Gran Canaria

Tan og endalaus gleði á Gran Canaria! 

Gran Canaria er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Eyjan klikkar ekki!   

Eyjan var á árum áður fátækleg allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan.  Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði.  Þá nýtur eyjan ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því! 

Gran Canaria er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta  eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. 
Hægt er að sinna alls kyns útivist á eyjunni svosem hjól, göngu, hlaup og sundi. 


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flogið er með  Play. 

Brottför

Keflavík - Gran Canaria Play 
01.03.2023 (40 farþegar)

Heimkoma

Gran Canaria - Keflavík: Play 
08.03.2023 (40 farþegar)

Gisting

7 nætur á  4 stjörnu hóteli

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli á Tenerife

Fararstjórn

Sé þess óskað

Hvað er hægt að gera á Gran Canaria

Viltu kafa? Eyjan er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana
Ströndin: Það er ótrúlega mikið af flottum ströndum á Gran Canaria sem við mælum með að heimsækja
Pisco de las Nieves, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni
Roque Nublo dalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar
Aqualand Maspalomas er risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum
Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka 

Hótel

HL Suitehotel Playa del Inglés - Adults Only
****

HL Suitehotel Playa del Inglés er 100 metrum frá Ensku ströndinni. Það er útisundlaug á staðnum og sólarverönd á þakinu. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna.

Öll herbergin eru með loftkælingu og sérsvölum. Boðið er upp á flatskjá, minibar, öryggishólf og ketil.

Í samstæðunni er stór veitingastaður sem býður upp á svæðisbundna rétti. Það er líka snarlbar við sundlaugina á HL Suitehotel Playa del Inglés og boðið er upp á lifandi skemmtun.

Maspalomas-sandöldurnar og líflegi miðbærinn við Ensku ströndina eru í innan við 20 mínútna göngufjarlægð frá HL Suitehotel Playa del Inglés. Yumbo Centre er í 15 mínútna göngufjarlægð.

booking.com gefur hótelinu 8.5 í einkunn

Verðin

259 990 kr

á mann í tvíbýli

140 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Hotel Gran Canaria Princess - Adults Only
*****

Hotel Gran Canaria Princess - Adults Only Princess - Adults Only er með upphitaðar sundlaugar, líkamsræktaraðstöðu, bar og ókeypis WiFi. Það er staðsett í 750 metra fjarlægð frá Playa del Ingles-ströndinni á Gran Canaria.

Öll loftkældu herbergin á hótelinu státa af svölum með útihúsgögnum, 32" flatskjá og baðherbergi með sturtu og hárblásara. Te-/kaffiaðstaða, minibar, koddaúrval, öryggishólf og herbergisþjónusta eru í boði gegn beiðni og aukagjaldi.

Veitingastaður hótelsins býður upp á þemakvöldverði ásamt opnu eldhúsi. Boðið er upp á skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin, þar á meðal lifandi tónlist og sýningar. Á verönd hótelsins er að finna borðtennisaðstöðu.

Á gististaðnum er vellíðunaraðstaða með gufubaði, heitum potti og balírúmum. Gestir geta haft það notalegt á veröndunum og við sundlaugarbarinn.

booking.com gefur hótelinu 9.3 í einkunn.

379 990 kr

á mann í tvíbýli

140 000 kr

aukagjald í einbýli

 Tilboðið miðast við 40 manns og gildir til 20.09.22.