til Osló
17. maí til 20. maí 2024

Er ekki kominn tími til að heilsa upp á norska náfrændur okkar og frænkur, og skoða þeirra skemmtilegu höfuðborg, Osló? Slík heimsókn mun koma þér skemmtilega á óvart! 

Neðst í Noregi, í botni Oslóarfjarðar, stendur Oslóborg, með haf á eina hlið, fögur fjöll og grænar hæðir á hinar. Hún hlaut borgarréttindi í lok Víkingatímans um 1040, og bar þá nafnið Ánslo, en varð í kringum 1300 að höfuðborg Norðmanna. Hún varð eldi að bráð og  eyðilagðist mikið árið 1624, en var endur-byggð á nýjum stað og hét  Christiania, í höfuð ríkjandi kóngs, Kristjáns IV. Því nafni hélt hún allt til ársins 1925. 
Oslo er nútímaleg heimsborg, og hefur lengi verið mjög ofarlega á listum yfir borgir Evrópu með mestu lífsgæði.
Á sumrin ríkir þar þægilegur sumarhiti, en á veturna getur orðið kalt, og tilvalið að skella sér á skíði.
Oslo er mjög græn borg, snemma á vorin byrjar gróður að blómstra og hinir fjölmörgu almenningsgarðar og skógar í nágrenninu skarta sínu fegursta. Þar er tilvalið að ganga um í góðu veðri, eða fá sér hjólatúr, en hjólaaðgengi er afar gott í borginni.
Hægt er að mæla með hverfum eins og Frogner og Fagerborg, þar er að finna fallegar og sjarmerandi byggingar. Þá er svæðið við Holmenkollen mjög vinsælt árið um kring, á sumrin fyrir gönguferðir og á veturna til gönguskíðaiðkunar, 
Miðbærinn býður svo auðvitað upp á mikið úrval af veitinga- og skemmtistöðum af ýmsu tagi.

Hvað er hægt að gera í Osló

Fyrir safnaþyrsta er mjög sniðugt að fá sér svokallaðan Oslo passa sem veitir aðgang að öllum helstu söfnum borgarinnar
Áhugafólk um gömul skandinavísk timburhús ættu að kíkja í hverfi eins og Kampen, Vålerenga, Rodeløka og Telthusbakken
Víða í kringum Osló eru vötn sem hægt er að synda í á sumrin 
Hinn fallegi Slottsparken umlykur konungshöllina og er kjörið göngusvæði 
Grünnerløkka er mjög skemmtilegt hverfi með alls kyns börum og veitingastöðum
Norðmenn eru stoltir af sínum pylsum - ekki úr vegi að smakka og bera saman við Bæjarins bestu!

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair, 1 innritaðri 23 kg tösku og handfarangur

Brottför

Brottför föstudaginn 17. maí 2024 frá Keflavík kl. 07:50, lent í Osló kl. 12:35

Heimför

Heimför 20. maí 2024 frá Osló kl. 13:50, lent í Keflavík kl. 14:45

Gisting

4 nætur á 4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Osló.

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 


Hótel

****

Þetta hótel er staðsett miðsvæðis í Osló og í um 5 mínútna göngufjarlægð frá konungshöllinni og listasafninu Nasjonalmuseet. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi og vellíðunaraðstöðu með innisundlaug, vel búinni líkamsræktarstöð og gufuböðum. Summit Bar er á 21. hæð og býður upp á glæsilegt útsýni yfir borgina og fjörðinn.

Öll herbergin á Radisson Blu Scandinavia Hotel, Oslo eru hönnuð og innréttuð á nútímalegan hátt. Öll herbergin eru með flatskjá, ísskáp, skrifborð og öryggishólf. Herbergin á efri hæðunum eru með útsýni yfir borgina og fjörðinn.

26 North Restaurant Social Club er á staðnum og býður upp á matseðil með innblástur frá fjörðum, býlum og skógum Noregs.

Sporvagnar svæðisins og flugrúta stoppa beint fyrir utan hótelið. Helsta verslunargatan, Karl Johans Gate, og Nationaltheatret-lestarstöðin eru í um 500 metra fjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 7,8 og 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

154 990 kr

á mann í tvíbýli

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Þetta 37 hæða hótel er staðsett í iðandi miðbæ Oslóar og býður upp á nýtískulega líkamsræktarstöð, þakveitingastað og nútímaleg herbergi með ókeypis Wi-Fi. Aðallestarstöðin í Osló er í 100 metra fjarlægð.

Öll glæsilegu herbergin á Radisson Blu Plaza Hotel, Oslo eru með skrifborði, gervihnattasjónvarpi og te/kaffivél. Mörg herbergin bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir miðbæinn og Óslóarfjörðinn.

Top Restaurant and Bar býður upp á úrval af à la carte réttum ásamt víðtækum vínlista.

Tómstundavalkostir á Radisson Blu Plaza Hotel eru gufubað og sundlaug.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

159 990 kr

á mann í tvíbýli

70 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Öll herbergin á Clarion Hotel Oslo eru með ókeypis Wi-Fi Interneti og flatskjá, ásamt þægilegum rúmfötum og nútímalegum húsgögnum. Sérbaðherbergin eru með ókeypis snyrtivörum og líkamsvörum.

Vistvænt morgunverðarhlaðborð er borið fram daglega á hótelinu. Shutter Bar býður upp á dýrindis kokteila og drykki, með auka setusvæði utandyra yfir sumarmánuðina.

Gestir geta verið virkir í vel búna líkamsræktarsalnum. Fyrir viðskiptaferðamenn býður Clarion Hotel Oslo upp á 1500 fermetra af ráðstefnu- og fundarherbergjum, sem rúmar 1200 manns.

Karl Johan-verslunargatan er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Clarion Hotel Oslo, en aðallestarstöðin í Osló er í 500 metra fjarlægð. Næsti flugvöllur er Gardermoen-flugvöllurinn, 37 km frá gististaðnum.

Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

144 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 30-60 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.


Arna Rut Kristinsdóttir

 Fyrirtækjaferðir - Sölustjóri
S. 519-8900
GSM. 663 3313