Til Amsterdam
11. október - 14. október 2024

Amsterdam er höfuðborg Hollands og stærsta menningar-miðstöð landsins. Þar er eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert í leit að menningu og sögu, hressandi djammi, eða bara indælli afslöppun í fornfrægri evrópskri borg.

Fyrr á öldum var Amsterdam lítið fiskiþorp, sem óx og stækkaði í þá mikilvægu viðskiptaborg sem hún er í dag. Nafn borgarinnar var upphaflega Amstelredamme, en því var síðar breytt í Amsterdam. Nafnið kemur frá ánni Amstel. Þarna búa ekki nema rúmlega milljón manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, en við mælum eindregið með því að leigja hjól og ferðast þannig um þetta dásamlega umhverfi.
Hér má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Tilvalið að stilla sér upp og taka eins og eina ÉG ER Í AMSTERDAM sjálfu. Að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Þar flýtur þú framhjá fallegum gróðri, blómstrandi trjám og sögulegum byggingum, sem virðast einhvern veginn allar vera álíka skakkar og gestir hinna svokölluðu kaffihúsa borgarinnar (sem flest hver bjóða upp á ögn meira krassandi stöff en uppáhelling)

Hvað er hægt að gera í Amsterdam

Canal hringurinn svokallaði liggur með síkjum frá 17. öld og sigling þar er æðisleg upplifun
Jordaan hverfið er mjög skemmtilegt- fátækrahverfi fyrri ára orðið hipp og kúl verslunarsvæði
Af fjölmörgum almenningsgörðum er Vondelpark hvað vinsælastur
KattenKabinet er merkilegt listasafn, þar eru eingöngu myndir  af köttum

Oude Kerk er kirkja frá 1300. Það er mjög vinsælt að fara upp í turn hennar
Götumarkaðir eru ótrúlega margir og hver öðrum skemmtilegri

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug með Play 1 innrituð taska 20 kg og 
8 kg handfarangur sem passar undir sætið f. framan.

Brottför 

Brottför á föstudaginn 11. október frá Keflavík til Amsterdam kl. 06:10  og lent kl 11:25.

Heimför 

Brottför á mánudeginn 14. maí frá Amsterdam til Keflavík kl 12:25 og lent kl. 13:40 

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli, Innifalið er morgun-verður, wi-fi og borgar-skatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 25 mín

Farastjórn

Sé þess óskað -Gegn gjaldi

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 

Hótel

****

Mövenpick Hotel er staðsett í miðborg Amsterdam  við enda IJ-fljótsins sem býður upp á glæsilegt útsýni. Það er einnig staðsett á móti Muziekgebouw Bimhuis-sporvagnastöðinni. Þetta lúxushótel státar af vellíðunaraðstöðu og líkamsræktarstöð.
Herbergin eru hljóðeinangruð með loftkælingu og útsýni yfir fljótið og miðborgina. Hvert herbergi er með ókeypis Wi-Fi aðgangi, minibar, gervihnattasjónvarpi, te- og kaffi aðstöðu.
Silk Road-veitingastaðurinn framreiðir alþjóðlegan matseðil með einstökum réttum og grilluðum sérréttum. Silk Bar-barinn býður upp á máltíðir og fjölbreyttan drykkjarseðil með kokkteilum.
Heilsulindin býður upp á líkamsræktaraðstöðu og slökunarsvæði. Gestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðinni, eimbaði, lífrænu eimbaði og einstakri sturtuaðstöðu sér að kostnaðarlausu.
Mövenpick Hotel er staðsett aðeins einu sporvagnastoppi frá aðaljárnbrautarstöðinni í Amsterdam en þaðan fara sporvagnar, strætisvagnar og neðanjarðarlestir um alla borgina. NEMO-vísindasafnið er í rúmlega 15 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

159 990 kr

á mann í tvíbili

70 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Radisson Blu Hotel er staðsett í rólegum hluta miðbæjar Amsterdam, í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð frá hinu líflega Dam-torgi.

Rúmgóðu herbergin eru innréttuð eftir litríkum þemum, þar á meðal gullöldinni og náttúrulega flottum. Öll eru með ókeypis Wi-Fi Interneti og setusvæði með LCD-sjónvarpi.

Waterlooplein og Kalverstraat-verslunargatan eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá Radisson Blu. Spui-sporvagnastoppið býður upp á 6 sporvagnalínur til ýmissa hluta Amsterdam, þar á meðal mikilvæg viðskiptahverfi eins og Amsterdam RAI og World Trade Centre.

Veitingastaðurinn framreiðir alþjóðlegar mat og flott morgunverðarhlaðborð. Það er líka bar og ýmsir veitingastaðir eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

199 990 kr

á mann í tvíbili

110 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 90 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 6633313

Netfang. arna@tripical.com