
til Brussel16. maí til 20. maí &19. maí til 23. maí 2024
Skemmtileg stórborg sem leynir á sér
Höfuðborg Belgíu er þekkt sem aðsetur höfuðstöðva Evrópusambandsins. En hún er svo miklu meira, og miklu skemmtilegri en það skrifræðisbákn gefur til kynna. Brussel er töff og skemmtileg borg, full af lífsgleði og sjarma.
Yfirbragð Brussel er skemmtileg og sérstök blanda af tignarlegum, skrýtnum, hipsteraskotnum og glæsilegum byggingum. Art deco
stíll við hliðina á retro
steinsteypu, 19. aldar höfðingjasetur hér, Gotham-borgarleg glerháhýsi þar. Miðkjarninn státar svo af Grote Markt, sem af mörgum er talið eitt af fallegustu torgum heims. Það er því ljóst að hér ber margt fyrir forvitin augu. Mikið er um listgallerý af öllu tagi, og stundum er eins og hverri einustu byggingu, stórri og smárri hafi verið umbreytt í sýningarrými. Hvort sem áhuginn liggur í eldri klassískri list, eða því heitasta sem er að gerast í listheiminum, þá finnurðu það hér.
Margir tengja Brussel við bjúrókratíu og þurra Evrópusambandsstjórnsýslu. Staðreyndin er þó allt önnur! Borgin er bæði gullfalleg og stórskemmtileg. Þar ríkir blómstrandi menning, listalífið er fjölskrúðugt og spennandi og úrval fjölbreyttra veitingastaða mikið. Þú þarft að prófa hinar afar djúsí extra steiktu franskar, vöfflurnar klassísku með ísuðum sykri, og cinnamon speculoos sem eru hreinlega syndsamlega góðar. Brussel er einnig heilagur staður í augum bjór-áhangenda, enda miðstöð klausturbjórmenningar Evrópu. Úrvalið af bjór í Brussel er satt að segja ótrúlegt, og bjórkrárnar hver annarri skemmtilegri í stíl og stemmingu.
Hvað er hægt að gera í Brussel
Bozar
byggingin er víðfræg lista og menningarmiðstöð sem vert er að heimsækja
Galeries Saint Hubert-Sint Hubertusgaleriejen er hvorki meira né minna en fyrsta verslunarmiðstöð heims! Opnaði 1847
Atomium er bygging/skúlptúr sem þðu þarft að kíkja á!
Hið líflega Grand Markt
torg hefur alltaf upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða
Planète Chocolat er staðurinn til að fara á til að skoða, smakka og búa til alvöru belgískt súkkulaði!
Delirium Café
átti lengi vel heims-met í framboði á bjórtegundum (skv. Heimsmetabók Guiness). 2004 tegundir, allt frá glútenlausum í glerharða
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur.
Brottför
Brottför á fimmtudegi frá Keflavík kl: 07:40 og lent í Brussel kl 12:55
Heimkoma
Heimför á mánudegi frá Brussel kl. 13:55 og lent í Keflavík kl 15:15
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 30 mín
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Hótel
****
Moxy Brussels City Center er staðsett í Brussel, í innan við 1 km fjarlægð frá Egmont-höllinni og býður upp á gistirými með loftkælingu og bar. Meðal aðstöðu á gististaðnum eru veitingastaður, sólarhringsmóttaka og sameiginleg setustofa ásamt því að boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum. Gististaðurinn er með viðskiptamiðstöð og farangursgeymslu fyrir gesti.
Hótelið framreiðir léttan morgunverð eða morgunverðarhlaðborð.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Moxy Brussels City Center eru meðal annars Coudenberg, Place du Grand Sablon og Avenue Louise. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Brussel en hann er í 15 km fjarlægð frá gististaðnum.
Heildareinkunn 8,9 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
139 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Park Inn Brussels Midi sameinar nútímaleg herbergi, heilsuræktarstöð og RBG veitingastað bar og grill með kjörinni staðsetningu gegnt lestarstöðinni Bruxelles-Midi. Lestarskýli Eurostar og Thalys er í aðeins 200 metra fjarlægð.
Í öllum herbergjum Park Inn by Radisson Brussels Midi eru flatskjáir með kapalrásum, loftkæling og te/kaffiaðbúnaður. Einnig eru til staðar skrifborð og nútímalegt baðherbergi með baðkari eða sturtu.
Á RBG Bar & Grill geta gestir fengið sér auðkennisgrillrétti á borð við úrvalssteikur og sælkeraborgara sem og staðbundna vinsæla rétti. Einstakt úrval af gini og tónik er í boði sem og staðbundna belgíska bjóra og vel valin vín eru í boði á grænu veröndinni og RBG Bar.
Miðbærinn er í 20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu en þar eru meðal annars miðbæjartorgið Grand-Place de Bruxelles og styttan Manneken Pis. Neðanjarðarlestarstöðin Bruxelles-Midi er í aðeins 100 metra fjarlægð en þaðan er tenging við aðalstaði Brussel.
Heildareinkunn 8,3 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
144 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við 40 manns aðra helgin og 20 mann hina helgina. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.