Munchen er ekki ósvipuð Berlín í skipulagi, þetta er stór borg með mörgum hverfum sem hvert og eitt hefur sitt eigið aðdráttarafl, sinn eigin sjarma. Hér er því úr mörgu að velja og þú getur ráðið hvernig þú vilt hafa ferðina þína.
Nafn borgarinnar er úr forn-þýsku, og þýðir "Hjá munkunum", þar sem vísað er í klaustur sem fyrr á öldum reis þar sem miðbærinn stendur nú. Munchen er þriðja stærsta borg Þýskalands, og þar búa um ein og hálf milljón manns. Lífsgæði þykja með þeim bestu í Evrópu, ef ekki heiminum öllum. Borgin er miðpunktur menningar og lista, menntunar, vísinda, tækninýjunga og viðskipta á heimsvísu. Sögulegar byggingar, stórir íþróttaviðburðir og hátíðir af ýmsu tagi, þ.á.m. hið árlega Október bjórfestival, trekkir að ferðamenn í miklum mæli, og munkaborgin verður stöðugt vinsælli áfangastaður forvitinna ferðalanga.
Það er gaman að upplifa mismunandi stemmingu borgarhverfanna. Ef rennt er lauslega yfir þau helstu, þá höfum við miðbæinn, Altstadt-Lehel, með elstu byggingunum, og flestum myndavélum á lofti. Þá höfum við Schwabing, sem er trendý og töff, með fullt af flottum kaffihúsum og börum, gallerýum og tískuverslunum. Hverfið Au-Haidhausen
er einna villtast, þar finnurðu líflega klúbba og bari sem opnir eru fram undir morgun. Ef leitað er eftir rólegheitum, göngu í fallegu umhverfi, með viðkomu til dæmis í skemmtilegri ísbúð, er gott að fara í Neuhausen-Nymphenburg og njóta dagsins þar.
Hvað er hægt að gera í München
Odeonsplatz er virðulegt torg umkringt glæsibyggingum
New Jewish Center
er flottur og fræðandi staður um menningu og trúarlíf gyðinga
BMW safnið er frábært fyrir bíla- og tækniáhugafólk, og alla aðra reyndar líka
Barokkhöllin Nymphenburg
og hallargarðurinn í kring er dásamlegur staður
Ráðhúsbyggingin Maximilianeum
er ansi stórbrotin
Hofbräuhaus - þekktust og flottust af mörgum flottum bjórhöllum borgarinnar
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair 1 innritaðri 20 kg tösku og 10kg handfarangri (nett taska sem passar undir sætið)
Flugtími er um 4 klst
Brottför
Áætlunarflug með Icelandair frá Keflavik kl. 07:20. Lent að staðartíma kl. 13:05.
Heimför
Áætlunarflug með Icelandair frá Munchen kl. 14:05. Lent klukkan 16:00.
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hótel, innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Rútur til og frá flugvelli 20 - 30 mín
Íslensk farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út
heppið par/einstakling sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Hótelið
****
Þetta hótel býður upp á ókeypis líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn og fallegan veitingastað. Það er staðsett beint fyrir ofan Rosenheimer Platz S-Bahn-stöðina, sem býður upp á skjótar tengingar við miðbæinn.
Loftkæld herbergin á Hilton Munich City eru með flatskjásjónvarpi, skrifborði og te/kaffiaðstöðu. Sum herbergin eru með útsýni yfir rólega húsgarðinn. Ókeypis WiFi er í boði á almenningssvæðum.
Líkamsræktin er staðsett á jarðhæð við hlið móttökunnar og er búin nútímalegum þolþjálfunartækjum. Sund, hestaferðir og tennis eru mögulegar í nágrenninu.
Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum MoNa. Gestir geta notið snarls og drykkja yfir vikuna á Mona Deli, en matseðill Juliet Rose veitingahússins býður upp á staðbundna og alþjóðlega rétti, kaffisérrétti, auk kokteila og staðbundinna bjóra á kvöldin.
Hægt er að leigja reiðhjól og bíla á staðnum. Lestir ganga frá Rosenheimer Platz S-Bahn-stöðinni að hinu fræga Marienplatz-torgi á aðeins 3 mínútum
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbýli
70 000 kr
aukagjald í einbýli