Spænsku tröppunum, veitingastað og 2 bari. Tónlistarstaðurinn Auditorium Parco della Musica er í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Herbergin og svíturnar á Radisson Blu GHR Rome eru loftkæld, öll með LED-sjónvarpi, minibar og hárþurrku. Sérbaðherbergið er með snyrtivörum.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram daglega.
Villa Borghese er í 1,5 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,0 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
229 990 kr
Á mann í tvíbýli
40 000 kr
auka fyrir einbýli
Tilboðið er fyrir 150-180 manns, flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir