GARDA VATN
GARDA VATN
Stærsta vatn Ítalíu er stórkostleg perla sem skín af dásemdar náttúrufegurð, og heillandi bæjum þar sem hin sanna afslappaða ítalska lífsgleði, matarást og skemmtun nýtur sín til fulls. Belissimo!
Garda vatn (Lago di Garda) á Norður-Ítalíu hefur lengi laðað til sín gesti sem vilja njóta þeirrar fegurðar sem þar má finna. Strax á tímum Rómverja fóru að rísa miklar villur við vatnið, sem ætluð voru höfðingjafólki í afslöppunarhug, en ferðaiðnað í nútímaskilningi má þó rekja til loka 19. aldar. Í kringum vatnið eru hátt í 20 sjarmerandi bæir, hver með sína sérstöðu, og mikil ánægja að ferðast á milli þeirra, hvort sem er á bát eða bíl. Bærinn Garda er einna vinsælastur og auðvelt að gleyma sér þar, skoða fornar byggingar og sögu, eða bara njóta hinnar yndislegu stemmingar sem þar ríkir. Önnur þorp á svæðinu eru þó engu síðri, nefna má Sirmione, Malcesine, Limone, Borghetto og Salò sem dæmi um áhugaverða staði. Ýmislegt má finna sér
til afþreyingar við Garda vatn. Við norðurhluta vatnsins er ýmis konar vatnasport vinsælt, siglingar, brimbretti, fallhlífaflug og fleira. Suðurhelmingurinn þykir skjólsælli og þar er mikið af góðum göngu- og hjólaleiðum í hlíðunum í kring og meðfram vatninu. Reyndar má finna góðar hjólaleiðir alls staðar við vatnið. Eins og áður sagði vissu Rómverjar af gæðum svæðisins og hægt er að skoða ýmsar fornar rústir og byggingar allt frá þeim tíma. Þar standa líklega efst rústir rómversku villunnar Grotte di Catullo sem er flottur minnisvarði um fornítalska tíma. Í mat og drykk verður enginn fyrir vonbrigðum. Hver bær hefur sína sérrétti og vín, en allir eiga þó sameiginlegt að nota ferskt og gómsætt hráefni úr heimabyggð í sína gúrmei málsverði.
Hvað er hægt að gera við Garda vatn
Gardaland er frábær afþreyingar garður, sá stærsti á Ítalíu!
Þau sem hafa gaman af sögu og fornmunum ættu að skoða Scaliger
kastalann í bænum Sirmione
Fyrir extra dekur er bærinn Sirmione málið, en þar hafa náttúrulaugar verið notaðar í aldaraðir
Farðu með fjallakláf frá bænum Malcesine upp á fjallið Monte Baldo.
Rosalega flott útsýni!
Villa Canale er pínulítið miðaldaþorp sem nefnt hefur verið eitt af földum gimsteinum svæðisins
Göngufólk ætti að labba Punta Larici leiðina. Hún er stórskemmtileg og útsýnið himneskt
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Brottför
Brottför 17.Mai klukkan 15.00 og lent klukkan 21:20
Heimför
Heimför 27.Maí klukkan 22:20 og lent klukkan 00:55
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Madrid 25 - 30 mín
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical
Ferðalottó-Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals****
Featuring an outdoor pool and a bar with retro design, Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals - Adults only is located 5 minutes’ walk from the beach and the marina. Free WiFi is available in all areas. Each room is air conditioned and offers a flat-screen TV, minibar with drinks and safe. The private bathroom offers a bath or shower and hairdryer.. The on-site restaurant offers international and Mediterranean cuisine. Breakfast is served until noon. The hotel also offers entertaining weekly events. A dry cleaning service is also available. Lindner Golf Course can be reached within a 5-minute drive. Palma Airport is 20 km away and the airport shuttle can be organized upon request.
Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu
Verðin
149 990 kr
á mann í tvíbýli
40 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Melia Palma Bay****
Melia Palma Bay býður upp á gistirými við hliðina á Palma-ráðstefnumiðstöðinni ásamt þakverönd með sjávarútsýni og útisundlaug. Ca'n Pere Antoni-ströndin er í 350 metra fjarlægð. Herbergin eru björt og eru með innréttingar í skandinavískum stíl. Öll eru með gervihnattasjónvarp og baðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Það er einnig heilsuræktarstöð á gististaðnum.
Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbýli
55 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Nixe Palace*****
The luxury Nixe Palace is situated next to Cala Major Beach and the Marivent Palace. It offers an outdoor pool, a free spa and air-conditioned rooms with free WiFi access. Rooms at the Nixe Palace are modern. They include satellite TV and a large bathroom with toiletries, bathrobe and slippers. The Nixe’s specialised golf department offers trips to local courses and discounted green fees. Nearby golf courses include Son Vida and Son Muntaner. Hotel Nixe Palace has 3 restaurants, offering the best Mediterranean cuisine, fresh seafood and international dishes. There is also a poolside bar and a garden. The hotel's spa offers a thermal circuit, Turkish steam bath, ice fountain, heated loungers and fantastic sea views. There is also a gym, and massage treatments are available. Entry is subject to a surcharge.
Hótelið fær 8,4 í heildareinkun á booking.com og 9,1 fyrir staðsetningu
Verðin
169 990 kr
á mann í tvíbýli
55 000 kr
aukagjald í einbýli