Deloitte til Frankfurt
Í Frankfurt eru mörg fræg söfn, sögulegar byggingar og líflegt lista- og menningarlíf, fullt af krám og góðum veitingastöðum. Allt sem þarf í góðu borgarfríi.
Frankfurt er fyrst og fremst þekkt fyrir að vera höfuðborg viðskipta í Þýskalandi i. Þessi borg er ólík öllum öðrum þýskum borgum. Það glampar á gler, stál og steypu í skýjakljúfunum sem hýsa til að mynda höfuðstöðvar Evrópubankans ásamt einni af stærstu kauphöllum heims. Það þykir einnig eftirsóknarvert að búa í henni, en um það bil 5,5 milljónir búa á Frankfurt svæðinu.
Borgin liggur við ána Main – enda heitir hún Frakfurt am Main. Áin er mikil lífæð og eru flutningar margskonar varnings eftir henni til ýmissa áfangastaða daglegt brauð. Fyrr á öldum var Frankfurt miðpunktur hins Heilaga Rómaveldis þar sem kóngar og síðar keisarar voru krýndir. Rithöfundurinn og mannvinurinn Johann Wolfgang von Goethe fæddist í Frankfurt og vísindamaðurinn Athur Schopenhauer er grafinn þar.
Hvað er hægt að gera í Frankfurt
Fara á Römerberg miðaldatorgið og skoða Réttlætisbrunninn (Gerechtigkeitsbrunnen)
Skoða Kaiserdom kirkjuna og
Pálmagarðinn þar sem ræktaðar eru plöntur frá öllum heimshornum
Fara yfir ána til Sachsenhausen, sem er frægt hverfi fyrir hina mörgu eplavínbari sem þar eru ásamt mörgu öðru áhugaverðu.
Fara upp í Mainturninn sem er 200 m hár með frábæru útsýni yfir borgina
Bátsferð á ánni er frábær hugmynd
Létta pyngjuna í Zeil verslunarmiðstöðinni.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.
Hópur 1
Brottför 22. október frá Keflavík til Dubrovnik
Heimför 25. október frá Dubrovnik til Keflavíkur
Fyrir 189 manns.
Hópur 2
Brottför 23. október frá Keflavík til Dubrovnik
Heimför 26. október frá Dubrovnik til Keflavíkur.
Fyrir 189 manns.
Gisting
3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik.
Farastjórn
2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbili
20 000 kr
aukagjald í einbýli