Kvika til Sikiley
Mystísk Miðjarðarhafsperla
Á Sikiley finnurðu menningarstrauma og stemmingu Miðjarðarhafsins í sinni tærustu mynd. Að maður tali nú ekki um ítölsku mafíuna sem á rætur sínar að rekja til eyjunnar og sveipar hana mystískum blæ.
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og liggur við tærnar á Ítalíufætinum. Saga hennar einkennist af mörgum valdhöfum í gegnum tíðina, þar áttu sitt skeið bæði Grikkir og Rómverjar, en einnig Arabar og Normandíbúar. Allir skildu þessir eftir sig áhrif sem finna má víða í fjölbreyttu og skemmtilegu menningarlífi eyjunnar.
Þrátt fyrir stærð hennar, eru borgir og bæir þar litlir, og hver þeirra með sinn sérstaka svip, sína eigin menningu.
Á eyjunni er líka að finna eitt af hæstu eldfjöllum Evrópu, Mount Etna, sem reglulega minnir á sig með gosum, nú síðast í mars 2017.
Sikileyjaskeggjar þykja afar stoltir og halda fast í sínar hefðir og sérkenni. Þótt ítalska sé nú þjóðartungumálið, eiga þeir þeir sitt eigið tungumál, sikileysku, sem haldið er í heiðri og margir sem nota það frekar. Sikileyskan er nokkuð frábrugðin ítölsku, og skyld bæði rómönskum og arabískum málum.
Íbúar eyjunnar þykja nokkuð íhaldssamir og vanafastir, en um leið afar gestrisnir og þar er tekið hlýlega og vel á móti gestum sem leið eiga um.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi 189 manns og áætlunarflugi 80 manns.
1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför 30. apríl 2020 frá Keflavík til Sikiley eftir kl. 17:00
Heimför
Brottför 3. maí 2020 frá Sikiley til Keflavík
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Sikiley
Farastjórn
2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Hvað er hægt að gera á Sikiley
Bærinn Noto á suðurströndinni er á heimsminjaskrá UNESCO - þar eru afar glæsilegar barokk byggingar
Í bænum Trapani má fylgjast með saltvinnslu með aldargömlum aðferðum
Sikileyjabúar þykja bestir allra ítala í eftirréttum. Við mælum t.d. með cassata sem er kaka ættuð frá Arabíu
Erice
stendur hæst allra bæja á eyjunni, þar eru merkilegar fornar byggingar
San Vito Lo Capo
er þekktur fyrir afar fallegar sandstrendur og tilvalinn staður fyrir sólbað í hæsta gæðaflokki
Hvergi á Ítalíu finnurðu stærri vínekrur en hér. Prófaðu einhver af fjölmörgu vínum eyjunnar
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli