Dagsferð til Barcelona

Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí. Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla.

Barcelona er borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelóna býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og víðfrægt næturlíf.
Arkitektúr Barcelóna spannar tvær aldir aftur í tímann. Turnar úr  gömlum hofum, gamlir veggir og steinarústir sýna sögu borgarinnar allt frá tímum Rómverja. Gotneska hverfið er 1000 ára gamalt og margar kirkjunar eru frá 15. öld. Það er einnig mikið af nýbyggingum í borginni eftir fræga hönnuði eins og Gaudí.
 
Göngugötur Barcelóna eru vinsælar til að rölta um. Frægasta gatan er La Rambla, á henni má finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Í þessari fallegu borg eru útimarkaðir, veitingastaðir, söfn og fallegar kirkjur svo til á hverju strái. Berceloneta heitir frægasta ströndin í Barcelóna þar sem Miðjarðarhafssólin sleikir gullfallegar strendur og heiðblátt hafið.Barcelona er frábær borg fyrir ferðalanga sem hafa gaman af því að rölta um og skoða mismunandi byggingarstíl og upplifa lifandi menningu.


Dagskrá

  • Ferðin fer frá Hotel Calipolis með rútu til Barcelona. Við byrjum skoðunarferðina um borgina á Montjuïc hæðinni, með panorama útsýni yfir Barcelona. 
  • Við keyrum um Barcelona og sjáum og heyrum um áhugaverðustu staðina, svo sem aðaltorgið Placa Catalunia, Gotnesku dómkirkjuna, Passeig de Grácia, Casa Batlló og Casa Mila húsin eftir Gaudí. 
  • Við stoppum við Sagrada Famila þar sem leiðsögumaðurinn segir okkur frá ýmsum atriðum um kirkjuna, sem er eitt frægasta listaverk Gaudi's. Byrjað var að byggja Sagrada Famila 1882 og áætlað er að byggingu ljúki 2026.
  • Við endum Barcelona ferðina við höfnina þar sem við borðum tapas með sjávarútsýni. Einn drykkur er innfalin. 
  • Ef tími gefst eru 30-40 mínútur til að skoða sig um, áður en keyrt ef aftur til baka til Sitges. Í Barcelona borðum við hádegisverð með hádegisverð sem er tapas (6-7 tapas) og það er innfalið vínglas eða bjórglas með matnum. 
  •  Við komum aftur á hótelið um 17:00

Með ykkur í ferðinni verða:
 Leiðsögumaður frá Barcelona
og Ingibjörg fararstjóri