Malta

Smáríki með risasögu 

Mitt í Miðjarðarhafinu  stendur smáríkið Malta, með sínum aldagömlu musterum og virkjum, og forsögulegu minjum. Byggð á eyjunum má rekja síðan löngu fyrir Kristburð, og ekki að undra. Þar er svo ósköp gott að vera.

Malta samanstendur af litlum eyjaklasa mitt á milli Sikileyjar og stranda Norður-Afríku. Á eyjunum er ýmislegt markvert að sjá. Fyrst ber að nefna hina smáu höfuðborg, Valletta, sem öll er byggð í anda 16. aldar, en hana má finna á Heimsminjaskrá Unesco. Þá er hin forna höfuðborg Mdina (stundum nefnd Þögla borgin) áhugaverður staður, sem og Vittoriosa, og hinar fögru byggingar þar. Einnig má nefna að Maltverjar eiga eins og við, sitt  Bláa Lón (Blue Lagoon), sem er falleg lítil vík með kristaltærum sjó og hreinni strönd. 

Þrátt fyrir smæð sína er Malta rík af sögu sem nær aftur til 4 árþúsundum fyrir Krist, og þar má finna ýmsar fornminjar því til sönnunar. Reyndar eru á eyjunum nokkrar af elstu uppistandandi byggingum í heimssögunni.  En hér er margt fleira að gera en skoða forn hýbýli. Malta er nútímastaður sem býður upp á fyrsta flokks afþreyingu fyrir ferðamenn. Hér er upplagt að njóta veðurblíðunnar á góðri  siglingu eða sörfbretti. Menningarlífið blómstrar, hér má finna jassfestivöl, karnivöl og aðrar skemmtanir, og borgirnar allar með úrval af fínum veitingastöðum og börum. 



Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.

Brottför

Brottför 22. október frá Keflavík til Dubrovnik


Heimför

Heimför 26. október frá Dubrovnik til Keflavík 

Gisting

3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik

Farastjórn

2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar. 

Hvað er hægt að gera á Möltu

Eyjan Gozo er stórbrotið náttúruundur. Skemmtileg staðreynd: Leikarinn Billy Connolly býr á eynni
Vertu vakandi fyrir bæjarhátíðum, líkt og á Íslandi á  hér hver bær sína hátíð sem er frábær skemmtun
Víða á Möltu hafa margar stórmyndir verið teknar og Malta Film Tour býður upp á leiðsögn um þá staði
Suðurhluti Möltu er minna þekktur af ferðamönnum, en þar finnurðu hina sönnu maltnesku lífshætti  
Það er svokallað "möstsí" að skoða einhverja af elstu byggingum heims, sem hér standa
Lókalbjórinn heitir Cisk, og þykir bæði afar bragðgóður og svalandi á heitum degi

Hótel

Hotel Croatia
*****

Fimm stjörnu hótel staðsett í Caviat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og  frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni.  Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna fjarlægð. Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com 




Verðin

??? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Valamar Collection Dubrovnik President Hotel
*****

Fimm stjörnu hótel staðsett við ströndina með einstakt útsýni yfir Adríahafið og Elaphiti eyjanna. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og barir. Á hótelinu er heilsulind í Mediterranean þema með úrval meðferða og heitum potti, sauna og líkamsræktaraðstöðu. Góð þjónusta þar sem dekrað er við mann. Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

?? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli