
11. nóvember til 15. nóvember 2024Til Hanover
Hamborg er sögufræg stórborg, sem iðar af evrópskum lífskrafti og gleði. Þar finnur hver sinn hentuga takt, allt eftir því hvernig ævintýri eru efst á óskalistanum.
Hamborg hefur allt frá 13. öld verið mikilvæg hafnarborg og öflug miðstöð verslunar og viðskipta. Byggingar þar bera því fjölbreyttan stíl, stórbrotin mannvirki með mikla sögu, en einnig einstakur nútíma arkitektúr, eins og tónleikahúsið Elbphilharmonie
ber vott um. Það má sannarlega mæla með heimsókn þangað, og njóta meðal annars glæsilegs útsýnis yfir borgina og hafnarsvæðið. Af sögulegum byggingum má nefna hina risastóru barokk kirkju St. Michael’s og art deco skrýdda skrifstofuháhýsið Chilehaus. Þá er magnað að ganga um Speicherstadt
hverfið, en það er skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
Þau sem vilja eyða deginum úti í almennri gleði ættu að kíkja í almenningsgarðinn Planten un Blumen, sem býður upp á ýmis konar afþreyingu og fjölbreytta blómaflóru víðs vegar að úr heiminum. Áhugafólk um listir ætti ekki að láta Hamburgar Kunsthalle
framhjá sér fara. Að sjálfsögðu er svo af nógu að taka þegar kemur að mat og drykk, hvort sem um er að ræða þjóðlega þýska rétti eða hvað sem er annað. Þegar kemur að víni og bjór eru Þjóðverjar auðvitað með allt á hreinu, og bjóða stoltir upp á veigar framleiddar í heimalandinu. Það verður því enginn svikinn af þessum merkilega áfangastað, Hamborg er full af lífi, skemmtun og endalausum ævintýrum.
Hvað er hægt að gera í Hamborg
Ottensen hverfið var áður mest byggt af Dönum. Í dag er það eitt af mest hip og kúl hverfum borgarinnar.
Þú getur farið á ströndina! Taktu ferjuna frá Landungsbrücken og sigldu til Neumühlen/Övelgönne. Þar er vinsælasta ströndin.
Ef óvænt (samt ekki) kaupgleði hellist yfir þig, er Mönckebergstrasse málið. Stærsta verslunargata Hamborgar.
Borg sem býr yfir einni af stærstu höfnum Evrópu býður að sjálfsögðu upp á skemmtilegar bátsferðir sem mæla má með
Ef þú vilt fara mjög mjög fínt út að borða er Fischereihafen-Restaurant tilvalinn.
St. Pauli og Reeperbahn hverfin eru fullkomin fyrir gott djamm. Úrval af frábærum börum og skemmtistöðum.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til og frá Berlín með Icelandair með einni innritaðari 23 kg tösku
og 8 kg handfarangri
Brottför
Brottför mánudaginn 11. nóvember kl. 07:30 og lent í Berlín kl: 12:00.
Heimkoma
Heimkoma 15. nóvember frá Berlín kl. 12:55 og lent í Keflavík kl. 15:45
Gisting
4 nætur á 4/5 stjörnu hóteli í miðborg Hamburg. Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútur til og frá flugvelli og skipulagðri fræðsludagskrá ef þörf er á.
Íslensk farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út eitt heppið par eða einstakling
sem fá óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni.
Hótel
***
Þetta hótel býður upp á nútímalega og notalega gistingu í miðbæ Braunschweig, í aðeins 600 metra fjarlægð frá Braunschweiger Dom-dómkirkjunni og hinu sögulega Burgplatz-torgi.
Sem gestur á Pentahotel Braunschweig geturðu búist við stílhreinum herbergjum með þægilegum rúmum, ókeypis greiðslusjónvarpsrásum og regnskógarsturtu. Hefðbundið WiFi er ókeypis og úrvals WiFi er einnig í boði.
Pentalounge hótelsins samanstendur af veitingastað, bar og móttöku. Pentalounge býður upp á úrval af bragðgóðum réttum og hressandi drykkjum á viðráðanlegu verði.
Slakaðu á og umgengst í leikjaherbergi Pentahotel Braunschweig, sem er með biljarðborði. Gestir geta notað aðstöðu leikherbergisins ókeypis.
Eftir annasaman dag, gefðu þér tíma til að slaka á í gufubaði Pentahotels, eða njóta endurnærandi líkamsþjálfunar í nútíma líkamsræktarsal.
Hótelið fær heildareinkunn 7,9 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
174 990 kr
á mann í tvíbili
90 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Þetta fjölskyldurekna hótel í Riddagshausen-friðlandinu býður upp á herbergi með flatskjásjónvarpi og ókeypis bílastæði. Miðbær Braunschweig og A39 hraðbrautin eru í 5 mínútna akstursfjarlægð.
Öll herbergin á 4-stjörnu Das Seela Braunschweig eru með minibar og sum eru einnig með baðsloppa. Flest herbergin eru með ókeypis WiFi og sum herbergin eru með svölum.
Svæðisbundinn og alþjóðlegur matur er framreiddur á veitingastað Helmut. Á sumrin geta gestir borðað á sumarverönd Seela með útsýni yfir Riddagshausen Abbey og 3 stórar tjarnir Riddagshausen.
Hótelið fær heildareinkunina 8,3 og 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
179 990 kr
á mann í tvíbili
75 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við 30 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.