Lissabon
Hvítar kalksteina- byggingar setja svip sinn á borgina, ásamt litlum göngugötum og húsasundum, iðandi mannlífi og elskulegu viðmóti gestgjafanna. Það er gott að vera í Lissabon, sem er að verða einn af vinsælustu áfanga-stöðum í Evrópu.
Lissabon er ein af elstu borgum heims, og þar má finna menjar allt frá 2. öld fyrir Krist, auk þess sem byggingar frá hinum ýmsu tímaskeiðum í sögu og stíl prýða borgina.
Í dag blómstrar Lissabon sem aldrei fyrr. Hún er ekki einungis falleg, hún er sannkölluð heimsborg, sem lætur til sín taka á flestum sviðum, hvort sem er í viðskiptum, menningu og listum, nútímatækni eða ferðaiðnaði. Um leið er hún aðallífæð Portúgals, héðan er landinu stjórnað og hér er t.d. miðstöð allra helstu samgangna sem teygja si g vítt og breitt um landið.
Í Lissabon er af nægu að taka, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn snýr að sögulegu efni eða lífsins nautnum, góðum mat, skemmtun og almennri gleði.
Borgin er eina höfuðborg Evrópu sem staðsett er við strendur Atlantshafs. Hún stendur við árósa Tejo árinnar og rís þaðan, með öllum sínum fjölbreyttu hverfum, upp í landið. Eins og stórborg sæmir eru samgönguleiðir margar, og sumar hverjar mjög áhugaverðar, eins og að fara með bát meðfram ánni og njóta útsýnis þaðan. Annar skemmtilegur fararskjóti er toglestin Tram 28, en hún er ein af þremur upprunalegu lestum í leiðarkerfi borgarinnar (frá því í kringum 1936-1947) og gengur frá Gamla bænum og um helstu kennileiti og einstaka staði Lissabon. Leiðin er hæðótt og ekki farið hratt yfir, enda klárinn orðinn æði fullorðinn, en að sitja hann er sannarlega þess virði.
Hvað er hægt að gera í Lissabon?
Gönguferð gegnum hið fallega hverfi Alfama og upp að kastala St. Georgs (Castelo de São Jorge). Dágóður spotti en borgar ríkulega til baka.
Fáðu þér að borða á LX Factory sem staðsett er í yfirgefnu iðnaðarhverfi en hefur verið umbreytt í mjög hip og kúl veitingastað og menningarsetur.
Dans og djamm finnurðu ansi víða. En risaklúbburinn Lux / Frágil
er alveg magnaður skemmtistaður sem vert er að tékka á.
Belém hverfið er eins og sagt er "must see" en þar er að finna mikið af merkilegum minnisvörðum og gömlum byggingum.
Ponte 25 de Abril
er systurbrú San Francisco brúar og hönnuð af sama arkitekt árið 1966.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Icelandair 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.
Brottför
Hópur 1
fer út 8. október
2020 frá Keflavík til Amsterdam kl. 07:50 og lent kl 13:00 - 50 sæti
Heimför
Hópur 1
fer heim 11. október
2020 frá Amsterdam til Keflavík kl 13:55 og lent kl. 15:05 - 50 sæti
Gisting
Þrjár nætur á fjögurra eða fimm stjörnu hóteli
Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel
Farastjórn
Ef óskað er eftir (gegn vægu gjaldi)
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær að gista í svítu (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 70 manns eða fleiri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
xxx ****
Room Mate Aitana er hönnunarhótel sem var byggt árið 2013 og er staðsett á eyju á ánni IJ í Amsterdam. Það býður upp á glæsileg herbergi og stæði fyrir tómstundabáta.
Öll herbergin eru með flatskjásjónvarp með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Stórir gluggarnir bjóða upp á útsýni yfir Amsterdam.
Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð til klukkan 12:00 en einnig er hægt að fá morgunverð upp á herbergi. Setustofubar og veitingastaður sem innréttaður er í heimsborgarstíl eru á staðnum.
Room Mate Aitana er með viðskiptasvæði og líkamsræktaraðstöðu.
Aðaljárnbrautarstöðin í Amsterdam er í 800 metra fjarlægð frá gististaðnum og Dam-torg er í innan við 1,7 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
127 990 kr
á mann í tvíbili
42 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
DoubleTree by Hilton er staðsett í hjarta Amsterdam. Hótelið er nútímalegt með falleg vel útbúin herbergi. Þetta er gististaður á góðum stað með útsýni yfir ána og miðbæinn. Hótelið er við hliðina á aðallestarstöð Amsterdam.
Öll herbergin á DoubleTree by Hilton Amsterdam Centraal Station eru með háum gluggum, flatskjá og ókeypis WiFi.
Á hótelinu er hátæknileg líkamsræktarstöð og mörg opin rými þar sem hægt er að setjast niður, þar á meðal garð. Kaffihúsið Starbucks er á hótelinu.
Gestir geta valið úr fjölbreyttu úrvali alþjóðlegra rétta og bragðað á hollenskri matargerð á einum af þremur veitingastöðum á hótelinu. Veitingastaðurinn býður upp á léttan morgunverð og hádegisverð en hann breytist í Eastwood Beer & Grill á kvöldin. Snarl og léttar máltíðir fást á móttökubarnum og á 11.hæðinni er SkyLounge Amsterdam þar sem er hægt að fá drykki og mat.
Sporvagn og neðanjarðarlest er í innan við 2 mínútna göngufjarlægð. Dam-torg er í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
129 990 kr
á mann í tvíbili
42 000 kr
aukagjald í einbýli