
Til Haarlem15. - 17. mars 2024
Haarlem er minni útgáfan af Amsterdam Þar er eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert í leit að menningu og sögu, hressandi djammi, eða bara indælli afslöppun í fornfrægri evrópskri borg sem er þekkt fyrir túlípana, bjór og súkkulaði.
Haarlem ótrúlega sjarmeradi borg sem er fræg fyrir blómarækt, og er miðstöð túlipanahéraðsins og hýasinta. Miðbærinn er áhugavert svæði þar sem Grote Markt skipar mikilvægan sess. Það er margt að skoða og margar fornalda byggingar, uma að gera að nýta tímann til að heimsækja helstu kennileiti eins og Kirkju St. Bavos sem er búin orgeli með 5000 pípum, einu stærsta í heimi.
Hér má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Út um alla borg eru krúttleg hof, mikið um fallega liti og faldar perlur.
Ef þú vilt finna eitthvað sniðugt að sjá og gera þegar þú ert á svæðinu, þá er borgin verðlaunuð sem besta borgin til að versla í. Svo eru frábærir veitingastaðir í borginni, skemmtileg brugghús og hægt er hægt að kíkja á Circuit Park Zandvoort (kappaksturs-braut) og Zandvoort ströndina. En ströndin er einungis í 5km frjarlægð. Eða skreppa til Amsterdam sem tekur um 30 mín með lest.
Þarna búa ekki nema 155 þúsund manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, bara passa sig á öllu hjólandi fólki sem er í meirihluta.
Hvað er hægt að gera í Haarlem
Kíktu inn í Grote of St. Bavokerk kirkjuna, turninn er 78m hár og gnæfir yfir miðbæinn
The Golden Streets
eru 9 litlar götur í miðbænum fullar af dásamlegum búðum, veitinga- og kaffihúsum.
Af fjölmörgum brugghúsum borgarinnar þá er Jopenkerk hvað vinsælast með veitingahúsi og hægt að smakka frábæra bjóra
Farðu í bátsferð á Spaarne og njóttu þess að sjá borgina frá öðru sjónarhorni
Het Dolhuys er ekki dúkkuhús, nei safn sálfræðinnar, upplifðu söguna aftur til ársins 1320
Hjól hjól hjól út um allt, líka flottir hjólavegir, leigðu þér hjól og kíktu á túlípanana og ströndina
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair sem og Play og Transavia til Amsterdam, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur
Brottför
Brottför 15. mars frá Keflavík til Amsterdam kl. 07:40 og lent kl 11:55
Heimför
Heimför 17. mars frá Amsterdam 16:45 og 21:45, lent í Keflavík 19:05 og 23:40
Gisting
Tvær nætur á 4 stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgar-skatturinn
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 20-25 mín
Farastjórn
Tveir óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út tvö heppin pör
sem fá óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Van der Valk býður upp á herbergi með sérstaklega löngum rúmum, gervihnattasjónvarpi og svölum aðeins 2 km frá miðbæ Haarlem. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi hvarvetna.
Veitingastaðurinn Martinus býður upp á sanngjarna, nútímalega en umfram allt smekklega rétti fyrir hvern gest. Í viðskiptakvöldverði eða þegar farið er út með fjölskyldunni mun matseðillinn geta boðið upp á rétt fyrir öll tilefni. Á virkum dögum býður veitingastaðurinn upp á hádegisverðarhlaðborð sem og a la carte, á sunnudögum er boðið upp á brunch (eftir pöntun).
Helstu ferðamannastaðir í Haarlem eru meðal annars Grote Markt og Frans Hals safnið en þau eru í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð frá Van der Valk Haarlem. Schiphol-flugvöllur er í 15 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Hótelið er með sólarhringsmóttöku.
Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 8,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
144 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli