
Til Parísar10. október til 13. október 2024
París hefur orð á sér fyrir að vera fegurst og rómantískust allra borga. Uppspretta helstu tískustrauma, listræn og gourmet gómsæt. Fólk sem þangað kemur, vill fara aftur. Aðrir hafa hana efst á óskalistanum, staðráðnir í að heimsækja hana við fyrsta tækifæri.
Ein af stórborgum Evrópu, með rúmar 2 milljónir íbúa í sjálfum kjarnanum, en um 12 milljónir í borginni allri. En París er stórborg með stóru S-i af fleiri ástæðum. Hún gegnir lykilhlutverki í þróun menningar og lista í heiminum, sem og í hönnun og matargerð. Þar er að finna næstflesta Michelin veitingastaði í einni borg, (aðeins Tokyo hefur fleiri). Síðast en ekki síst er París Mekka tískunnar, og heimastaður stærstu og frægustu tísku- og snyrtivörurisa heimsins, eins og
Louis Vuitton, Chanel, Dior, Yves Saint-Laurent, Guerlain, Lancôme, L'Oréal og Clarins, svo einhverjir séu nefndir.
Ofan á allt þetta bætist svo stórkostlegar byggingar hennar, stræti og torg. París hefur einhvern veginn allt!
Hvert sem litið er má sjá söguleg stórhýsi og minjar, og stór hluti borgarinnar er skráður á Heimsminjaskrá UNESCO.
Þekktastur af mörgum frægum áningarstöðum verður að teljast sjálfur Eiffel turninn, en hann á einmitt metið í heimsóknum ferðamanna, á heimsvísu. Fleiri merkilegir staðir fylgja fast á eftir, hér höfum við Notre-Dame kirkjuna, Louvre listasafnið með sína Monu Lisu, hinn magnaða Sigurboga, Moulin Rouge kabarettinn, og ekki síður merkilega bourlesque kabarettinn Lido.
Af öllu því sem hér er nefnt, má ekki þykja skrýtið að París er einn alvinsælasti ferðamannastaður heimsins, og þangað koma árlega í kringum 45 milljónir manns í heimsókn.
Hvað er hægt að gera í París
Ekki er vitlaust að fá sér ParisPass, sem veitir aðgang að öllum stærstu áningarstöðum
Versalir eru það sem kallað er á frönsku à voir
(must see)!
Það er eiginlega ekki hægt að sleppa alvöru kabarett sýningu, á einhverjum af fjölmörgum leikhúsum borgarinnar.
Katakomburnar í París eru ansi stórbrotnar!
Picasso
safnið inniheldur frumútgáfur af helstu verkum meistarans
Við getum því miður ekki mælt með einum veitingastað - prófaðu bara að gera "ugla sat á kvisti".
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til og frá París með áætlunarflugi (Play og Icelandair) Flugtími ca 3,5klt og innifalið er 20 kg innrituð taska og 8 kg handfarangur.
Flugtímar út
Brottför 1 - Play
Flogið er í morgunflugi 06:00 frá Keflavík, 10. október, og lent í París um kl 11:30
Brottför 2 - Icelandair
Flogið er í morgunflugi 07:40 frá Keflavík, 10. október, og lent í París um kl 13:05
Flugtímar heim
Heimför 1 - Play
Flugið frá París er kl 12:30, 13. október, og lent í Keflavík kl 14:05.
Heimför 2 - Icelandair
Flugið frá París er kl 14:05, 13. október, og lent í Keflavík kl 15:30.
Gisting
3 nætur á 4-5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður wifi og city tax.
Rutur
Rútuferðir til og frá flugvelli 45 - 75 mín
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
****
Le Méridien Etoile snýr í átt að sýningar- og vörusýningamiðstöðinni í París og er staðsett í 1,2 km fjarlægð frá Sigurboganum. La Défense-viðskiptahverfið og miðbær Parísar eru nokkrar neðanjarðarlestarstöðvar frá.
Þessi glæsilegi gististaður er með nútímalegar innréttingar og öll herbergin eru með loftkælingu, sérbaðherbergi og flatskjá. Herbergin eru hljóðeinangruð og boðið er upp á herbergisþjónustu fyrir allar máltíðir.
Club herbergin eru með ókeypis aðgang að LM Club Lounge sem er á efri hæðum hótelsins. Club-setustofan opnast út á Patio Etoile.
Jazz Club Etoile er vel þekktur djassklúbbur í París og býður upp á suma af bestu tónlistarmönnum heims en hann er staðsettur á jarðhæð Méridien Etoile. Klúbburinn er einnig með sérverönd með gróðri þar sem hægt er að fá sér snarl og kokkteila.
Porte Maillot-neðanjarðarlestarstöðin (lína 1) er í 200 metra fjarlægð frá hótelinu. Þessi lína gengur í viðskiptahverfið La Défense og miðbæ Parísar.
Hótelið fær heildareinkunina 7,0 og 8,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbýli
60 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Þessi 19. aldar bygging með áberandi framhlið er heimili Crowne Plaza Paris République, 4 stjörnu hótels staðsett á Place de la République. Full endurnýjað árið 2019, það býður upp á stórt svæði á jarðhæð með sveigjanlegu vinnurými.
Herbergin eru rúmgóð og í nútímalegum stíl. Öll herbergin og svíturnar eru með nútímalegum baðherbergjum og flatskjásjónvarpi.
Crowne Plaza Paris République býður einnig upp á veitingastað og bar. Veitingastaðurinn býður upp á hefðbundna franska matargerð á meðan barinn býður upp á úrval drykkja, kokteila og bragðmikla rétti í opnu rými sem er sveigjanlegt fyrir allar þarfir.
Crowne Plaza er staðsett miðsvæðis í einu af líflegustu hverfum Parísar og er tilvalin stöð til að uppgötva borg ljósanna. Það er aðeins nokkrum skrefum frá neðanjarðarlestarstöð og í göngufæri frá Canal Saint-Martin. Það eru nokkrir veitingastaðir, kaffihús og barir í nágrenninu.
Hótelið fær heildareinkunina 7,9 og 8,9 fyrir staðsetningu á
booking.com
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
70 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Pullman Paris Montparnasse er 4 stjörnu hótel sem er staðsett í hinu líflega Montparnasse-hverfi á vinstri bakka Signu. Hótelið var enduruppgert að fullu árið 2021. Montparnasse-lestarstöðin er í aðeins 370 metra fjarlægð.
Hvert herbergi er með loftkælingu, flatskjá, minibar og sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis WiFi er í boði hvarvetna.. Gestir geta notið víðáttumikils útsýnis yfir Montparnasse-hverfið. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.
Veitingastaðurinn Fi'lia framreiðir hefðbundna ítalska rétti en veitingastaðurinn Umami býður upp á alþjóðlega matargerð og "des plats de rue" með opnu eldhúsi. Gestir geta slakað á og fengið sér drykk á 2 mismunandi börum. Skybar er staðsettur á 32. hæð og býður upp á víðáttumikið útsýni yfir París. Einnig er kaffihús á staðnum þar sem boðið er upp á focaccia og kokkteila.
Gestir geta nýtt sér líkamsræktaraðstöðuna. Á 3 hæðum eru fundarherbergi og ráðstefnuherbergi.
Saint Germain des Pres og Eiffelturninn eru í innan við 20 mínútna fjarlægð með neðanjarðarlest frá hverju herbergi. Jardin du Luxembourg er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Pullman hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 8,6 fyrir staðsetningu á
booking.com
Verðin
159 990 kr
á mann í tvíbýli
75 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Hyatt Regency Paris Etoile*****
Hyatt Regency Paris Etoile, áður hið fræga Hotel Concorde La Fayette, er 1,5 km frá bæði Sigurboganum og hinu fræga Champs Elysées.
Öll herbergin eru með skrifborði, sjónvarpi, loftkælingu og öryggishólfi. Öll herbergin á Hyatt Regency Paris Etoile bjóða upp á útsýni yfir París. Lúxus baðvörur eru til staðar á baðherberginu.
Veitingastaðurinn MAYO í anddyri hótelsins tekur á móti gestum í vinalegu andrúmslofti með árstíðabundinni matargerð. Einnig er hótelið með frábæran rooftop bar Windo Skybar, hæsta bar í París!
Hótelið er í 5 mínútna fjarlægð með neðanjarðarlest og vel tengt Palais des Congrès og La Defense viðskiptahverfsins. Á hótelinu er meðal annars sólarhringsmóttaka og gjaldeyrisskipti.
Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Fallegir salir eru á hótelinu og sumir með dagslbirtu. Hægt er að vera með árshátíðarkvöldverðinn á hótelinu.
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
60 000 kr
aukagjald í einbýli