
Til Belfast17. október - 20. október &18. október - 21. október 2024
Belfast (upphaflega Béal Feirste) stendur við mynni árinnar Lagan og dregur nafn sitt af þeirri staðsetningu, þar sem orðið ,,béal“ þýðir munnur og ,,feirste“ er sandbakki.
Eftir margra áratuga átakasögu, hefur nú lengi ríkt friður í höfuðborg Norður-Íra, Belfast. Í dag iðar borgin af lífi og fjöri, hér er mikið um háskólastúdenta, enda 6 slíkir skólar í Belfast, þar á meðal Queen’s University sem hefur prýtt lista yfir bestu háskóla heims í mörg ár. Hér er úrval af skemmtilegri og áhugaverðri afþreyingu, fullt af frábærum veitingastöðum, flottum pöbbum og skemmtistöðum. Stemmingin er afslöppuð og næs. Belfast er æðislegur staður að heimsækja!
Belfast öðlaðist á sínum tíma heimsathygli í hinum svokölluðu Vandræðum, The Troubles. Átökin stóðu yfir um áratuga skeið, allt frá 1968 til 1998, og segja má að allann þann tíma hafi geysað hatrömm og vægðarlaus borgararstyrjöld, þar sem tókust á mótmælendatrúaðir sambandssinnar, hliðhollir Bretum, og kaþólsk trúaðir íbúar sem sameinast vildu Írlandi. Þegar yfir lauk lágu um 3600 íbúar í valnum, auk tuga þúsunda sem særðust. Ýmsir staðir og söfn gera þessari sögu góð skil.
Hvað er hægt að gera í Belfast
Botanic Gardens - Einn fallegasti grasagaður heims
Ulster safni, merkilegt safn
Bjór-hjólatú um Belfast og ná þannig að sjá alla borgina með bjór í hendi!
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með leiguflugi Icelandair, innrituð allt að 20kg farangurstaska og 10kg í handfarangur
Flogið út
Brottför 1 (76 manns):
Frá Reykjavíkurflugvelli 17. október með leiguflugi að morgni og lent í Belfast um hádegi.
Brottför 2 (76 manns):
Frá Egilsstaðarflugvelli 17. október með leiguflugi að morgni og lent í Belfast um hádegi.
Brottför 3 (76 manns):
Frá Reykjavíkurflugvelli 18. október með leiguflugi að morgni og lent í Belfast um hádegi.
Flogið heim
Heimför 1 (76 manns):
Flogið frá Belfast 20. október um miðjan daginn og lent að seinnipartinn á Reykjavíkurflugvelli.
Heimför 2 (76 manns):
Flogið frá Belfast 20. október um miðjan daginn og lent að seinnipartinn á Egilsstaðarflugvelli
Heimför 3 (76 manns):
Flogið frá Belfast 21. október um miðjan daginn og lent að seinnipartinn á Reykjavíkurflugvelli.
Gisting
3 nætur á 3/4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi, gisti- og borgarskatturinn.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Belfast 25-30 mín akstur
Farastjórn
Tveir óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
ibis Belfast City Centre
***
ibis Belfast City Centre
Þetta Ibis-hótel er staðsett í miðbæ Belfast og býður upp á nútímaleg herbergi með gervihnattasjónvarpi, í 5 mínútna göngufjarlægð frá næturlífi og börum Belfast.
Öll herbergi hótelsins eru búin flatskjásjónvarpi, WiFi aðgangi, te/kaffiaðstöðu og sérbaðherbergi með sturtu.
Herbergin eru einnig með loftkælingu og skrifborði.
Helstu verslanir Belfast eru allar í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Castle Court-verslunarmiðstöðin er í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð og Belfast-dómkirkjan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Grand Opera House er í 500 metra fjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 79 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
179 990 kr.
á mann í tvíbýli
50 000 kr.
aukagjald í einbýli
Hótel
AC Hotel by Marriott Belfast
****
AC Hotel by Marriott Belfast
Gestir AC Hotel Belfast geta farið fótgangandi að skoða Titanic Belfast, ráðhúsið, Belfast Waterfront, SSE Arena og verslanir Victoria Square
Glæsileg svefnherbergi eru með queen- eða king-size rúmum, Nespresso kaffivél, glerlokuðum tvöföldum sturtum og ókeypis háhraða internetaðgangi og 49 tommu sjónvörp.
Gestir geta einnig notið AC líkamsræktarherbergis og herbergisþjónustu allan sólarhringinn.
Léttur og eldaður morgunverður er borinn fram á hverjum degi.
Veitingahús hótelsins, Novelli at City Quays, ætti að gera flesta spennta, þar sem margra Michelin-stjörnukokkurinn Jean-Christophe Novelli útbýr alskins kræsingar, á meðan sérfróðir barþjónar bjóða upp á staðbundna þekkingu með handverksbjór og kokteila.
Hótelið fær heildareinkunn 8,5 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
189 990 kr.
á mann í tvíbýli
50 000 kr.
aukagjald í einbýli
Tilboðið er fyrir 230 manns, flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir