
Til Verona
10. - 13. október 2024 &
10. - 14. október 2024
Verona er á norðausturhluta Ítalíu og er oft kölluð litla Róm. Hver þekkir sögu Shakespeares um Rómeó og Júlíu, en Verona er sögusviðið
Verona er ein ríkasta borg Norður-Ítalíu af rómverskum fornleifum. Merkilegast af þeim er hringleikahúsið eða Arena, og er það þriðja stærsta rómverska hringleikahúsið sem varðveist hefur og er nú notað fyrir óperur og tónleikahald.
Verona er borg í Veneto-héraði með gömlum miðaldabæ sem byggður er meðfram Adige-fljótinu.
Hinn friðsæli bær var sögusviðið fyrir þrjú af leikritum Shakespeares - frægast þeirra, Rómeó og Júlía, innsiglaði varanlega orðstír Verónu sem borg ástarinnar.
Hvað er hægt að gera í Verona
Farðu í matar og vínsmakk um dásamlegu Verona.
Skoðaðu ótal mörg falleg torg og rómverska hringleikhúsið, farðu á tónleika.
Vafraðu í gegnum Centro Storico, þar er t.d að finna hús Júlíu.
Hvert sem litið er má smella mynd og safna í minningarbankann.
Kíktu á ströndina við La Garda vatnið.
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint Flug með Play og Icelandair, innifalin taska 20kg og 10kg handfarangur
Flug út
Brottför 1: (170 manns)
fimmtudaginn 10. október kl 14:50 og áætluð lending í Feneyjum
er kl 21:10
Brottför 2: (70 manns)
fimmtudaginn 10. október kl 08:30 og áætluð lending í Mílanó
er kl 14:45
Flug heim
Heimför 1: (170 manns)
sunnudaginn 13. október kl 22:05 frá Feneyjum
og áætluð lending í Keflavík er kl 21:10
Heimför 2: (70 manns)
Mánudaginn 14. október kl 15:45 frá Mílanó
og áætluð lending í Keflavík er kl 18:00
Gisting
3/4 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Mílanó flug:
Rútuferðir frá Mílanó
til Verona og til baka taka um 2klst
Feneyja flug: Rútuferðir frá Feneyjum
til Verona og tilbaka tekur um 1,5klst
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*
*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)
Hótel
Hotel San Marco Fitness Pool & Spa****
Hotel San Marco Fitness Pool & Spa er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Marcantonio Bentegodi leikvanginum. Loftkæld herbergin eru með flatskjá.
Heilsulind er í boði gegn aukagjaldi og er með fjölbreytt úrval af afslappandi meðferðum, þar á meðal Kneipp-jurtaböð, gufubað, heitan pott og innisundlaug. Ókeypis útisundlaug er opin yfir sumarmánuðina.
Rútur til sögulega miðbæjar Verona, í 4 km fjarlægð, stoppa beint fyrir framan Hotel San Marco Fitness Pool & Spa. Verona Villafranca-alþjóðaflugvöllurinn og Montichiari-flugvöllurinn eru í um 10 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,0 og 7,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbýli í 3 nætur
40 000 kr
aukagjald í einbýli í 3 nætur
169 990 kr
á mann í tvíbýli í 4 nætur
60 000 kr
aukagjald í einbýli í 4 nætur
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 240 manns, ekki hafa verið tekið frá flug og hótel. Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir