Andorra
8. febrúar til 15. febrúar 2024
Andorra er rétt um 480 ferkílómetrar að stærð og þar búa 78 þúsund
manns. Stærðin er svona eins og Reykjavik, Kópavogur og Garðabær til samans. Hægt er að ganga í kringum Andorra á 5 dögum!
Þótt íbúatala Andorra sé ekki há er alltaf mikið um að vera í þessu sjarmerandi fjallalandi. Þangað koma árlega um þrjár og hálf milljón ferðamanna og dvelja til lengri eða skemmri tíma, fyrir utan fjölda gesta frá nágrannaríkjunum Frakklandi og Spáni, en þaðan koma á hverju ári um 5 milljónir manns í styttri dagsferðir. Ferðaiðnaðurinn er allra stærsta tekjulind þjóðarinnar og hann einkennist í öllu af mikilli fagmennsku og gæðum. Andorra býður upp á stórkostlega aðstöðu til fjölbreyttrar skíðaiðkunar yfir vetrartímann, og á sumrin flykkist fólk þangað í hvers kyns gönguferðir og náttúruskoðun, enda umhverfið og útsýnið æði tilkomumikið og magnað.
Sólríkar hlíðar Andorra lúra milli Spánar og Frakklands. Svæðið á sér langa sögu í þjónustu við ferðamenn allt árið um kring og er án efa einn heppilegasti áfangastaðurinn fyrir blandaða skíðahópa. Dagskráin er svo sniðin að þörfum þeirra sem vilja skíða OG hafa gaman. Náttúrufegurðin, girnilegur matur, töfrandi viðmót heimafólks, hagstætt veður og lágt verðlag gera dvölina ógleymanlega.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Áætlunarflug með Play til og frá Barcelona með innritaðri 20kg tösku
og handfarangri (8kg).
Flogið út
Brottför 8. febrúar 2024 frá Keflavík kl: 15:30 og lent í Barcelona kl: 20:50.
Flogið heim
Heimför 15. febrúar 2024 frá Barcelona kl: 21:50 og lent í Keflavík kl: 01:50.
Gisting
3 nætur á 4ra stjörnu hóteli með morgunverði.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli - 3,5 klst akstur
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Hvað er hægt að gera í Andorra
Notaðu tækifærið og smakkaðu rétti heimamanna, eins og trinxat
og escudella, bæði gómsætir pottréttir.
Caldea Spa
er ein af stærstu heilsulindum Evrópu. Frábær staður til að slaka á!
Naturlandia er vinsæll ævintýragarður sem býður upp á afþreyingu eins og zip-fóðrun, rennibrautaferðir og dýraskoðun.
Mótorhjólasafnið Carmen Thyssen
er mjög töff. Þar má skoða safn af vintage mótorhjólum.
Ef þig langar að prófa paragliding, þá er Andorra stórkostlegur staður fyrir þess háttar.
Casa de la Vall er glæsileg 16. aldar bygging sem vert er að skoða.
Hótel
****
Sport Hotel er hefðbundið hótel í fjallastíl staðsett í Soldeu, með greiðan aðgang að Grandvalira skíðasvæðinu.
Herbergin á Sport Hotel eru rúmgóð og með einföldum innréttingum. Hver er með gervihnattasjónvarpi og hárþurrku á baðherberginu.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á hverjum morgni á veitingastaðnum á staðnum sem skipuleggur kvöldverðarhlaðborð með opnu eldhúsi á kvöldin. Á hótelinu er einnig bar sem framreiðir drykki og léttar máltíðir.
Gestir geta nýtt sér heilsulind hótelsins sem býður upp á úrval meðferða gegn aukagjaldi. Börn hafa einnig ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Sport Hotel er fullkomlega staðsett fyrir skíði og er í aðeins 300 metra fjarlægð frá næstu skíðabrautum. Önnur afþreying á svæðinu er þyrlusiglingar, snjóþrúgur og notkun vélsleða.
Hótelið fær heildareinkunn 7,9 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com.
Verðin
214 990 kr
á mann í tvíbýli
105 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 18 manns, ekki hafa verið tekið frá flug og hótel. Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 18 manns, ekki hafa verið tekið frá flug og hótel. Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.