Til Gdansk

Vor 2024

Pólverjar eiga ekki bara Evrópumet í fjölda s-hljóða í tungumáli, þeir eiga líka margar af fegurstu borgum Evrópu og þar á meðal er Gdansk!

 Það er ekki að ástæðulausu að Gdansk er að verða einn af vinsælli áfangastöðum ferðamanna í Evrópu. Þessi skemmtilega og fallega hafnarborg stendur eins og lítið smáríki við Eystrasaltið, þar sem áin Motlawa rennur meðfram litríkum hafnarhúsunum. 

Hvort sem þú vilt stuð og djamm, eða bara taka því rólega og njóta frísins í huggulegheitum og sjarmerandi umhverfi – þá er Gdansk kjörinn áfangastaður fyrir þig. 
Borgin stóð í miðjum upptökum seinni heimsstyrjaldarinnar og varð fyrir miklum áhrifum af því langa stríði. En þótt um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk dagsins í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi, með litríku menningar- og listalífi, og götur hennar og torg iðandi af fjörugu mannlífi, skemmtilegum mörkuðum og listviðburðum.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug 

Flogið með Wiz Air fram og til baka, 1 innrituð taska 20 kg 
og handfarangur.

Flogið út

Brottför föstudagskvöld  frá Keflavík kl. 19:20, lent kl. 00:55 í Gdansk.

Flogið Heim 

Brottför sunnudaginn frá Gdansk kl.18:25 og lent á Keflavík kl 21:20.

Gisting

2 nætur / 3 dagar á 4* stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferð til og frá flugvelli í Gdansk, 20 mín

Farastjórn

Einn Fararstjóri frá Tripical

Hvað er hægt að gera í Gdansk

Heimsækja hið magnaða seinni heimstyrjaldar safn borgarinnar
Fara og skoða Oliwa Dómkirkjunna eða skoða gamlar byggingar og söfn, með viðkomu á góðu kaffihúsi eða bar
Kommúnista-túrinn, ferðastu um borgina á gömlum Trabant 
Ganga um Dlugi-Torgið og skoða markaðinn
Kvöldið bíður þín svo með spennandi stundum á veitingahúsum, klúbbum og börum borgarinnar
Göngutúr í miðbænum með íslenskri leiðsögn og vodka smökkun

 Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Þið fáið 1 skemmtitékka. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

****

Holiday Inn Gdansk, er staðsett í miðbæ Gdańsk á Spichrzów-eyjunni og 450 metra frá langa markaðinum Długi Targ. Meðal aðstöðu á gististaðnum er heilsuræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn, ráðstefnumiðstöð og veitingastaður. Gististaðurinn er einnig með sólarhringsmóttöku og ókeypis WiFi.
Öll herbergin eru reyklaus og eru búin loftkælingu og sérbaðherbergi.  Sky Bar er á 7. hæðinni með víðáttumiklu borgarútsýni og fallegri verönd.
Hótelið býður einnig upp á ókeypis aðgang að viðskiptamiðstöð með prentara, tölvu og skanna.

Meðal vinsælla áhugaverðra staða nálægt gistirýminu eru græna hliðið Brama Zielona, tónlistarhúsið Polska Filharmonia Bałtycka im. Fryderyka Chopina w Gdańsku og gosbrunnurinn Fontanna Neptuna.

Heildareinkunn 8,8 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður á sali fyrir fundi og viðburði. Árshátíðin getur farið fram á hótelinu.  Verð frá 8.990 fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldv. og 3 klt opinn bar.

Verðin

124 990 kr

á mann í tvíbýli

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Fjögurra stjörnu hótel, vel staðsett í gamla bænum þar sem er samansafn af vöruhúsum frá Hansatímabilinu og skærlitum byggingum meðfram Höfninni. Í göngufæri er úrval veitingastaða og verslana og nokkurra mínútna ganga er í verslunarmiðstöðina Forum. Á hótelinu er veitingastaður, bar og líkamsræktaraðstaða. 
Kannaðu göturnar og sjáðu áhugaverði staði eins og hina mikilfenglegu Kirkju heilagrar Maríu og ráðhúsið. Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við Radisson Hotel & Suites, Gdańsk má nefna Græna hliðið Brama Zielona, löngu brúna Długie Pobrzeże og langa markaðinn Długi Targ.
Hótelið er nýtt og opnaði í mars 2019

Heildareinkunn 8,6 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

139 990 kr

á mann í  tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli


Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við  80-90 manns, ekki hafa verið tekið frá flug og hótel. Endanlegt verð og möguleikar á flugsætum liggja  ekki fyrir fyrr en hægt er að staðfesta flug og hótel.