til Vilníus
25. apríl til 28. apríl 2024

Höfuðborg Litháen, Vilníus, er athyglisverð borg með fjölbreytt aðdráttarafl, og ekki skemmir fyrir hið frábæra næturlíf sem þar er að finna

Barokk kirkjur rísa upp hér og þar um borgina, þar á milli liggja falleg gömul hús og mynda þröngar götur og torg þar sem finna má mikið úrval af fyrsta flokks veitingastöðum. Þetta er skemmtileg borg, og fullkominn áfangastaður fyrir góðmenna hópa.
Ekki skemmir fyrir að við Íslendingar erum brjálæðislega vinsæl í Vilníus. Við vorum fyrsta þjóðin til að samþykkja sjálfstæði Litháen á sínum tíma, og þeirri ákvörðun okkar gleyma Litháar ekki. Í borginni má finna Íslandsstræti, Íslandsbari og margt fleira sem tengist okkur Íslendingum. Hér á þér eftir að líða eins og kóngi í ríki sínu.
Vilníus er vönduð nútímaborg, hún er ansi þétt og samanþjöppuð af höfuðborg að vera, og því furðu auðvelt að kynnast henni náið. Hún byður upp á listasöfn á heimsmælikvarða, fallegan arkitektúr í gamla bænum, sem er friðaður af UNESCO, steinlagðar götur og glæsilegar kirkjur, sem ásamt afar líflegu menningarlífi gera hana að frábærum áfangastað fyrir næstu menningarferð þína.

 Hvað er hægt að gera í Vilnius

Uzupis hverfið er sérstök og óvenjuleg upplifun
Farðu upp í einhverja háa byggingu og njóttu útsynisins
Svífðu um í loftbelg
Gakktu í gegnum Hlið dögunnar og bíddu eftir kraftaverki
Röltu um Íslandsstræti og fáðu þér kokteil á Alchemikas
Göngutúr um gamla miðbæinn 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Wizzair, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.

Brottför

 Brottför á fimmtudegi frá Keflavík kl. 15:55 og lent í Vilnius kl. 22:55.

Heimkoma

Heimför á sunnudegi frá Vilnius kl. 15:30 og lent í Keflavík kl. 16:50. 

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Vilnius

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Hótel

****

Þetta nútímalega hótel er staðsett í hjarta Vilníus, hinum megin við ána frá gamla bænum og áhugaverðustu stöðunum. Marriott Vilnius býður upp á ókeypis WiFi og líkamsræktarstöð.

Courtyard by Marriott Vilnius City Center býður upp á nútímalegan arkitektúr og glæsileg herbergi með loftkælingu, skrifborð og flatskjá með gervihnattarásum. Sérbaðherbergin eru með sturtu og ókeypis snyrtivörur.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í boði daglega á gististaðnum. Á veitingastaðnum geta gestir notið alþjóðlegrar matargerðar og frábærs útsýnis yfir Gediminas-turninn.

Hótelið býður upp á viðskiptamiðstöð, sólarhringsmóttöku og bílakjallara með beinan aðgang að gististaðnum. Móttakan er rúmgóð og björt, en þar er gott að hafa það náðugt á milli þess að skoða áhugaverða staði í Vilnius og rölta meðfram árbakkanum.

Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 9,3 fyrir staðsetingu á booking.com

Verðin

109 990 kr

á mann í tvíbili

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Radisson Collection Astorija Hotel var byggt árið 1901, er staðsett í hjarta gamla bæjar Vilniusar og býður upp á innilaug og líkamsræktaraðstöðu. Allir helstu áhugaverðu staðirnir eru í göngufæri.

Radisson Collection Astorija Hotel býður upp á ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu. Öll herbergin eru með loftkælingu, kapalsjónvarpi, minibar og baðherbergi.

Fíni veitingastaðurinn Astorija Brasserie framreiðir nútímalega franska matargerð. Þaðan er útsýni yfir bæjartorgið og St. Casimir-kirkju. Á hótelinu er einnig barinn Astorija, þar sem gestir geta slakað á með drykk og dáðst að útsýninu. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er borið fram á morgnana og gestir sem fara snemma geta fengið Grab & Run-morgunverð til að taka með.

Rútu- og lestarstöðin er í 1 km fjarlægð frá Radisson Collection Astorija Hotel. Flugvöllurinn er í 6 km fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 9,3 og 9,9 fyrir staðsetningu á booking.com.

Verðin

119 990 kr

á mann í tvíbili

45 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Radisson Blu Hotel Lietuva
****

Glæsilega 4 stjörnu Radisson Blu Hotel Lietuva er staðsett á bökkum árinnar Neris í miðbæ Vilnius. Það er með bílastæði á staðnum, rúmgóð herbergi með ókeypis WiFi og líkamsræktarstöð.

Öll herbergin á Hotel Lietuva eru með loftkælingu og innréttuð með hlýlegum litum. Þau eru með LCD-sjónvarp með mörgum rásum, öryggishólf og minibar. Þau eru með nútímalegt baðherbergi með snyrtispegli og ókeypis snyrtivörum.

Veitingastaður hótelsins, Riverside, framreiðir fjölbreytt morgunverðarhlaðborð og úrval alþjóðlegra og skandinavískra rétta. Gestir geta heimsótt Skybar, sem er staðsettur á 22. hæð. Þar er útsýni yfir gamla bæinn.

Radisson Blu Hotel Lietuva er í 9 km fjarlægð frá Vilnius-alþjóðaflugvelli. Fallegi gamli bær borgarinnar er í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 9,3 fyrir staðsetingu á booking.com 

Verðin

104 990 kr

á mann í tvíbili

25 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 42 manns. 

Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 



Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com