Útsktiftarferð 2020

Ekkert nema fjör

Útsktiftarferð 2020

Ekkert nema fjör

Nú fer að líða að ferð og kominn tími til að hefja undirbúning og þess vegna hvetjum við alla til að fara vel yfir þær upplýsingar sem koma fram í þessu skjali.

Við viljum biðja alla ferðalanga að athuga hvort vegabréf sé ekki alveg örugglega í gildi í 6 mánuði eftir heimkomu.  Einnig hvetjum við alla til þess að vera með afrit af vegabréf í síma eða prenti.

Allir fá brottfararspjöld sent með tölvupósti daginn fyrir brottför.   Þið verðið að mæta með vegabréf og gott er hafa útprentað brottfararspjald (boarding pass) með sér.

Neyðarsími fararstjóra er:


Brottför 12. Júní

Flug

Flogið verður með Neos, 1 innrituð taska (15kg) og handfarangur.
Mælst er til að mæta að lágmarki þremur tímum fyrir brottför. 

Beint flug

Brottför 12. Júní kl. 07:45
Lent á Krít kl: 16:30
Flugnúmer: NO5958

Rútur

tekinn verður rúta í 2 og hálfan tíma upp á hótel 

11 nætur á Porto Greco hotel ***

Farastjórar

6 farastjórar verða með í þessari ferð

13. Júní

Frjáls dagur til að sofa úr sér ferða þreituna og byrja skoða það sem svæðið hefur upp á að bjóða


14. Júní

Bátapartý

Sjóræningjabátapartý með opnum bar 
Farið frá Hersonissos á sjóræningjaskipi, stoppað í St. George flóa og í Malia. Í bakaleiðinni siglt framhjá eyjunum Holy Spirit og Stallis. Opinn bar og matur innifalinn.  Brottför frá hóteli kl. 11:40.  Tími ca 4 klst.

15. Júní

Knossos + hellir Seifs

Í þessari ferð gefst tækifæri til að heimsækja heimsþekkta minnisvarða um sögu, arkitektúr og menningu eyjunnar Krít – Knossos höllina, Lasithi hálendið og Helli Seifs (Psichro Cave).

Farið er í stutta gönguferð um Knossos ásamt leiðsögumanni, þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og siðum Forn-Grikkja. Knossos fór öll undir sjó fyrir þúsundum ára, í stærstu flóðbylgju jarðarinnar sem myndaðist þegar stór hluti eyjarinnar Santorini brotnaði og myndaði stóröldu sem fór yfir alla Krít. Reyndar eru kenningar uppi um að Krít og eyjarnar í kring séu í raun hin leyndardómsfulla Atlantis, sjávarborgin fræga!

Psiloritis fjallið er einstakur staður og stendur á miðri Krít. Það er oft nefnt sem tákn Krítar, tákn karlmennsku og frelsis. Psiloritis er ekki aðeins náttúruperla, heldur skipar það sess í grískri menningarsögu. Fjallið er nefnilega talið vera fæðingastaður konungs Guðanna, Seifs (Zeus), og samkvæmt grískri goðafræði faldi móðir hans drenginn í helli á fjallinu, til að vernda hann fyrir föður hans, Krónosi.

Í ferðinni er farið um hlíðar Psiloritis, og hellirinn skoðaður.

Rétt er að taka fram að hér gefst tækifæri til að sjá mjög fágætar tegundir af trjám og blómum, sem hvergi má finna annars staðar. Í fjallinu eru villtar geitur og kindur, og ef heppnin er með okkur sjáum við grísku kri-kri geitina bregða fyrir, en sú geitartegund finnst aðeins á þessum stað í öllum heiminum.

DAGSKRÁ

  • 07:45 Brottför frá hóteli
  • 09:40 Lagt af stað frá Heraklion
  • 11:00 Lennt í santorini
  • 11:25 leiðsögutúr byrjar
  • 17:45 Brottför frá Santorini
  • 20:30 koma tilbaka á hótel

VERÐ: 5.900 kr.-

Tími: 12-13 klst.
Enskumælandi fararstjóri
Leiðsögn um Oia, Fira og Black beach
Gott að hafa með sér baðföt ef maður vill synda á svörtu ströndinni
ATH. að 12 evra aðgangseyri til Akrotiri í Santorini er ekki innifalið
ATH. nauðsynlegt að hafa með sér vegabréfið í þessarri ferð


16. Júní

Santorini 

Í þessari ferð gefst tækifæri til að heimsækja eina af þekktustu eyjum heims, hina einstöku Santorini. Ferðast er þangað með hraðbát frá Krít.
Það er enginn staður eins og Santorini. Hverjar sem væntingarnar eru, og hversu margar myndir þú hefur skoðað af staðnum, þá er öruggt að upplifunin verður mögnuð. Heimsókn til Santorini er eitthvað sem allir ættu að láta eftir sér einhvern tíma á ævinni.

Skoðaðu stórmerkilegt landslagið sem myndaðist eftir eldgos. Einnig er nauðsynlegt að líta á hið stórkostlega svæði Oia & Fira, þar eru margar verslanir og veitingastaðir og að auki er útsýnið til Caldera magnað á að líta.

DAGSKRÁ

  • 07:45 Brottför frá hóteli
  • 09:40 Lagt af stað frá Heraklion
  • 11:00 Lent í Santorini
  • 11:25 leiðsögutúr byrjar
  • 17:45 Brottför frá Santorini
  • 20:30 koma tilbaka á hótel

VERÐ: 18.900 kr.-

Tími: 12-13 klst.
Enskumælandi fararstjóri
Leiðsögn um Oia, Fira og Black beach
Gott að hafa með sér baðföt ef maður vill synda á svörtu ströndinni
ATH. að 12 evra aðgangseyri til Akrotiri í Santorini er ekki innifalið
ATH. nauðsynlegt að hafa með sér vegabréfið í þessarri ferð


17. Júní

Spinalonga

Eyjan Spinalonga er umlukin stórgrýttri fjöru og þar er að finna bæinn Elounda, sem á sér tilkomumikla sögu og þar eru aldagömul virki. Í dag er eyjan þó aðallega þekkt fyrir að þar var holdsveikisjúklingum haldið í einangrun, og gegndi eyjan því hlutverki fram á miðja 20. öld.

Eftir þægilega bátsferð og skoðunarferð um miðaldavirki eyjunnar er haldið til strandbæjarins Agios Nikolaos, þar sem þröngar göturnar hlykkjast hver í gegnum aðra eins og þéttofið net. Þar er líka hið fagra stöðuvatn Voulizmeni.

Þess utan fær fólk einnig stund til að versla eða slappa af á ströndinni.

DAGSKRÁ

  • 08:40: Brottför
  • 09:50: Komið til Elounda bryggju
  • 10:00: Brottför með bát til Spinalonga (30 mínútna sigling)
  • 10:30:Komið til Spinalonga. 1 1/2 klukkutíma stopp, ferð með leiðsögumanni í boði
  • 12:15: Komið til Kolokitha Bay. Synt í sjónum. Grillveisla
  • 14:30: Bátsferð til baka til Elounda (30 mínútna sigling)
  • 15:00: Komið til Elounda / brottför með rútu til Agios Nikolaos
  • 15:30: Komið til Agios Nikolaos (1 klukkutíma stopp) 
  • 18:00 - 19:00: Brottför heim

VERÐ: 6.500 kr.-

Tími: ca 11 klst.
BBQ hádegisverður innifalið
ATH: 8 evra aðgangseyri til Spinalonga er ekki innifalið
Lágmarks þáttaka: 40 manns

OPNUNARPARTY 
Barinn opnar Kl. 20:00.


18. Júní

Vatnsrennibrauta 

Heimsókn í Vatnagarðinn í Hersonissos. Garðurinn er stútfullur af spennandi skemmtun, tilbúnum ám og vötnum, allskyns rennibrautum og sundlaugum.  Brottför frá hóteli kl. 12:00. Tími: ca 5 klst.

VERÐ: 3.500 kr.- (innifalið í skemmtipakkanum)


19. Júní

 Quad + jeep safari

Ævintýrið hefst í Malia, hjá höfuðstöðvum skipuleggjenda ferðarinnar. Eftir stutta öryggiskennslu er lagt af stað til Minoa hallarinnar sem einnig er í Malia. Ekið er í gegnum skógarþykkni og ólífulundi að þorpinu Sisi og haldið áfram upp  fjöllin þar í kring. Þar er stoppað hjá einu stærsta og elsta eikartré eyjunnar (yfir 800 ára gamalt) og tilvalið að taka upp síma eða myndavélar, því hér hrópar umhverfið hreinlega á myndatöku! Því næst liggur leiðin til þorpsins Vrahasi, við ökum þröngar götur þar og upp hæðina fyrir ofan, að klaustri Agios Georgios Vrahasiotis. Á leiðinni eru fjölmargir mjög tilkomumiklir staðir til að taka myndir. Stoppað er á 30 mínútna fresti fyrir myndatöku og þá geta þátttakendur skipt um ökumann. Leiðsögumaður notar auk þess stoppin til að segja frá áningarstöðum ferðarinnar og veita helstu upplýsingar.

Ferðin heldur áfram að Latsida þorpinu þar sem við borðum hádegisverð á ekta gri´skum veitingastað. Eftir mat og gott spjall liggur leiðin til bæjarins Neapoli, þar sem við heimsækjum hina virtu Vasilakis ólífuolíuframleiðsluna, en fyrirtækið hefur hlotið verðlaun fyrir vandaða vöru sína. Við endum svo ferðina á því að fara aftur til Sisi, syndum og leikum okkur á ströndinni þar og höldum því næst heim aftur.

DAGSKRÁ

Tími: 5-6 klst.
Enskumælandi farastjóri
Brottför frá hóteli kl.  11:00
2 á hvert fjórhjól
ATH. Þarfnast ökuskirteinis
Hámarks þáttaka: 50 manns
Lágmarks þáttaka: 8 manns

VERÐ: 9.900 kr.-

 Grill + Toga

Grísssk grillllveisla 
Grillveisla á Red & White við Star Beach á undan Togapartý.  Jájá.. það verður eitthvað í boði fyrir grænkera líka !. Kl. 17-19:00

Toga og strandarpartý á Star Beach.
Plötusnúður, strandarstemning og endalaust fjör. Lak innifalið! Kl. 19-23:30.

20. Júní

Takis dýraathvarf

Gouaves dýraathvarfið er staðsett í Hersonissos. Það var stofnað fyrir rúmum 4 árum í þeim tilgangi að bjarga villtum, heimilislausum og yfirgefnum dýrum. Þar búa nú um 300 hundar og 13 kettir. Oft eru dýrin skilin eftir fyrir utan athvarfið, en þrátt fyrir fjölda dýra þar, er enn mjög mikið magn af heimilislausum hundum og köttum á eyjunni. Gouaves athvarfið fær enga styrki frá ríkinu og rekur starfsemi sína að fullu á peningaframlögum frá almenningi.

Við hjá Tripical höfum það að markmiði að láta gott af okkur leiða á þeim stöðum sem við ferðumst til. Á Krít höfum við ákveðið að styrkja Gouaves dýraathvarfið um kr. 500.000. Við bjóðum upp á skoðunarferð í athvarfið, og rennur allur ágóði (4300 kr. á hvern farþega) beint til stofnunarinnar. Að sjálfsögðu eru öll frjáls aukaframlög alltaf vel þegin og velkomin :)

Tími: 2 klst
Brottför frá hóteli kl.  13:00
4.300 krónurnar renna beint til dýraathvarfsins.

VERÐ: 4.300 kr.-


21. Júní

Chrissy Island

Ferðin hefst í smábænum Ierapetra, á suðurströnd Krítar. Þaðan hefst skemmtisigling sem endar á óbyggðu eyjunni Chrissi, sem býður upp á snjóhvítar strandir og einstaklega tæran sjó. Eyjan er afar gróðursæl og er á lista yfir vernduð svæði í Evrópu.

Taktu það sem þú þarft með þér (vatn til drykkjar, sólarvörn, þægilega skó og myndavél). Stoppað er á eyjunni í 4 klukkustundir. Í Chrissi má meðal annars finna líbanskan setrusvið, allt að 200 ára gamlan, að ógleymdum gullfallegum kalkströndum sem gefa tærum sjónum einstakan lit.

Eyjan er aðeins 5 km á lengd og innan við kílómetri á breidd. Því má auðveldlega ganga kringum eyjuna á 3-4 klukkustundum. Algengara er þó að gestir taki styttri gönguferðir og eyði meiri tíma á einstakri ströndinni

DAGSKRÁ

  • 08:30 Brottför frá hóteli
  • 10:45 Brottför frá Ierapetra. Sigling tekur ca. 1 klukkustund
  • 11:45:  Lagt í höfn á Chrissi (4,5 tíma stopp)
  • 16:00 - 16:30 Brottför frá Chrissi eyju
  • 19:15 - 20:15: Komin upp á hótel

Tími ca. 12 klst
Matur og drykkur ekki innifalinn og gott að setja í litla piknik tösku um morguninn
ATH. að 1 evra aðgangseyrir til eyjunnar Chrissi er ekki innifalið
Lágmarks þáttaka: 40 manns

VERÐ: 6.500 kr.-

Froðupartý??

Einkafroðupartý á Star Beach kl. 19-23:30

22. Júní

Verslunarferð

Rútuferð til Heraklion, höfuðborg Krítar, þar sem öllum gefst frjálst tími til að ganga um borgina, setjast á kaffihús, ganga um götur og versla, versla, versla!  Brottför frá hóteli kl. 12:00. Tími: ca 5 klst.

DAGSKRÁ


23. Júní

Brottfaradagur 

Tékk út

Tékk út af hótelinu er kl. 12:00 en hægt er að geyma töskurnar á hótelinu þar til farið verður í rútuna upp á flugvöll

Rútu hittingur kl. 12:00

Rútan kemur kl 12:00 og leggur af stað kl. 12:20
Það tekur tíma að ná í töskur úr geymslu, verið tímanleg. 

Flug með Neos

Brottför 23. júni kl. 17:20
Lent í Reykjavík kl: 20:30
Flugnúmer: NO2959

SKEMMTIPAKKIN

Það sem er innifalið:
  • Verslunarferð til Heraklion.
  • Ferð í vatnsrennibrautargarð
  • Froðupartý
  • Grísssk grillllveisla
  • Sjóræningjabátapartý með opnum bar  
VERÐ Á SKEMMTIPAKKA: 18.900kr


Hótel

****

Porto Greco Village Beach Hotel er staðsett við ströndina miðsvæðis í Hersonissos og státar af 5 útisundlaugum, 2 veitingastöðu, annar þeirra með verönd með sjávarútsýni og strandbar/-veitingastað. Meðal aðstöðu er sólarhringsmóttaka, heilsuræktarstöð

Herbergin á Porto Greco Village Beach Hotel eru með loftkælingu og flatskjá.

Hótelið fær heildareinkunn 7,6 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com 

Fararstjórinn okkar

Petra

Skemmtana- og sjúkrastjóri


Petra er lærður snyrtifræðingur og nuddari, auk þess að starfa sem hún sem atvinnugæsamamma hjá Tripical. Petra hefur bilaðan áhuga á framandi löndum, og þar standa Mið-Austurlönd og Mið- Ameríka upp úr. Petra er ekki að fara í fyrsta skipti sem fararstjóri útskriftarnema á vegum Tripical, og ekki heldur það síðasta, því við erum ótrúlega ánægð með hennar störf. Það er mjög fátt sem kemur henni á óvart í þessum ferðum enda er hún er hokin af reynslu, úrræðagóð, dugleg, og svo er hún líka bara svo fáránlega skemmtileg!

Klettur sem gott er að hafa við bakið á sér!
Hún er mjög klaufaleg á hjóli!
Hún á 11 ára gamlan hund sem heldur að hann sé barn.
Hún mun aldrei á ævi sinni fara aftur í Sling Shot.
Sjálfur Gordon Ramsey hefur kallað hana ,,magical“,  sem hún mun minnast ansi oft á, út sína ævidaga.
Petra gerir fáránlega góðar sósur!
Hún er með nýrnafóbíu (ekki spyrja).
Húner með stórkostlegt ofnæmi fyrir moskító.
Hún keyrir aldrei á ólöglegum hraða.

Áhugamál: Framandi lönd og góður matur
Aldur: 36 vetra

Gunna Vala

Gæðastjóri

Gunna er kokkur, þjónn og verkefnastjóri, hún er Vesturbæingur sem býr í Breiðholti með dóttur sinni. Hún elskar útilegur og ferðalög. Fer að veiða við öll tækifæri og labbar um fjöll og firnindi. Hellnar á Snæfellsnesi er hennar uppáhaldsstaður. Gunna er ótrúlega eftirtektarsöm, skipulögð og úrræðagóð, hún finnur lausnir á ótrúlegustu vandamálum sem er mjög góður kostur í svona ferðum. Hún er mjög traustur vinur og hægt að tala við hana um allt nema tölvuleiki. Hún er langoftast í frábæru skapi og það þarf mikið til að reita hana til reiði. Gunna er hrókur alls fagnaðar og auðvelt að plata hana í alls kyns flipp.

Gunna á 3 villiketti sem heita Fiskur, Músi og Padda.
Hún er einstaklega léleg á sjóskíðum.
Hún getur galdrað fram dýrindis máltíð úr engu.
Henni finnst ótrúlega gott að sofa.

Áhugamál: Veiði, útilegur og ferðalög
Aldur: 42 vetra

Hannes

Flippstjóri

Hannes er skrifstofudama/barþjónn úr Garðabæ, einstaklega tjillaður og auðvelt að leita til hans í spjall um heima og geima. Hannes er ótrúlega fyndinn og skemmtilegur strákur, fer aldrei í fýlu og það þarf mjög einbeittan fýluvilja til að vera í vondu skapi í kringum hann. Hannes hefur ferðast víða um heiminn og kynnt sér staðarhætti annarra menningarheima. Honum finnst líka mjög skemmtilegt að ferðast um Ísland með tjald í farteskinu. Hannes er klárlega maður sem allir ættu að kynnast og nú fáið þið tækifæri til þess.
Hannes er krabbi.
Hann á 2 kaktusa sem gæludýr
Hann leggur mikið á sig til að stríða bróður sínum.
Hann kann ekki að setja í þvottavél.
Hann hrýtur. Hátt.

Áhugamál: Vinir, ræktin og útilegur
Aldur: 24 ára

Magnús

Peppstjóri

Magnús (maggi) starfar sem kokkur og hefur verið að vinna á flottustu eldhúsum landsins þannig það eru yfirgnæfandi líkur að hann hefur eldað mat fyrir þig áður. Hann er alltaf til í ævintýri og er vanalega fysti maður til þess að hringja í fólk til þess að smala saman hóp í óvísuferðir. Hann er einn af þeim sem er alltaf í góðu skapi og þarf ekki mikið til þess að hann fari að dilla sér eða rífa upp stemmingu 


Aldur: 24 ára

Nytsamar upplýsingar

Verð hugmyndir á Krít

Máltíð fyrir einn  - 1.400kr
Bjór 0,5l - 630 kr. (innlendur)
Coke/Pepsi 0,33l - 247 .kr. 
Vatn 0,33l - 107 kr. 
*heimild numbeo.com

Spáin

Sú gula mun mikið láta sjá sig og mikilvæt að nota sólarvörn

Neyðarsími

Neyðarsími fararstjóra er: 773-2900.
Almennur neiðasími 112
Sjúkrabíll 166
Lögreglan 100

Lobbý þjónusta 

Einhver farastjóri verður í hótel lobbýinu frá kl 13:00-14:00 til þess að svara almenum spurningum