
til London
30. apríl til 2. maí 2024
Allir þekkja London. Allir hafa skoðun á London. Hún er umtöluð, umdeild, en umfram allt ein sögufrægasta og merkilegasta stórborg síðari alda. Og hún ætti að vera á Bucket
listanum þínum.
Það er erfitt að vita hvar maður á að byrja og hvar að enda, þegar hin risavaxna London er annars vegar. Hún er hávær, orkumikil, full af lífi og ólíkum menningarstraumum sem blandast saman í einn magnaðan kokteil.
Það er gott að vera ögn undirbúinn fyrir heimsókn þangað, ákveða hvaða staðir borgarinnar verða fyrir valinu í þetta skipti, því London verður langt frá því fínkemd á stuttum tíma. Vinsælast á meðal ferðamanna er þó miðbærinn, þar sem West End, Soho
hverfið, Leicester Square
og Covent Garden
er að finna, auk þess rennur Thames áin þar nálægt, með hinu vinsæla London Eye hjóli og fjörugri götumenningu á Suðurbakkanum.
Borgin skiptist upp í fjölmörg hverfi sem hvert og eitt er þekkt fyrir sitt eigið nafn og einkenni. Hverfin eru sum hver ansi gömul og nefnd eftir kennileitum sem nú eru hvergi sjáanleg.
Svo rótgróin er þessi hverfaskipting að hver staður hefur sinn eigin díalekt og heimahverfi fólks þekkist oft á hreimnum í tali þeirra. Frægt dæmi um þetta eru leikarar á borð við Michael Caine sem ólst upp í fátækrahverfinu Hackney og notaði lengi vel sterkan Hackney hreim í tali sínu. Þess má geta að í dag þykir Hackney hverfið mjög hipp og kúl, þar er blómstrandi lista- og menningarlíf, og flottir barir og veitingastaðir á hverju strái.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og handfarangur 10 kg.
Brottför
Brottför 30. apríl frá Keflavík kl. 07:40 og lent í London kl. 11:55
Heimför
Heimför 2. maí frá London kl. 21:25 og lent í Keflavík kl. 23:40
Gisting
2 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í London
Farastjórn
Sé þess óskað -Gegn gjaldi
Hvað er hægt að gera í London
Á West End má finna stórar og flottar leiksýningar sem gengið hafa fyrir fullu húsi í fjölmörg ár
Buckingham höllin er eitthvað sem maður þarf að skoða. Hún er opin til skoðunar á sumrin, en heimsóknarinnar virði þótt ekki sé farið inn
Þú veist að þegar þú kemur aftur heim færðu spurninguna: Fórstu í London Eye?
Hampstead Heath er risastórt grænt svæði í norðurhluta borgarinnar. Falleg náttúra og frábært útsýni yfir borgina
Piccadilly Circus er einn mest ljósmyndaði staður borgarinnar
Tate Modern
listasafnið stendur við Thames ánna og býður alltaf upp á spennandi sýningar
Hótel
Leonardo Royal London Tower Bridge ****
Þetta hótel er staðsett í miðbæ London, í 15 mínútna göngufjarlægð frá Tower of London,Tower Hill-neðanjarðarlestarstöðin er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð.
Tower Bar and Grill-veitingastaðurinn býður upp á úrval af grillréttum, à la carte-réttum og tapasréttum. Úrval kokkteila og vína er í boði á flotta setustofubarnum.
Fenchurch Street-lestarstöðin er í minna en 10 mínútna göngufjarlægð o g Tower Bridge er í 10 mínútna göngufjarlægð. London Bridge er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Á meðal tómstundaaðstöðu á hótelinu eru 25 metra sundlaug og líkamsræktaraðstaða. Það er viðskiptamiðstöð á staðnum, og það eru vel búnar viðburðarsvítur sem gestir geta notað.
Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 8,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbili
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
*****
Waldorf Hilton er staðsett í West End í London, 150 m frá Konunglega óperuhúsinu. Það státar af rúmgóðum, glæsilegum herbergjum, ljósakrónuupplýstum veitingastað og líkamsræktarstöð.
Yfir 100 ára gamalt Waldorf Hilton er staðsett í hinu fræga leikhúslandi London. Lyceum Theatre og Leicester Square eru í 10 mínútna göngufjarlægð en Covent Garden-neðanjarðarlestarstöðin er í 5 mínútna göngufjarlægð.
Öll lúxus og stílhrein herbergin á Waldorf Hilton eru með veggfestu plasma-sjónvarpi og sérbaðherbergi með regnsturtu, lúxussnyrtivörum og handlaug frá Edwardískum marmara og krómi.
Homage Grand Salon er umkringd fallegum súlum og ljósakrónum og býður upp á "Afternoon te" og ferskar skonsur, ásamt nútíma evrópskri og breskri matargerð.
Hinn líflegi Good Godfrey's Bar býður upp á úrval af klassískum kokteilum í flottum innréttingum.
Hótelið fær heildareinkunn 8,0 og 9,5 fyrir staðsetningu.
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbili
65 000 kr
aukagjald í einbýli