
Til Milano08. - 13. maí 2024
Milano er tísku-höfuðborg Evrópu. Þar má finna fullt af menningu, tísku, gómsætum mat, sögufrægu byggingum og frægum listaverkum svo sem síðustu kvöldmáltíð Da Vinci.
Ítalía er draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað það mikilvægasta: Maturinn! Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítali, sem erfitt er að útskýra. Þeir eru bara svo töff!
Milanó er svo ótrúleg, gamla borgin, borg miðaldarinnar, endurreisnartímans. Glæsileg torg, kirkjur, þröng sund og margt fleira.
Síðan á sjönda áratug síðustu aldar hefur tísku iðnaðurinn blómstrað í Milanó. Í borginni má finna höfuðstöðvar mikið af frægustu tískuhúsum heims á borði við
—Armani, Versace, Ferré, Prada, Dolce & Gabbana, and Missoni.
Borgin er líka stútfull af frábærum veitingastöðum, börum, búðum og skemmtistöðum. Það leiðist alla vega engum í Milano!
Hvað er hægt að gera í Milano
Kíktu á síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo da Vinci
Milan Cathedral, kíktu á frægu kirkjuna
Galleria Vittorio Emanuele II verslunargatan fyrir þá sem vilja versla hátísku
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint Flug með Wizz Air, innifalin farugurstaska allt að 20kg og 10kg handfarangur
Flogið út
Brottför fimmtudaginn 8. maí kl 19:15 og áætluð lending í Mílanó er kl 01:30 +1
Flogið heim
Heimför sunnudaginn 13. maí kl 16:10 frá Mílanó til Keflavík og lent um kl 18:35
Gisting
5 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn, wifi og borgarskatturinn (6€ á mann per nótt).
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 40 mín akstur
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Fræðsla
Öll fræðsla fyrir hópinn úti er innifalin
Rútur á áfangastaði fræðslu
Rútuferðir til og frá fræðslu
Dagskrá
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.
Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!
Hótel
Windsor Hotel Milano****
Windsor Hotel er nálægt Milan Repubblica-neðanjarðarlestarstöðinni. Á herbergjum hótelsins er ókeypis WiFi, sjónvarp, minibar og öll helstu þægindi.
Sporvagninn sem stoppar fyrir utan Windsor Hotel Milano býður upp á tengingu við sögulegan miðbæinn. Það er einnig marg skemmtilegt í göngufjarlægð frá hótelinu.
Veitingastaður hótelsins heitir Clotilde Bistrot, þar er boðið upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð. Þar geta gestir einnig fengið sér kokkteil eða snarl síðdegis.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
259 990 kr
Á mann í tvíbýli
70 000 kr
auka fyrir einbýli
Hótel
Best Western Madison Hotel ****
Hotel Madison er staðsett aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Milano Centrale lestarstöðinni og býður upp á rúmgóð og þægileg gistirými á besta stað.
Morgunverðarsalurinn á jarðhæðinni býður upp á útsýni yfir Sant'Agostino kirkjuna.
Madison Hotel býður upp á lestrarsvæði, sjónvarpsstofu og bar sem er opinn þegar þig hentar. Smá bílastæði er í boði á viðeigandi fyrirspurn.
Hótelið fær heildareinkunn 8,0 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
209 990 kr
Á mann í tvíbýli
70 000kr
auka fyrir einbýli