G E N T

Hér dansar andi miðalda meðfram síkjum og kringum stórkostlegar byggingar. Afslöppuð og vinaleg stemming í einni af fallegustu borgum Evrópu.

Borgin Gent er hluti af flæmska hluta Belgíu, og þriðja stærsta borg landsins, með rúmlega 260.000 íbúa. Hún gekk í gegnum mikinn gullaldartíma á miðöldum og þótti um langt skeið ein af ríkustu og valdamestu borgum Evrópu. Þótt mikilvægi hennar og yfirburðir hafi minnkað með tíð og tíma, stendur eftir vel varðveittur miðalda arkitektúr sem gerir Gent að meiriháttar áningarstað. Hér er einhver dásamleg blanda af kraumandi stórborgarstemmingu og afslöppuðu dreifbýlisandrúmslofti.  Við þá gullfallegu umgjörð sem byggingar, stræti, brýr og torg skapa, má bæta hágæða veitingasenu, góðum drykk, sjarmerandi krám og alls kyns skemmtun. Útkoman  getur  ekki  klikkað.
Það er rétt eins og að spila ,,ugla sat á kvisti“ að benda á eina byggingu fram yfir aðra í Gent. Glæsihýsi tignarfólks og kaupmanna þess tíma, kirkjur og aðrar byggingar eru einstaklega vel varðveittar og miðbærinn allur í sjón eins og hér standi enn hið blómlega borgríki síðmiðalda sem áður var. Gravensteen kastalinn er magnað virki frá árinu 1180 sem rís tignarlega yfir bænum og veitir frábært útsýni í allar áttir. Þá höfum við hina 1000 ára gömlu Bavo kirkju, St. Nicholas kirkju og St. Elisabeth kirkju, báðar frá 13. öld. Og fleiri og fleiri! Gent er sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit og óhætt að hvetja alla til að kíkja þangað í heimsókn. Við lofum ógleymanlegri ferð! 

Hvað er hægt að gera í Gent

Leigðu hjól og skoðaðu borgina eins og heimamaður, hjólaðu um miðbæinn,  græna garða og meðfram fallegu síkjunum
Boekentoren (Bókarturninn) er glæsilegur byggingargimsteinn með æðislegu útsýni yfir borgina
Gönguferð um göturnar Graslei og Korenlei er dásamleg leið til að upplifa hina miklu fegurð staðarins og skemmtilegt mannlíf.
Prófaðu gentíska matarrétti, eins og kjötréttina Chateaubriand og Varkenswangetjes eða fiskpottréttinn Waterzooi
Leigðu kajak, sigldu á ánni Leie og skoðaðu borgina frá því skemtilega sjónarhorni  
Gruut bjórinn er framleiddur í Gent og þykir einn af bragðbestu bjórum landsins. Smakkaðu hann!

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.

Brottför

Brottför 17.Mai klukkan 15.00 og lent klukkan 21:20

Heimför

Heimför 27.Maí klukkan 22:20 og lent klukkan 00:55

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Madrid 25 - 30 mín

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

Ferðalottó-Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals
****

Featuring an outdoor pool and a bar with retro design, Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals - Adults only is located 5 minutes’ walk from the beach and the marina. Free WiFi is available in all areas. Each room is air conditioned and offers a flat-screen TV, minibar with drinks and safe. The private bathroom offers a bath or shower and hairdryer.. The on-site restaurant offers international and Mediterranean cuisine. Breakfast is served until noon. The hotel also offers entertaining weekly events. A dry cleaning service is also available. Lindner Golf Course can be reached within a 5-minute drive. Palma Airport is 20 km away and the airport shuttle can be organized upon request.

Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu

Verðin

  149 990 kr

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Melia Palma Bay
****

Melia Palma Bay býður upp á gistirými við hliðina á Palma-ráðstefnumiðstöðinni ásamt þakverönd með sjávarútsýni og útisundlaug. Ca'n Pere Antoni-ströndin er í 350 metra fjarlægð. Herbergin eru björt og eru með innréttingar í skandinavískum stíl. Öll eru með gervihnattasjónvarp og baðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Það er einnig heilsuræktarstöð á gististaðnum.

Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,8 fyrir staðsetningu

Verðin

  169 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Nixe Palace
*****

The luxury Nixe Palace is situated next to Cala Major Beach and the Marivent Palace. It offers an outdoor pool, a free spa and air-conditioned rooms with free WiFi access. Rooms at the Nixe Palace are modern. They include satellite TV and a large bathroom with toiletries, bathrobe and slippers. The Nixe’s specialised golf department offers trips to local courses and discounted green fees. Nearby golf courses include Son Vida and Son Muntaner. Hotel Nixe Palace has 3 restaurants, offering the best Mediterranean cuisine, fresh seafood and international dishes. There is also a poolside bar and a garden. The hotel's spa offers a thermal circuit, Turkish steam bath, ice fountain, heated loungers and fantastic sea views. There is also a gym, and massage treatments are available. Entry is subject to a surcharge.

Hótelið fær 8,4 í heildareinkun á booking.com og 9,1 fyrir staðsetningu

Verðin

  169 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við minnst 140 manns, hótel og flug hafa ekki verið tekin frá og mun endanlegt verð liggja fyrir þegar búið er að velja dagsetningu og hægt er að bóka hópinn.


Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 633 3313