til Brescia
31. maí til 4. júní 2024

Seint á 19. öld fékk Brescia viðurnefnið Ljónynja Ítalíu, fyrir baráttuþrek íbúanna gegn óvinaárásum.  Einstaklega fögur borg nálægt Garda-vatni, hlaðin aldargamalli sögu og dásamlegu umhverfi.

Borgin Brescia stendur við rætur ítölsku Alpanna, í nokkurra kílómetra fjaralægð frá Garda-vatni og þar búa rúmlega 200.000 manns. Fornar rústir má víða  finna á Ítalíu, en Brescia býr yfir þeim mikilvægustu og best varðveittu í norður-parti landsins. Hún er í raun algjör fjársjóðskista þegar kemur að verðmætum fornminjum og hluti hennar er skráður á Heimsminjaskrá UNESCO. Þar er klaustur frá 8. öld, miðaldakastalar, dómkirkjur og ýmsir merkilegir minnisvarðar frá tímum Rómverja. Einnig má benda á hringlaga dómkirkjuna, Duomo Vecchio, sem er sannkallað gotneskt meistaraverk, en við hlið hennar stendur "nýja" dómkirkjan sem reist var fyrir 150 árum og ber mjög stórbrotna framhlið úr hvítum marmara. Aðdráttarafl Brescia  er  þó  síður  en  svo bundið við  sögu     hennar   og      menningararfleifð. 
Hún er þekkt fyrir líflegt andrúmsloft, iðandi markaði og yndislega matargerð. Hin sanna ítalska  matargerð Lombardy héraðsins endurspeglast meðal annars í casoncelli pastaréttum, polenta og brescian salami. Héraðið er einnig framleiðslustaður freyðivínsins Franciacorta. Víða eru fallegar gönguleiðir með útsýni yfir vötn og tilkomumikil fjöll og eins er auðvelt að leigja sér hjól fyrir ferðir um næsta nágrenni. Á kvöldin finnurðu úrval af næturklúbbum og börum um allan bæ, og lítið mál að sletta úr klaufum, eða sitja í rólegheitum með góðum vinum og góðu víni. Dæmið gengur fullkomlega upp: Fagurt landslag, hlýleg gestristni heimafólks, ásamt sérstakri blöndu nútíma og fornra hefða gerir heimsókn til Brescia að ógleymalegri upplifum!

Hvað er hægt að gera í Brescia

Castello er glæsilegur kastali með glæsilegu og víðáttumiklu útsýni
Ástfangnir geta farið í rómantíska ferð með leiðsögn sem heitir Love Stories of Brescia. Mússí mússi 
Njóttu iðandi ítalskrar stemmingar og mannlífs á torgum eins og Piazza della Loggia eða Piazza della Vittoria
Franciacorta golfvöllurinn þykir mjög skemmtilegur og umhverfi hans hrein dásemd
Santa Giulia safnið er til húsa í varðveittri fornbyggingu og gerir sögu borgarinnar góð skil 
Ítalskar fornglæsikerrur eru sannarlega eitthvað fyrir augað. Mille Miglia Museum hefur nóg af svoleiðis 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug með áætlunarflugi Icelandair þar sem 1 innrituð taska 23 kg og 10kg handfarangur er innifalið.

Brottför 

Brottför föstudaginn 31. maí 2024  frá Keflavík til Mílan kl. 08:30  og lent kl 14:45.

Heimför 

Brottför þriðjudaginn 4. júní 2024 frá Mílan til Keflavík kl 23:00 og lent kl. 01:15.

Gisting

4 nætur á 4* stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgar-skatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er um 1 og 1/2 klukkutími.

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðing frá Tripical.

Hótel

Hotel Master
****

Með Brescia-kastala í bakgrunni og S. Faustino-neðanjarðarlestarstöðina í 350 metra fjarlægð, býður Hotel Master upp á veitingastað sem framreiðir skapandi matargerð og nútímaleg herbergi. Þú getur slakað á í görðunum og á veröndinni.

Öll herbergin eru með ókeypis WiFi, flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, 2 kodda á hvern gest og dýnur sem eru þykkari en 19 cm. Sum herbergin eru með lúxusbaðherbergi með nuddbaði og önnur eru með sérsvölum með útsýni yfir græna umhverfið.

Hotel Master er með innisundlaug með vatnsnuddi sem og heilsulind með gufubaði, tyrknesku baði og skynjunarsturtu. Aukagjald gæti verið krafist fyrir aðgang og er háð framboði. Líkamsræktarstöð og nuddherbergi eru í boði. Reiðhjól eru veitt ókeypis og eru fullkomin til að skoða fornleifasvæði Brescia á UNESCO-lista, San Salvatore og Santa Giulia.

Starfsfólk sólarhringsmóttökunnar á Hotel Master getur útvegað flugrútu gegn beiðni, en strætó númer 1 stoppar í nágrenninu og tengist Brescia lestarstöðinni. Bergamo er í 50 km fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 7,8 og 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com.

Dagskrá ferðarinnar

Föstudagurinn 31. maí

  • Brottför frá Keflavík til Mílan kl. 08:30 og lent kl 14:45.
  • Rúta frá flugvelli að hóteli sem tekur um 90 mínútur.

Laugardagurinn 1. júní

  • Dagsferð um Gardavatnið*
    • Brottför frá hótelinu um morgnuninn með rútu og leiðsögumanni sem útskýrir leið dagsins. Í ferðinni mun leiðsögumaðurinn útskýra fyrir þér sögu vatnsins og þorpa þess.
    • Þú munt heimsækja nokkur þorp á milli Limone sul Garda, Salò, Sirmione, Riva del Garda, Malcesine og Bardolino.
    • Bátsferð um Gardavatn, lagt af stað frá Sirmione, síðan að Rocca Manerba, eyjunni San Biagio, Garda eyju, Gardone með stoppi í 30 mínútur og til baka til Sirmione.
    • Limonesul Garda: Nafn borgarinnar kemur frá latneska orðinu limen, sem þýðir landamæri, en lime útgáfan er vinsælli vegna þess að hún snýst um sítrónuávexti. Hér getur þú dáðst að fallegum raðhúsum sítrónulundum.
    • Salò: Á síðustu árum síðari heimsstyrjaldarinnar var Salò aðsetur nokkurra ráðuneyta ítalska félagslýðveldisins. Ekki mjög vel þekkt, þetta þorp býður upp á eina af ögrandi gönguleiðum við vatnið við Gardavatn! Mjög gaman að heimsækja er dómkirkjan í Salò.
    • Sirmione: Stutt heimsókn í þessa frægu rómversku borg sem er þekkt fyrir heilsulindirnar. Þessi borg býður upp á einstakt landslag þökk sé miðaldakastala. Sirmione er í dag talin ein sú fallegasta við vatnið.
  • Dagurinn endar á veitingastað*

Sunnudagurinn 2. júní

  • Frjáls dagur í Brescia

Mánudagurinn 3. júní

  • Vínsmökkun í Franciacorta (valfrjálst) - 12.990 kr. á mann
    • Rúta sækir hópinn á hótelið.
    • Ekið er í heillandi Franciacorta sveitina.
    • Heimsækjum litla lífrænt fjölskyldurekna víngerð, þar sem þú munt læra meira um klassíska víngerðaraðferð og sögu Franciacorta svæðisins beint frá framleiðanda. Framúrskarandi í framleiðslu freyðivíns á Ítalíu!
    • Heimsókninni lýkur með því að smakka á Franciacorta vínum.
    • Ekið að hótelinu og komið aftur um hádegisbil.

  • Sameiginlegur kvöldverður í hjarta Brescia*
    • Boðið verður upp á 3ja rétta kvöldverð á þakverönd í hjarta gamla bæjarins með útsýni yfir Vittoria torgið
    • Tónleikar með íslenskum óperusöngvurum.

Þriðjudagurinn 4. júní

  • Útritun af hóteli klukkan 12:00 að hádegi
  • Rúta frá hóteli inn í Mílan
  • Frjáls tími í borginni
  • Kvöldverður
  • Rúta upp á flugvöll
  • Brottför frá Mílan flugvelli til Keflavíkur kl 23:00 og lent kl. 01:15.
* Sameiginlegur pakki kostar 34.990 kr. á mann en innifalið í honum er dagsferð um Gardavatnið, kvöldverður að dagsferð lokinni og sameiginlegur kvöldverður 3. júní.