Gdansk
Einn af vinsælustu áfángastöðum Evrópu
Pólverjar eiga ekki bara Evrópumet í fjölda s-hljóða í tungumáli, þeir eiga líka margar af fegurstu borgum Evrópu og þar á meðal er Gdansk!
Það er ekki að ástæðulausu að Gdansk er að verða einn af vinsælli áfangastöðum ferðamanna í Evrópu. Þessi skemmtilega og fallega hafnarborg stendur eins og lítið smáríki við Eystrasaltið, þar sem áin Motlawa rennur meðfram litríkum hafnarhúsunum.
Hvort sem þú vilt stuð og djamm, eða bara taka því rólega og njóta frísins í huggulegheitum og sjarmerandi umhverfi – þá er Gdansk kjörinn áfangastaður fyrir þig.
Borgin stóð í miðjum upptökum seinni heimsstyrjaldarinnar og varð fyrir miklum áhrifum af því langa stríði. En þótt um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk dagsins í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi, með litríku menningar- og listalífi, og götur hennar og torg iðandi af fjörugu mannlífi, skemmtilegum mörkuðum og listviðburðum.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför 23. apríl frá Keflavík kl. 09:00, lent í Gdansk kl. 14:30.
Heimkoma
Heimför 26. apríl frá Gdansk 16:45, lent í Keflavík 18:50.
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í GDansk
Farastjórn
1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri.
Hvað er hægt að gera í Gdansk
Heimsækja hið magnaða seinni heimstyrjaldar safn borgarinnar
Fara og skoða Oliwa Dómkirkjunna eða skoða gamlar byggingar og söfn, með viðkomu á góðu kaffihúsi eða bar
Kommúnista-túrinn, ferðastu um borgina á gömlum Trabant
Ganga um Dlugi-Torgið og skoða markaðinn
Kvöldið bíður þín svo með spennandi stundum á veitingahúsum, klúbbum og börum borgarinnar
Göngutúr í miðbænum með íslenskri leiðsögn og vodkasmökkun
Hótel
Radisson Hotel & Suites, Gdansk****
Fjögurra stjörnu hótel, vel staðsett rétt hjá torgi. Í göngufæri er úrval veitingastaða, bara og verslana. Ca. 7 mínútna ganga er í verslunarmiðstöðina Forum. Á hótelinu er veitingastaður, bar og líkamsræktaraðstaða. Einnig er áætlað að sundlaug muni opna í janúar 2020. Hótelið opnaði í mars 2019
Heildareinkunn 9,2 og 9,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótel
Hotel Mercure Gdańsk Stare Miasto*****
Fjögurra stjörnu hótel í hæðstu byggingu Gdansk. Staðsett 400 metra frá fallega gamla bænum, 200 metra frá Madison verslunarmiðstöðina. Winestone er veitingastaður hótelsins sem sérhæfir sig í "les planches" réttum. Einnig er lobbýbar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og nuddstofa.
Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótel
Hilton Gdansk*****
Hilton Gdansk er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett við Motława ánna á besta stað í gamla bænum í Gdansk. Á efstu hæðinni er magnað útsyni og hægt er að njóta frá innisundlauginni eða frá barnum sem býður einnig uppá útiverönd. Auðvelt er að dekstra við sig í sauna eða spa-inu. Hægt er að panta nudd í spa-inu. Í göngufæri eru mörg af helstu kennileitum Gdansk, verslanir og úrval veitingastaða.
Hilton Gdansk fær 9.0 í heildareinkun á booking.com og 9.7 fyrir staðstetningu.
Hótel
IBB Hotel Długi Targ*****
jögurra stjörnu hótel staðsett fáeinum skrefum frá Græna hliðinu, mörkuðum og Neptune gosbrunninum. Á hótelinu er veitingastaður sem bydur uppá evrópskan cusine. Lounge bar og einnig er að finna á hótelinu líkamsæktaraðstöðu.
Heildareinkun 9,3 og 9,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótel
Hampton By Hilton Gdansk Old Town***
Þriggja stjörnu hótel staðsett í miðbæ Gdansk. Hilton hótelkeðjan er þekkt fyrir lúxus og gæði sem þeir hafa svo sannarlega látið í ljós á þessu hóteli. Hótelið er með flottan veitingarstað sem býður upp á pólskan og alþjóðlegan mat.
Hótelið fær heildareinkunina 9,3 og 9,8 fyrir staðsetningu á booking.com