Til Möltu
25-28.04.2024 

Mitt í Miðjarðarhafinu stendur smáríkið Malta, með sínum aldagömlu musterum og virkjum, og forsögulegu minjum. Byggð á eyjunum má rekja síðan löngu fyrir Kristburð, og ekki að undra. Þar er svo ósköp gott að vera.

Malta samanstendur af litlum eyjaklasa mitt á milli Sikileyjar og stranda Norður-Afríku. Á eyjunum er ýmislegt markvert að sjá. Fyrst ber að nefna hina smáu höfuðborg, Valletta, sem öll er byggð í anda 16. aldar, en hana má finna á Heimsminjaskrá Unesco. Þá er hin forna höfuðborg Mdina (stundum nefnd Þögla borgin) áhugaverður staður, sem og Vittoriosa, og hinar fögru byggingar þar. Einnig má nefna að Maltverjar eiga eins og við, sitt Bláa Lón (Blue Lagoon), sem er falleg lítil vík með kristaltærum sjó og hreinni strönd. 
Þrátt fyrir smæð sína er Malta rík af sögu sem nær aftur til 4 árþúsundum fyrir Krist, og þar má finna ýmsar fornminjar því til sönnunar. Reyndar eru á eyjunum nokkrar af elstu uppistandandi byggingum í heimssögunni. En hér er margt fleira að gera en skoða forn hýbýli. Malta er nútímastaður sem býður upp á fyrsta flokks afþreyingu fyrir ferðamenn. Hér er upplagt að njóta veðurblíðunnar á góðri siglingu eða sörfbretti. Menningarlífið blómstrar, hér má finna jassfestivöl, karnivöl og aðrar skemmtanir, og borgirnar allar með úrval af fínum veitingastöðum og börum. 

Hvað er hægt að gera á Möltu

Eyjan Gozo er stórbrotið náttúruundur. Skemmtileg staðreynd: Leikarinn Billy Connolly býr á eynni
Vertu vakandi fyrir bæjarhátíðum, líkt og á Íslandi á  hér hver bær sína hátíð sem er frábær skemmtun
Víða á Möltu hafa margar stórmyndir verið teknar  og Malta Film Tour býður upp á leiðsögn um þá staði
Suðurhluti Möltu er minna þekktur af ferðamönnum, en þar finnurðu hina sönnu maltnesku lífshætti  
Það er svokallað "möstsí" að skoða einhverja af elstu byggingum heims, sem hér standa
Lókalbjórinn heitir Cisk, og þykir bæði afar bragðgóður og svalandi á heitum degi

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með leiguflugi Tripical, 1 innritaðri 20 kg tösku og handfarangri 
 
Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Brottför

Áætluð brottför fimmtudaginn 25. apríl frá kef til Möltu

Flugtímar áætlaðir út snemma og heim um miðjan dag.  Fluglengd um 4,5 klst

Heimkoma

Áætluð heimför sunnudaginn 28.apríl frá Möltu til Keflavíkur

Gisting

3 nætur á 5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgun-verður, wi-fi, city og ECO skattur.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli, aksturstími  15-20 mín

Farastjórn

1 óendalega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri

Ferð-lottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 2 heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical. 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical 
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*

*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)


Hótel

****
( staðfest verð )

Waterfront Hotel er staðsett miðsvæðis á Möltu, við göngusvæðið meðfram sjónum í Sliema, en það er með útsýni yfir höfnina í Sliema, Manoel-eyju og Valletta. Gististaðurinn er í 4 km fjarlægð frá nokkrum af vinsælustu ströndum Möltu. Á hótelinu er að finna veitingastað og bar og ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna.

Öll herbergin eru með loftkælingu og svölum, sem flestar eru með sjávarútsýni, og sérbaðherbergi. Þau eru líka öll með minibar, sjónvarpi og öryggishólfi.

Morgunverðarhlaðborð er framreitt alla daga á The Waterfront Hotel og hægt er að fá léttar veitingar á barnum og kvöldverð á veitingahúsinu á staðnum, Regatta.

Hótelið er í 15 mínútna göngufjarlægð frá verslunarmiðstöðinni Tigné og finna má veitingastaði og verslanir í seilingarfjarlægð. Ferjuhöfnin í Sliema er í 600 metra fjarlægð. Alþjóðaflugvöllurinn á Möltu er í 20 mínútna akstursfjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,2 fyrir staðsetningu. 

Verðin

209 990 kr

á mann í tvíbýli

25 000 kr

auka nótt í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Radisson Blu Resort & Spa er staðsett við klettótta strönd Golden Bay á Möltu og inniheldur stóra sundlaug, lónslaug og barnasundlaug. Það býður einnig upp á einkaströnd og heilsulind. Herbergin eru stór og þægileg.

Hótelið nýtur rólegs, einkaumhverfis með friðsælu útsýni yfir hafið og sveitina í kring. Það er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá höfninni þar sem ferjur fara til Gozo.

Heilsulindin nær yfir 1000 m² að rými og frístundamiðstöð hótelsins býður upp á töfrandi útsýni yfir hafið frá stórum gluggum með útsýni yfir flóann.

Herbergin eru innréttuð með nútímalegum innréttingum og bjóða upp á svalir með útsýni yfir sjóinn eða sveitina. Á sumrin innifelur verðið 1 sólhlíf og 2 sólbekki í hverju herbergi.

Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir þar á meðal ítalskur og indverskur,  Lagoon Bar sem selur létta rétti yfir daginn og á Mokkar er hægt að fá drykki og kaffi, svo er útibar og píanóbar.

Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,4 fyrir staðsetningu. 

Verðin

219 990 kr

á mann í tvíbýli

20 000 kr

auka nótt í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Hilton Malta er staðsett við sjávarbakka Saint Julian og er lúxus 5 stjörnu hótel sem býður upp á víðáttumikið útsýni yfir Miðjarðarhafið og nútímalegar innréttingar. Á staðnum má finna heilsulind með innisundlaug og 4 útisundlaugar.

Herbergin eru rúmgóð 37m2 og eru með stórum svölum með útsýni yfir hafið eða Portomaso-smábátahöfnina. Öll herbergin eru loftkæld og með WiFi, te/kaffivél og LCD-sjónvarpi með gervihnattarásum. Sum herbergin bjóða upp á aðgang að Business- og Executive-setustofunum.

Veitingastaður hótelsins, Oceana, framreiðir hádegis- og kvöldverð við sundlaugina, en Blue Elephant-veitingastaðurinn sérhæfir sig í taílenskri matargerð.  Morgunverðarhlaðborð er fjölbreytt og er í boði alla morgna.

Á hótelinu er sér tennisvöllur, fullbúna líkamsræktaraðstöðu og spilavíti.

Hið fræga næturlífssvæði Paceville er í 5 mínútna göngufjarlægð. Alþjóðaflugvöllurinn á Möltu er í 20 mínútna akstursfjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,3 fyrir staðsetningu. 

Verðin

259 990 kr

á mann í tvíbýli

45 000 kr

auka nótt í tvíbýli

80 000 kr

aukagjald í einbýli

  Tilboðið miðast við 160 manns en ekki hafa verið tekið frá hótel né flug. Verðin miðast við minnst 80% nýtingu í leiguvél. Ef það næst ekki, fellur ferðin niður með 3 mánaða fyrirvara. Endanleg verð reiknast út frá staðfestri dagsetningu og geta því hækkað eða lækkað og liggur endanlegt verð ekki fyrir fyrr en ferð er staðfest.

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 663 3313

Netfang: arna@tripical.com


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com