Munchen er ekki ósvipuð Berlín í skipulagi, þetta er stór borg með mörgum hverfum sem hvert og eitt hefur sitt eigið aðdráttarafl, sinn eigin sjarma. Hér er því úr mörgu að velja og þú getur ráðið hvernig þú vilt hafa ferðina þína.
Nafn borgarinnar er úr forn-þýsku, og þýðir "Hjá munkunum", þar sem vísað er í klaustur sem fyrr á öldum reis þar sem miðbærinn stendur nú. Munchen er þriðja stærsta borg Þýskalands, og þar búa um ein og hálf milljón manns. Lífsgæði þykja með þeim bestu í Evrópu, ef ekki heiminum öllum. Borgin er miðpunktur menningar og lista, menntunar, vísinda, tækninýjunga og viðskipta á heimsvísu. Sögulegar byggingar, stórir íþróttaviðburðir og hátíðir af ýmsu tagi, þ.á.m. hið árlega Október bjórfestival, trekkir að ferðamenn í miklum mæli, og munkaborgin verður stöðugt vinsælli áfangastaður forvitinna ferðalanga.
Það er gaman að upplifa mismunandi stemmingu borgarhverfanna. Ef rennt er lauslega yfir þau helstu, þá höfum við miðbæinn, Altstadt-Lehel, með elstu byggingunum, og flestum myndavélum á lofti. Þá höfum við Schwabing, sem er trendý og töff, með fullt af flottum kaffihúsum og börum, gallerýum og tískuverslunum. Hverfið Au-Haidhausen
er einna villtast, þar finnurðu líflega klúbba og bari sem opnir eru fram undir morgun. Ef leitað er eftir rólegheitum, göngu í fallegu umhverfi, með viðkomu til dæmis í skemmtilegri ísbúð, er gott að fara í Neuhausen-Nymphenburg og njóta dagsins þar.
Hvað er hægt að gera í München
Odeonsplatz er virðulegt torg umkringt glæsibyggingum
New Jewish Center
er flottur og fræðandi staður um menningu og trúarlíf gyðinga
BMW safnið er frábært fyrir bíla- og tækniáhugafólk, og alla aðra reyndar líka
Barokkhöllin Nymphenburg
og hallargarðurinn í kring er dásamlegur staður
Ráðhúsbyggingin Maximilianeum
er ansi stórbrotin
Hofbräuhaus - þekktust og flottust af mörgum flottum bjórhöllum borgarinnar
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair 1 innritaðri 23 kg tösku og 10kg handfarangri (nett taska sem passar undir sætið)
Flugtími er um 4 klst
Brottför
Áætlunarflug með Icelandair frá Keflavik kl. 07:20. Lent að staðartíma kl. 13:05.
Heimför
Áætlunarflug með Icelandair frá Munchen kl. 14:05. Lent klukkan 16:00.
Gisting
2/3 nætur á 4 stjörnu hótel, innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Rútur til og frá flugvelli 20 - 30 mín
Íslensk farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út
heppið par/einstakling sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni.
Hópar sem telja 50 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótelið
****
Hilton Munich City býður upp á veitingastað og ókeypis líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn. Það er staðsett beint fyrir ofan Rosenheimer Platz S-Bahn-stöðina en þaðan er boðið upp á skjótar tengingar við miðbæinn, flugvöllinn í München og aðaljárnbrautarstöðina í München.
Herbergin á Hilton Munich City eru með loftkælingu, flatskjá, skrifborði, litlum ísskáp og te-/kaffiaðstöðu. Sum herbergin eru með útsýni yfir húsgarðinn. Ókeypis Basic WiFi er til staðar.
Líkamsræktin er staðsett á jarðhæðinni við hliðina á móttökunni og er búin þolþjálfunartækjum. Hægt er að fara í sund, hestaferðir og tennis í nágrenninu.
Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum. Juliet Rose býður upp á einstaka einkenniskokkteila, bjóra frá svæðinu og sérstakt kaffi ásamt matseðli með völdum réttum.
Hægt er að leigja reiðhjól og bíla á staðnum. Lestir ganga frá Rosenheimer Platz S-Bahn-stöðinni til fræga Marienplatz-torgsins á aðeins 3 mínútum.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
VERÐ
139 990 kr
á mann í tvíbýli - 2 nætur
20 000 kr
aukanótt í tvíbýli - 3 nætur
35 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótelið
****
Þetta reyklausa hótel er staðsett í München, í aðeins 500 metra fjarlægð frá vísinda- og tæknisafninu Deutsches Museum og býður upp á stórt ráðstefnusvæði. Rosenheimer Platz-borgarlestarstöðin er í 50 metra fjarlægð og aðeins 2 stopp frá Marienplatz.
Holiday Inn Munich City Centre er staðsett í verslunarsamstæðu og herbergin þar eru með loftkælingu, hljóðeinangrun, flatskjá og te-/kaffiaðstöðu. Executive herbergin eru með útsýni yfir borgina.
Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er borið fram á veitingastaðnum Grat³ á Holiday Inn Munich en þar er einnig boðið upp á bæverska og alþjóðlega sérrétti. Isar³ Bar, Café & Restaurant er með léttar veitingar ásamt à la carte-matseðlum, kaffi og mismunandi kokkteilum.
Móttakan á Munich Holiday Inn er opin allan sólarhringinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Almenningsbílastæði eru í boði á Holiday Inn. Lestir ganga frá Rosenheimer Platz-borgarlestarstöðinni til aðaljárnbrautarstöðvarinnar í München á 10 mínútum og flugvallarins í München á 33 mínútum.
Herbergin eru þrifin eftir þriðju og fimmtu nóttina. Markmið okkar er að spara auðlindir fyrir umhverfið og tryggja umhverfisvænni dvöl hjá okkur. Ef eitthvað vantar í herbergið er gestum velkomið að panta það í móttökunni.
Hótelið fær heildareinkunn 8,0 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
VERÐ
124 990 kr
á mann í tvíbýli - 2 nætur
15 000 kr
aukanótt í tvíbýli - 3 nætur
20 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótelið
****
Þetta 4 stjörnu úrvalshótel er staðsett við hliðina á Olympiapark-garðinum í München og býður upp á ókeypis WiFi, líkamsræktaraðstöðu, alþjóðlegan veitingastað með stórri verönd og góðar tengingar með neðanjarðarlest við miðbæ München.
Leonardo Royal Hotel Munich er aðeins 1 km frá Ólympíuleikvanginum og Olympiahalle Arena. Boðið er upp á loftkæld herbergi með flatskjá og heilsulindarsturtu.
Gestir sem dvelja á Royal Munich geta notfært sér glæsilega slökunarherbergið og heilsuræktarsvæðið sér að kostnaðarlausu.
Alþjóðlegir og svæðisbundnir réttir eru framreiddir á veitingastaðnum Vitruv. Önnur aðstaða innifelur barinn Leo90 og stóra garðverönd.
Oberwiesenfeld-neðanjarðarlestarstöðin er á móti Leonardo Royal Hotel Munich. Lestir ganga til aðallestarstöðvar München á 12 mínútum.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð stærri helgi
114 990 kr
á mann í tvíbýli - 2 nætur
10 000 kr
auka nótt í tvíbýli - 3 nætur
15 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 90 manns aðra helgina og 50 manns þá seinni. Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Einnig er þetta með fyrirvara um flugáætlun flugfélaganna.