Til Dublin
12. apríl til 14. apríl 2024

Dublinarbúar hafa getið sér góðan orðstír sem bráðfyndnir og dásamlegir gestgjafar og eru barirnir, tónlistin og frásagnarlistin óviðjafnanleg. 

Dublin er yfirfull af fyrsta flokks skemmtun á hverju horni, allt frá heimsbókmenntun til listaverka á heimsmælikvarða. 
Sögu Írlands er finna út um gervalla Dublin, frá stórfengle gum dómkirkjum til sögufrægra  fangelsa, að ógleymdum töfrum Guinness brugghússins. Í borginni er að finna yfir 1000 ölknæpur. Margir barir bjóða upp á mat samhliða flæðandi Guinnes bjór og írsku viskíi. 
Sláinte! 
Gæddu þér á einhverjum af þjóðarréttum Íra eins og írsku boxty, colcannon eða champ? Þú munt kynnast kartöflum á nýjan hátt og í margvíslegum búningi, en sömuleiðis munt þú finna glæsilega veitingastaði sem bjóða upp á gómsæta dýrindisrétti beint frá býli. Ekki sleppa því að smakka sódabrauð sem er ostur. Eða fara á Temple Bar eða sjá strákana í Merry Ploughboys.



Hvað er hægt að gera í Dublin

Upplifðu heitt súkkulaði á Butlers Chocolate Café
Borgin er full af söfnum en eitt sem stendur upp úr er Safn Holdsveikra.
Grafton street er þeirra verslunargata þar eru margir barir og kaffihús.
Farðu á viskísafnið eða Irish Whiskey Museum!
The Trinity College býður upp á fegurstu og eina elstu bók í heimi.
Barir og knæpur allt fullt af þeim en spurning að skella sér í Guinnes bjórverksmiðjuna?

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Play, innrituð allt að 20 kg farangurstaska og 8 kg í handfarangur.

Flogið út

Brottför föstudaginn 12. apríl frá Keflavík kl 07:00 og lent í Dublin kl 10:35

Flogið heim

Heimför sunnudaginn 14. apríl frá Dublin kl 11:35 og lent í Keflavik kl 13:15

Gisting

2 nætur á 4ra stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn sem og wifi og gistináttaskatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli til  Dublin 20 mín akstur

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi 

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá 
Tripical í ferðinni


Hótel

The Clarence
****

Hótelið The Clarence er upprunalegt rokkhótel Dublin og er staðsett í hjarta Dublin. Þetta boutique-hótel býður upp á herbergi með stórum king-size rúmum úr smíðajárni og flauelsgardínum. Hótelið er staðsett í miðbæ Dublin og státar af útsýni yfir ána Liffey.

Öll sérinnréttuðu herbergin eru búin sérhönnuðum handsmíðuðum húsgögnum og lampa við rúmstokkinn með lituðu gleri. Það er ókeypis WiFi í öllum herbergjum en þau eru með gólfum úr amerískri hvítri eik og sérbaðherbergi með kalksteinsgólfi.

Hið líflega Temple Bar-hverfi Dyflinnar er í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð frá The Clarence en O’Connell Street og Grafton Street eru báðar í 10 mínútna göngufjarlægð. Trinity College og Dyflinarkastalinn eru í minna en 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com 

 Verðin

 109 990 kr

Á mann í tvíbýli

50 000 kr

Einbýli - aukagjald

Verðin miðast við 20 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.


Arnar Magnússon

 Fyrirtækjaferðir - Sölustjóri
S. 519-8900
GSM. 848 1520