til Færeyja
13. september til 16. september 2024

Færeyjar verða sívinsælli áfangastaður ferðafólks um allan heim. Þessar litlu nágrannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð og stórbrotnu landslagi .

Landslag Fræreyja minnir að nokkru leyti á Ísland en er um leið einstakt og engu líkt. Höfuðstaðurinn Þórshöfn er afar sjarmerandi, gamli bærinn og höfnin eru falleg svæði sem taka mann í ferðalag aftur í tímann. Svo sakar ekki að Færeyingar elska okkur jafnmikið og við þá og heimsókn til þeirra er eins og heimsókn til skemmtilegs ættingja.
Þórshöfn er bær þar sem hægt er að kynnast bæði gömlu menningu Færeyja ásamt því að kynnast því nýja sem er í gangi hjá þeim. Hægt er að ganga um bæinn og njóta fegurðinnar frá landslaginu og gömlu húsunum. 

Hvað er hægt að gera í Færeyjum

Mykines eyjan er þekkt eyja fyrir stóran lundastofn
Borða á Michelin-stjörnu staðnum KOKS
Labba að SØRVÁGSVATN, það er magnað útsýni þar
Labba um Þórshöfn og skoða bæinn
Skoða gömlu höfnina
Fara í stangveiðiferð um fjörðinn

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg. handfarangur.

Brottför

Brottför 13. september frá Keflavík kl. 08:30 og lent í Færeyjum kl. 11:15.

Heimkoma

Heimför 16. september frá Færeyjum kl. 14:30 og lent í Keflavík kl. 15:20. 

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Færeyjum

Farastjórn

 Einn skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical. 

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical 
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*

*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)


Hótel

****

Hotel Brandan er staðsett í Þórshöfn, 2,3 km frá Sandagerði-ströndinni og býður upp á gistirými með heilsuræktarstöð, ókeypis einkabílastæði, verönd og veitingastað. Gististaðurinn er með sólarhringsmóttöku, flugrútu, herbergisþjónustu og ókeypis WiFi hvarvetna.

Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Sumar einingar á Hotel Brandan eru með fjallaútsýni og herbergin eru með ketil. Einingarnar eru með fataskáp.

Daglegi morgunverðurinn innifelur létta rétti, grænmetisrétti eða vegan-rétti.

Gistirýmið býður upp á 4 stjörnu gistirými með gufubaði. Reiðhjólaleiga og bílaleiga eru í boði á hótelinu og vinsælt er að stunda hjólreiðar á svæðinu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin 

139 990 kr

á mann í tvíbili

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 60 manns en hótel hafa ekki verið tekin frá.
Endanlegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest, staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.


Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com