...og ævintýrin mörgu úti íHamborg
Hamborg er sögufræg stórborg, sem iðar af evrópskum lífskrafti og gleði. Þar finnur hver sinn hentuga takt, allt eftir því hvernig ævintýri eru efst á óskalistanum.
Hamborg hefur allt frá 13. öld verið mikilvæg hafnarborg og öflug miðstöð verslunar og viðskipta. Byggingar þar bera því fjölbreyttan stíl, stórbrotin mannvirki með mikla sögu, en einnig einstakur nútíma arkitektúr, eins og tónleikahúsið Elbphilharmonie
ber vott um. Það má sannarlega mæla með heimsókn þangað, og njóta meðal annars glæsilegs útsýnis yfir borgina og hafnarsvæðið. Af sögulegum byggingum má nefna hina risastóru barokk kirkju St. Michael’s og art deco skrýdda skrifstofuháhýsið Chilehaus. Þá er magnað að ganga um Speicherstadt
hverfið, en það er skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
Þau sem vilja eyða deginum úti í almennri gleði ættu að kíkja í almenningsgarðinn Planten un Blumen, sem býður upp á ýmis konar afþreyingu og fjölbreytta blómaflóru víðs vegar að úr heiminum. Áhugafólk um listir ætti ekki að láta Hamburgar Kunsthalle
framhjá sér fara. Að sjálfsögðu er svo af nógu að taka þegar kemur að mat og drykk, hvort sem um er að ræða þjóðlega þýska rétti eða hvað sem er annað. Þegar kemur að víni og bjór eru Þjóðverjar auðvitað með allt á hreinu, og bjóða stoltir upp á veigar framleiddar í heimalandinu. Það verður því enginn svikinn af þessum merkilega áfangastað, Hamborg er full af lífi, skemmtun og endalausum ævintýrum.
Hvað er hægt að gera í Hamborg
Ottensen hverfið var áður mest byggt af Dönum. Í dag er það eitt af mest hip og kúl hverfum borgarinnar.
Þú getur farið á ströndina! Taktu ferjuna frá Landungsbrücken og sigldu til Neumühlen/Övelgönne. Þar er vinsælasta ströndin.
Ef óvænt (samt ekki) kaupgleði hellist yfir þig, er Mönckebergstrasse málið. Stærsta verslunargata Hamborgar.
Borg sem býr yfir einni af stærstu höfnum Evrópu býður að sjálfsögðu upp á skemmtilegar bátsferðir sem mæla má með
Ef þú vilt fara mjög mjög fínt út að borða er Fischereihafen-Restaurant tilvalinn.
St. Pauli og Reeperbahn hverfin eru fullkomin fyrir gott djamm. Úrval af frábærum börum og skemmtistöðum.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til og frá Barcelona með tveimur innrituðum 20 kg töskum
og handfarangri
Flugtímar
Brottför 21. apríl kl. 13:30
Lent í Barcelona kl: 19:45
Heimkoma 25. apríl kl. 16:10
Lent í Keflavík kl. 18:40
Fræðsludagskrá
Skipulögð fræðsludagskrá/ skólaheimsóknir í tvo heila daga eftir ykkar óskum.
Gisting
4 nætur á 4ra stjörnu hóteli í miðborg Barcelona. Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútur til og frá flugvelli og skipulagðri fræðsludagskrá ef þörf er á
Íslensk farastjórn
Tveir skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær að gista í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótelið
Hotel Barcelona Catedral****
Fjögurra stjörnu hótel á besta stað í borginni í göngufjarlægð við flesta af helstu merkisstöðum gömlu borgarinnar og Eixample hverfisins. Hótelið er í hjarta gotneska hverfisins, 100 metrum frá dómkirkju Barcelona og steinsnar frá Römblunni, Cataluyna-torgi og mörkuðum Boquería og Santa Caterina auk fjölda annara áhugave rðra staða miðborgarinnar.
Þetta boutique-hótel býður upp á ókeypis einkaleiðsöguferðir um hina sögulegu miðborg tvisvar í viku. Til staðar er líkamsræktarstöð og þakverönd með sundlaug og frábæru útsýni yfir borgina.
Frumleg Miðjarðarhafs-matargerð er framreidd á 4 Capellans, veitingastað hótelsins, sem býður upp á glútenlausan matseðil. Mikið úrval af veitingastöðum og tapasbörum má finna í innan við 5 mínútna göngufjarlægð, þar á meðal margir í hinu vinsæla El Born-hverfi.
Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótel
H10 Casanova****
Fjögurra stjörnu boutique hótel staðsett miðsvæðis. Í 10 mínútna göngufjarlægð er Plaza Catalunya og Ramblan. Á hótelinu er a la carte veitingastaður og notalegur kaffihús/bar. Hótelbar og sundlaug á þakveröndinni. Einnig er að finna spa sem býður uppa Vichy sturtum, tyrkneskt bað með chromotherapy og heitum potti, hægt er að panta tíma líkamsmeðferðir og nudd gegn gjaldi. Hægt er að leigja hjól á hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
?? 990 kr
á mann í tvíbili
?? 000 kr
aukagjald í einbýli