Glasgow

Skemmtileg Skotagleði

Glasgow er stærsta borg Skotlands og ein helsta verslunarborg Bretlands. Töfrandi arkitektúr, frábærir veitingastaðir og krár, ásamt fjörugu næturlífi, enda Skotar eitt skemmtilegasta fólk í heimi.

Tilkomumiklar byggingar Glasgow bera sögu hennar gott vitni, en sérstaklega má nefna afar fallegan arkitektúr frá Viktoríutímanum, sem er eitt stærsta aðdráttarafl borgarinnar.  Glasgow var lengi vel mikil iðnaðarborg, en það tók að breytast eftir Kreppuna miklu á fyrri hluta 20. aldar. Siðan þá hefur hún þróast í að verða miðstöð menningar og verslunar, hún hefur t.d. borið titilinn Menningarborg Evrópu, og þar er að finna einn stærsta vettvang í nútímalistum á Bretlandseyjum, fyrir utan London. Ferðamenn streyma að hvaðanæva að, borgin eldist einstaklega vel og blómstrar nú sem aldrei fyrr.

Skotar eru vinaleg þjóð og glaðværir gestgjafar. Ef þú stendur áttavilltur í miðbæ borgarinnar (þekktur sem "town", en öllu heldur "the toon" hjá skotum) er mjög líklegt að hjálpsamur vegfarandi komi og bjóði þér aðstoð sína. Skotar eru bara þannig. Og ef enginn kemur af fyrra bragði er bara að spyrja næsta mann. Það ber árangur. 
Glasgow hefur tvisvar hlotið titilinn "Carry Capital of Britain",  en þar er mjög mikið úrval af ýmis konar veitingastöðum, hvort sem þú vilt indverskt eða eitthvað annað. Hún þarf líka að standast ákveðin gæði, borgin er nefnilega hvorki meira né minna en fæðingastaður sjónvarpskokksins alræmda Gordon Ramsey.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.

Brottför

Brottför 23. apríl frá Keflavík kl. 09:00, lent í Gdansk kl. 14:30

Heimkoma

Heimför 26. apríl frá Gdansk 16:30, lent í Keflavík 18:00. 

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Glasgow

Farastjórn

1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri.

Hvað er hægt að gera í Glasgow

Borgarstjórnin hefur aðsetur í The City Chambers, tignarlegri 19. aldar byggingu sem hægt er að skoða
Glasgow Cathedral  er glæsileg bygging, jafnt að innan sem utan
Það er indælt að setjast á Willows Tea Room, fá sér tebolla og njóta útsýnisins
Glasgow er afar græn borg, þar er fjöldi skrúðgarða að skoða, eða hanga í og slaka á
The Ubiquitous Chip eða bara The Chip er ekta lókal staður með mat og drykk
Er ekki tilvalið að versla eins og eitt skotapils? When in Glasgow...

Hótel

DoubleTree by Hilton Glasgow Central
****

Eitt flottasta 4ra stjörnu hótel í miðbæ Glasgow. 
Hótelið er aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá helstu verslunargötu Glasgow og má því segja að það sé mjög vel staðsett.
Herbergin eru mjög flott á þessu hóteli þar sem þau eru öll sett upp eins og svítur. 

Booking.com einkunn: 8,9 og 9,1 fyrir staðsetningu



Verðin

115 990 kr

á mann í tvíbili

xxx kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 65 manns og gildir til 8. október 2019


Hótel

IBB Hotel Długi Targ
*****

jögurra stjörnu hótel staðsett fáeinum skrefum frá Græna hliðinu, mörkuðum og Neptune gosbrunninum. Á hótelinu er veitingastaður sem bydur uppá evrópskan cusine. Lounge bar og einnig er að finna á hótelinu líkamsæktaraðstöðu. 

Heildareinkun 9,3 og 9,9 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

125 990 kr

á mann í tvíbili

20 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 100 manns og gildir til 10. september 2019


Kristi Jo Kristinsson 

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 899-6263