K16 til Tenerife

Tan og endalaus gleði á Tene! 

Tenerife er afar vinsæll áningarstaður hjá sólarþyrstum, og ekki að ástæðulausu. Þar eru strendurnar fallegar, sjórinn hreinn og hlýr, alltaf bongó blíða, íbúar eyjunnar næs, og hellingur af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu. Tenerife klikkar ekki!   

Eyjan var á árum áður fátækleg bananarækt, allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan.  Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem skemmtilegasta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði.  Þá nýtur Tenerife ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því! 

Tenerife er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga og litríka náttúru með hinu fjölskrúðugasta dýralífi. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta  eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. Þar á meðal er hið stórbrotna eldfjall El Teide, sem rís tæpa 4000 metra frá sjávarmáli, og býður gestum upp á toppinn með þar til gerðum kláfum. Um skeið var boðið upp á ferðir ofan í gýg fjallsins, en því hefur nú verið hætt af öryggisástæðum. Heimsókn á fjallið er þó vel þess virði, því útsýnið þaðan er alveg einstakt.
Suðurhluti eyjunnar er tileinkaður almennri ferðaþjónustu, en sé farið á norðurhlutann má finna meira af grænum svæðum, þar er menningin meira lókal og þú færð spænskar hefðir og venjur beint í æð.   


Flugupplýsingar fyrir brottför

Flug

Flogið er með Norwegian og tvær ferðatöskur innifaldar á mann.
Flugnúmer. D86491

Brottför

Brottför mánudaginn 6. janúar með Norwegian frá Keflavík kl. 14:35, lent á Tenerife kl. 20:20

Rútur

Rúta sækir okkur á flugvöllinn á Tenerife og keyrir okkur upp á hótel.

Hvað er hægt að gera á Tenerife

Viltu kafa? Tenerife er þekkt fyrir úrval af köfunarferðum af öllum stærðum og gerðum, fyrir vana sem óvana
Loro Parque Zoo er skemmtilegur dýragarður með alls kyns sýningum
Parque Rural de Anaga, er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni
Masca dalurinn er vinsæll áningarstaður, sökum fegurðar
Siam vatnagarðurinn er risastór og stútfullur af skemmtilegum rennibrautum og veitingastöðum
Ron Miel, er romm með hunangi út í og afar svalandi ískalt í klaka 

Hótel

Spring Hotel Bitácora
****

Hótelið er á æðislegri staðsetningu eða rétt hjá Playa de las Americas Beach og ekki nema 20 min akstur frá flugvellinum.
Hótelið hentar vel fólki á öllum aldri og býður upp á vatnsrennibrautir, veitningastaður með flottu hlaðborði, stór bar og næturklúbbur 
sem er með sér dagskrá með fjölbreytri dagskrá. 
einnig er Las Americas Golf Cource ekki nema 2 km i burtu fyrir þá sem vilja nýta sólina og kikja í smá gólf.

Morgunverður er innifalinn.

Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com 




Flug-upplýsingar fyrir heimför

Rútur

Rútuferðir frá flugvelli á Tenerife upp á hótel.

Flug

Flug er með Norwegian. 
Flugnr. D86490 

Heimkoma

Flogið heim á mánudeginum 13. janúar frá Tenerife-South kl 08:00
og lent í Keflavík kl. 13:35