Víðimelur til Tenerife

 Tan og endalaus gleði á Tene! 
6. júní til 13. júní 2024 

Tenerife er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Tenerife klikkar ekki!   

Eyjan var á árum áður fátækleg bananarækt, allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan.  Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði.  Þá nýtur Tenerife ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því! 

Tenerife er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta  eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. Þar á meðal er hið stórbrotna eldfjall El Teide, sem rís tæpa 4000 metra frá sjávarmáli, og býður gestum upp á toppinn með þar til gerðum kláfum. Um skeið var boðið upp á ferðir ofan í gýg fjallsins, en því hefur nú verið hætt af öryggisástæðum. Heimsókn á fjallið er þó vel þess virði, því útsýnið þaðan er alveg einstakt.
Suðurhluti eyjunnar er tileinkaður almennri ferðaþjónustu, en sé farið á norðurhlutann má finna meira af grænum svæðum, þar er menningin meira lókal og þú færð spænskar hefðir og venjur beint í æð.   


Hvað er hægt að gera á Tenerife

Viltu kafa? Tenerife er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana
Loro Parque Zoo er skemmtilegur dýragarður með alls kyns sýningum
Parque Rural de Anaga, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni
Masca dalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar
Siam vatnagarðurinn er risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum
Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Tenerife með Play með 1 innritaðri 20 kg tösku og 8kg handfarangri.

 Flug út

Flogið er frá Keflavík fimmtudaginn 6. júní kl. 14:20 og lent á Tenerife kl. 20:55.

Flug heim

Flogið er frá Tenerife fimmtudaginn 13. júní kl. 21:55 og lent í Keflavík kl. 02:35.

Gisting

7 nætur á 4 stjörnu hóteli með morgunverði, borgarskatti og WIFI

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli á Tenerife

Hægt að bæta við Fararstjórn

Gegn lágu gjaldi

Hótel

Ameríska ströndin

Vanilla Garden Hotel er staðsett á Amerísku ströndinni og er með ókeypis WiFi og veitingahús á staðnum. Hótelið er með útisundlaug sem er opin allt árið og sólarverönd.

Öll herbergin á þessu hóteli eru með loftkælingu, flatskjá með gervihnattarásum, hraðsuðuketil og svalir. Sum herbergin eru með setusvæði, gestum til þæginda. Sérbaðherbergið er með ókeypis snyrtivörur, hárþurrku og sturtu. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi.

Það er hlaðborðsveitingastaður og bar til staðar. Gestir geta notið franskrar matargerðar á a-la-carte-veitingastaðnum Chez Damien.

Reiðhjólaleiga er í boði á hótelinu og vinsælt er að stunda golf á svæðinu. Á hótelinu er einnig bílaleiga. Veronicas Strip er í 3 mínútna göngufjarlægð frá Vanilla Garden Hotel og Siam Park-vatnagarðurinn er í 700 metra fjarlægð. Næsti flugvöllur er Tenerife Sur, 15 km frá gististaðnum.

Á booking.com er hótelið með heildareinkunnina 8,8 og 9,0 fyrir staðsetningu.

 

Verð

149 990 kr

á mann í tvíbýli

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Boutique Hotel H10 Big Sur - Adults Only
****

Los Cristianos

Þetta hótel er aðeins ætlað fullorðnum en það er staðsett við sjávarbakka Los Cristianos á Tenerife og býður upp á frábært útsýni yfir eyjuna La Gomera. Boutique Hotel H10 Big Sur - Adults Only er með ókeypis WiFi hvarvetna á gististaðnum.

Boutique Hotel H10 Big Sur - Adults Only er umkringt suðrænum görðum og útisundlaug með sólarverönd. Á staðnum er einnig sundlaugarbar ásamt hlaðborðsveitingastað með opnu eldhúsi.

Öll herbergin á þessu hóteli eru björt og rúmgóð. Í þeim er vifta, sérbaðherbergi og gervihnattasjónvarp með alþjóðlegum rásum. Minibar er til staðar og hægt er að leigja öryggishólf. Sum herbergin eru með svalir.

Meðal annarrar aðstöðu á hótelinu er 2 verandir með sjávarútsýni þar sem hægt er að slappa af.

Boutique Hotel H10 Big Sur - Adults Only er staðsett í 4 mínútna göngufjarlægð frá Los Cristianos-ströndinni og í 10 mínútna göngufjarlægð frá hefðbundnu fiskihöfninni. Tenerife Sur-flugvöllurinn er í aðeins 15 km fjarlægð.

Á booking.com er hótelið með heildareinkunnina 8,6 og 8,9 fyrir staðsetningu.

 

Verð

169 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 20 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com