Til Milano
10.-14. október 2024

Milano er tísku-höfuðborg Evrópu. Þar má finna fullt af menningu, tísku, gómsætum mat, sögufrægu byggingum og frægum listaverkum svo sem síðustu kvöldmáltíð  Da Vinci.

Ítalía er draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað það mikilvægasta: Maturinn! Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítali, sem erfitt er að útskýra. Þeir eru bara svo töff!   
Milanó er svo ótrúleg, gamla borgin, borg miðaldarinnar, endurreisnartímans.  Glæsileg torg, kirkjur, þröng sund og margt fleirra. 
 
Síðan á sjönda áratug síðustu aldar hefur tísku iðnaðurinn blómstrað í Milanó. Í borginni má finna höfuðstöðvar mikið af frægustu tískuhúsum heims á borði við 
—Armani, Versace, Ferré, Prada, Dolce & Gabbana, and Missoni.
Borgin er líka stútfull af frábærum veitingastöðum, börum, búðum og skemmtistöðum.  Það leiðist alla vega engum í Milano!

Hvað er hægt að gera í Milano

Kíktu á síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo da Vinci
Milan Cathedral, kíktu á frægu kirkjuna
Galleria Vittorio Emanuele II verslunargatan fyrir þá sem vilja versla hátísku 
Pizzeria, Trattoria, Osteria út um allt og margir staðir hafa verið með sama matseðilinn í 25 ár, Ítalir klikka ekki á matnum. Svo er hægt að fara í matarferð með leiðsögn. Buon appetito!
Farðu á óperu á Teatro alla Scala

Farðu í dagsferð til Lake Como

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair, innifalin farangurstaska allt að 23kg og 10kg handfarangur

Flogið út

Brottför fimmtudaginn 10. október  kl 08:20 og áætluð lending í Mílanó er kl 14:30

Flogið heim

Heimför mánudaginn 14. október kl 15:30 frá Mílanó til Keflavík og lent um kl 17:45

Gisting

4 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn (6€ á mann per nótt).

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli ca 40 mín akstur

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical.

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppinn einstakling/par sem fær óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni

Hótel

****

Smart Hotel Milano Central Station, er í aðeins 200 metra fjarlægð frá lestarstöð Mílanó og er nútímalega hannað og 2 hæða móttöku. Það býður upp á víðáttumikið morgunverðarhlaðborð, ókeypis WiFi hvarvetna og loftkæld herbergi með tv.

Herbergin á Smart Hotel Milano Central Station eru innréttuð með hvítþvegnum veggjum og einföldum, nútímalegum innréttingum. Þau innifela minibar, gervihnattarásir og greiðslurásir.

Morgunverðarhlaðborðið felur í sér svæðisbundna osta og skinku ásamt heimabökuðum kökum og sætabrauði. Umhyggjusamt starfsfólkið getur mælt með kaffihúsum og veitingastöðum á svæðinu þar sem gestir geta fengið sér hádegis- og kvöldverð.

Dómkirkjan í Mílanó og Scala-óperuhúsið eru í 10 mínútna fjarlægð frá hótelinu með neðanjarlarlest á gulu línunni. Strætisvagnar á flugvellina Malpensa, Linate og Orio Al Serio eru í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,6 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

169 990 kr

Á mann í tvíbýli

75 000kr

Auka fyrir einbýli

Hótel

****

Radisson Blu Hotel er hönnunargististaður sem staðsettur er á rólegu svæði í 10 mínútna göngufæri frá Viale Certosa. Boðið er upp á ókeypis slökunarsvæði og nútímaleg herbergi með flatskjá með gervihnattarásum og ókeypis WiFi. Sporvagn sem gengur í sögulega miðbæinn stoppar í 100 metra fjarlægð.

Herbergin á Radisson Blu Hotel Milan eru fáguð og þau eru með nútímalegar innréttingar í jarðlitum. Þau eru með minibar og loftkælingu. Gestir fá ókeypis aðgangs að stafrænum dagblöðum og tímaritum frá fleiri en 100 löndum með eigin snjallsíma eða spjaldtölvu.

Ókeypis heilsuræktin á þessu Radisson Blu er með líkamsræktaraðstöðu, gufubað og bio-gufubað.

Leonardo Restaurant framreiðir frumlega og skemmtilega rétti sem eru undir áhrifum frá ítalskri hefð. Það er hægt að borða í garðinum. Setustofubarinn er nýtískulegur með stemningslýsingu og fjölbreytt úrval af drykkjum.

Þetta hótel hefur fengið Green Key eco-label-viðurkenninguna en það er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Villapizzone-lestarstöðinni. Rho Fiera-sýningarmiðstöðin er í 15 mínútna akstursfjarlægð. MiCo-ráðstefnumiðstöðin er í um 5 mínútna akstursfjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 7,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

 174 990 kr

Á mann í tvíbýli

75 000 kr

Auka fyrir einbýli

Verðin miðast við 80 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com