Liverpool
Liverpool
Hvort sem þú ert meira fyrir Stones en Bítlana, ert sannur poolari eða bara alls ekki, geturðu verið viss um að Liverpool færir þér einstaka skemmtun og ánægjulegar stundir. Við lofum!
Liverpool er ein af þessum borgum sem ekki hefur verið mikið áberandi á radar íslenskra utanlandsfara, og það er merkilegt, því hún hefur síðustu ár verið mjög ofarlega á ýmsum listum yfir bestu áfangastaði heims. Hún þykir vinaleg og þægileg, þar má finna fallegar gamlar byggingar, áhugaverð söfn og menningarlíf, og næturlífið er eins og stundum er sagt, alveg epískt! Borgin er staðsett í norðvestur Englandi, og á rætur að rekja til bæjarins Liuerpul sem fékk bæjarrétt sinn staðfestan árið 1190. Annað hvert mannsbarn veit að Bítlarnir eru frá Liverpool, og auðvitað er heljar safn tileinkað þeim, The Beatles Story Museum.
Þangað liggur leið margra, enda er safnið mjög skemmtilegt. Þá er The Cavern Club
líka vinsæll en þar hlutu strákarnir eldskírn og voru uppgötvaðir.
Liverpool hefur um margra alda skeið verið athafnasöm hafnarborg, og hverfið við höfnina hefur verið skráð á Heimsminjaskrá UNESCO. Göngusvæðið við sjávarsíðuna býður upp á æðislegt útsýni og innsýn í hina fornu sögu. Þar eru líka byggingar eins og The Liver Building og Royal Albert Dock sem er stærsta friðaða húsasamstæða í Englandi. Hafnarhverfið er ávallt fullt af lífi, þar er fjöldi safna, listgallería, verslana og veitingastaða. Þau sem elska samtímalist ættu t.d. að kíkja á Tate Liverpool
safnið og þau verslunarþyrstu ættu hiklaust að fara í Liverpool ONE
í miðbænum. Þegar dagur er að kveldi komin sameinast svo allir úti á galeiðunni, í þeirri næturlífsparadís sem Liverpool breytist í á hverri nóttu.
Hvað er hægt að gera í Liverpool
The Magical Mystery Tour er mjög áhugaverð rútuferð með Bítlaþema.
Mersey-ferjurnar
eru ódauðlegar út af slagaranum Ferry Cross the Mersey eftir Gerry & the Pacemakers. Kíktu í siglingu!
Áhugafólk um klassíska tónlist ætti að kíkja á fílharmóníu-pöbbinn við The Liverpool Philharmonic Orchestra Hall
Anfield
leikvangur Liverpool og Goodison Park leikvangur Everton eru merkilegir sparkvellir svo ekki sé meira sagt.
Farðu í hrollvekjandi leiðsögn um draugasögu Liverpool, skoðaðu hryllilega staði og heyrðu enn hryllilegri sögur
The Baltic Triangle er töff og flott hverfi fyrir gott djamm og gleði
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Brottför
Brottför 17.Mai klukkan 15.00 og lent klukkan 21:20
Heimför
Heimför 27.Maí klukkan 22:20 og lent klukkan 00:55
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Madrid 25 - 30 mín
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical
Ferðalottó-Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
****
Þetta 4-stjörnu hótel er staðsett í hjarta Liverpool One-byggingarinnar í miðbænum og er með útsýni yfir Albert Dock. Hilton Liverpool er með líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn og glæsileg herbergi með lofthæðarháum gluggum.
Stóru svefnherbergin á Hilton Liverpool City Centre eru með minibar, flatskjásjónvarpi, setusvæði og útsýni yfir Chavasse Park eða Mersey River.
Gestir geta bókað bás á glæsilega Pima-bar hótelsins og notið kokteila eða snætt árstíðabundna matargerð á veitingastaðnum The Exchange.
Liverpool Echo Arena og ACC Liverpool eru í 5 mínútna göngufjarlægð. Liverpool Lime Street-stöðin er í 8 mínútna akstursfjarlægð, en Liverpool John Lennon-flugvöllurinn er í 15 km frá Hilton Liverpool City Centre.
Verðin
XXXX kr
á mann í tvíbýli
XXXX kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Radisson RED Hotel er vel staðsett í borginni og býður upp á líkamsræktarstöð, ókeypis WiFi og bar. Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á sólarhringsmóttöku og viðskiptamiðstöð. Gististaðurinn er reyklaus og er staðsettur 100 metrum frá Lime Street lestarstöðinni.
Herbergin eru búin flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, kaffivél, sturtu, ókeypis snyrtivörum og skrifborði. Hótelið býður upp á ákveðin herbergi með borgarútsýni og hvert herbergi er með ketil. Einingarnar eru með sérbaðherbergi, hárþurrku og rúmfötum.
Á Radisson RED Hotel Liverpool er veitingastaður sem framreiðir breska, steikhúsa og staðbundna matargerð. Einnig er hægt að biðja um grænmetisrétti, vegan og glútenlausa valkosti.
Vinsælir og áhugaverðir staðir í nágrenni gististaðarins eru Royal Court Theatre, Liverpool ONE og aðallestarstöð Liverpool. Næsti flugvöllur er Liverpool John Lennon-flugvöllurinn, 13 km frá Radisson RED Hotel, Liverpool.
Verðin
XXXX kr
á mann í tvíbýli
XXXX kr
aukagjald í einbýli