Fræðsluferð til Helsinki
15. til 19. október 2019

Fræðsluferð og skólaheimsóknir leikskólastjórnenda Garðabæjar til Helsinki 15. til 19. október 2019

Helsinki sem kölluð hefur verið Dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim. 

Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.

Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð af verslunum og vinnustofum og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.

Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni.

DAGSKRÁ


Brottför 15. október
Þriðjudagur

Flug með Icelandair

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð 20 kg taska og 10 kg handfarangur.

Flug 15.okt

Brottför 15. október frá Keflavík kl. 07:30, lent í Helsinki kl. 13:55
Flugnúmer: FI342
Mikilvægt að mæta tveim tímum fyrir brottför (kl. 05:30)

Rúta á hótel

Rúta frá flugvelli Helsinki til Hotel Katajanokkar kl. 14:30.

Koma á hótel

Mæting og innritun á Hotel Katajanokka um kl. 15:30

Kynnisferð um Helsinki

Kynnisferð um miðborg Helsinki um kl. 16:30 með Áslaugu fararstjóra. Greiðist sérstaklega beint til Áslaugar fararstjóra.

Farastjórn

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
+354 773-2900
+358 44 2727 663

16. október
Miðvikudagur

Námskeið og fræðsla

Morgunmatur á hóteli og hópur hittist í lobbý hótels kl. 8:15. Rúta kl. 8:30 fer með hópinn til Menntastofnunar Finnlands í Helsinki.

Fræðslufundur um finnska menntastefnu mili kl. 9:00 til 12:00 hjá Menntastofnun Finnlands (Opetushallitus) Hakaniemenranta 6, 00531 Helsinki.

Gengið frá Menntastofnun að Kennslufræðideild háskólans í Helsinki. Hádegisverður í nágrenni Menntastofnunar milli kl. 12:00 og 13:00. Mögulegir veitingastaðir fyrir hádegisverð:

Fræðsla milli kl.13:00 og 16:00 í Kennslufræðideild Háskólans í Helsinki, Siltavuorenpenger 5, 00170 Helsinki, um kennslu og þjálfun leikskólakennara í Finnlandi og menntun barna á leikskólastigi. Prófessor Lasse Lipponen tekur á móti hópnum.

Fundur frá kl. 16:15 til 17:45 með Gun Oker-Blom fyrrum yfirmanni Menntastofnunar Finnlands og Norrænu stofnunarinnar í Finnlandi. Fundurinn er haldinn á fundarherbergi Nordica. Léttar veitingar í boði.

Áslaug fararstjóri fylgir hópnum í fræðsludagskrá yfir daginn.

17. október
Fimmtudagur

Skólaheimsóknir

Morgunmatur á hóteli og hópur hittist í lobbý hótels kl. 8:15. Rúta kl. 8:25 fer með hópinn í leikskólann Naulanen í Helsinki, Neulapadontie 6, 00920. 

Skólaheimsókn í Neulanen kl. 9:00 til 11:00. Mikko Kuikka leikskólastjóri í Neulanen tekur á móti hópnum.
Hádegisverður milli kl. 11:15 og 12:15 á veitingastaðnum Efesos, Myllypurontie 8, 00920, Helsinki.

Rúta sækir hópinn kl. 12:15 á veitingastaðinn Efesos og fer með í leikskólanna Lyan í Grankulla, Gräsavägen 3 – 5, 02700. Skólaheimsókn í leikskólann, Lyan kl. 13:00 til 15:00. Annika Hiitola leikskólastjóri í Lyan tekur á móti hópnum.

Rúta fer með hópinn aftur á hótel kl. 15:00 og koma á hótel um kl. 16:00.

Áslaug fararstjóri fylgir hópnum í skólaheimsóknir yfir daginn.

Sameiginlegur kvöldverður kl. 20:00 á veitingastaðnum Savoy, Eteläesplanadi 14
00130, Helsinki. Búið að panta borð og hópurinn verður í veislusal veitingastaðarins. Pantað af matseðli fyrirfram. Sjá matseðil HÉR.

18. október
Föstudagur

Frjáls dagur


Heimför 19. október
Laugardagur

Útritun af hóteli

Útritun af hóteli kl. 11:30 og hittingur hóps í lobbý. Passa að það tekur tíma að tékka sig út.

Rúta á flugvöll

Brottför frá hóteli kl 12:30. Rúta flytur hópinn á flugvöll í Helsinki.

Flug 19. okt

Beint flug frá Helsinki til Keflavíkur. Flug heim kl. 15:35 lent í Keflavík kl. 16:00. Flugnúmer: FI343

Hvað er hægt að gera í Helsinki

Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur. 
Suomenlinna er mikið virki sem Svíar reistu á nokkrum eyjum rétt fyrir utan Helsinki og þýðir nafn þess finnski kastalinn. 

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar og margt fleira.

Hótelið

Hotel Katajanokka
****

Hótelið er til húsa í umbreyttu fangelsi frá 1837, á Katajanokka-eyju í miðbæ Helsinki. Uspenski-dómkirkjan er í 10 mínútna göngufjarlægð og Helsinki-dómkirkjan er í innan við 15 mínútna göngufjarlægð.

Hvert herbergi er innréttað í hlýjum litum og er með flatskjá, skrifborði, minibar og katli. Ókeypis WiFi er til staðar í öllum herbergjum Hotel Katajanokka.

Veitingastaðurinn Linnankellari er starfræktur í kjallara á gömlu héraðsfangelsi og þar er boðið upp á staðbundinn og lífrænan finnskan/skandinavískan mat sem er lagaður úr fyrsta flokks hráefni. Það er kolagrill í hjarta eldhússins.

Gestir Hotel Katajanokka fá ókeypis aðgang að gufubaði um helgar og ókeypis aðgang að nútímalegu líkamsræktarstöðinni sem er opin allan sólarhringinn.

Það stoppa sporvagnar við hliðina á Hotel Katajanokka og það tekur tæpar 10 mínútur að komast í miðborg Helsinki með þeim. SkyWheel Helsinki er í aðeins 600 metra fjarlægð en þaðan er víðáttumikið útsýni.

Hótelið fær heildareinkunn 9,1 á booking.com

Linkur á vefsíðu hótels HÉR

Linkur á hótel á booking HÉR

Fararstjórinn

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
S. 773-2900
+358 44 2727 663

Áslaug hefur búið í útlöndum í fjölmörg ár. Hún hefur starfað við ýmis mennta- og menningartengd verkefni í Finnlandi sem og annars staðar á Norðurlöndum og í Rússlandi. Áslaug lærði finnsku í Háskóla Íslands en seinna rússnesku og rússneskar bókmenntir í Rússlandi og Finnlandi. Hún hefur starfað sem fararstjóri, m.a. hjá Tripical, og sem túlkur hjá Norðurlandaráði.  Hún nýtur þess að miðla af reynslu sinni með því að bregða á leik og fá fólk til að brjóta heilann í gegnum leiki og þrautir. Það er því von á persónulegri og skemmtilegri leiðsögn. 


Kjartan Þór Ragnarsson

Fræðsluferðir
S. 519-8900
GSM. 821-0177