Útsktiftarferð 2020

Ekkert nema fjör

Æfingaferð FH 
til
 Milano Marittima

Ciao Bella!
Nú er komið að því, við skellum okkur til Milano Marittima, drekkum kokteila, stingum tánum í sandinn og slökum á eftir að öllum þessum prófum er lokið. Fallegt land, góður matur, vinalegt fólk og svo er alltaf svo mega gaman á Ítalíu!!

Ó Ítalía, draumastaður í hugum margra. Landið býr yfir magnaðri sögu og menningu, þar eru víða stórbrotnar byggingar, náttúrufegurðin er einstök, og svo auðvitað maturinn. Ofan á alla þessa kosti bætist dásamlegt veðurfar, og þjóðin sem þarna býr. Það er bara eitthvað við Ítalíu sem erfitt er að útskýra.



Við hjá Tripical erum með fullkominn stað við Adríahafið sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að slaka á og sóla sig, hvort sem það er á ströndinni eða við sundlaugarbakkann, borða góðan mat, stunda margvíslega hreyfingu, eða einfaldlega skoða sig um á Ítalíu.


Innifalið í ferð

Flug

Það er beint flug til Feneyja (Venice Marco Polo flugvöllur) sem tekur um 4 klst. Þar bíður eftir okkur rúta sem skutlast með okkur, með stoppum til Milano Marittima, ca 3 klst. 

Brottför 

21. maí, 2022
Beint flug með Wizz Air 
Brottför frá Keflavík kl. 20:20 

Lent er 22. maí kl. 02:40

Inniritaður farangur innifalinn.

Heimkoma 

4.júní, 2022
Beint flug með Wizz Air 
Brottför frá Feneyjum kl. 17:10 

Lent kl. 19:40 í Keflavík

Innritaður farangur innifalinn.

Gisting

14 gistinætur á 4-stjörnu hóteli, ásamt morgunverði.

Áætlaður komutími á hótel er kl. 06:30 og hópurinn getur innritað sig strax á herbergin við komuna ásamt því að fá morgunverð á komudegi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli . 

Farastjórn

Einn skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri sem að tala ítölsku

Æfingasvæði

Aðgangur að æfingasvæði þar sem er mjög góð æfingaraðstaða alla daga

Spáin

Sú gula mun mikið láta sjá sig og mikilvæt að nota sólarvörn. Drekka mikið vatn svo enginn þurfi að fara á spítalann til að láta vökva sig og svo bara njóta!!!

Verð hugmyndir á Milano Marittima

Máltíð á veitingastað: 2200 kr
McMeal á McDonalds 1200kr
Innlendur bjór (0.5 l) 670 kr
Innfluttur bjór (0.33 l flaska) 600 kr
Cappuccino 250 kr
Vatnsflaska (0.33 l) 160 kr
(miðað við gengi Feb. '22)
*heimild numbeo.com

Neyðarsími

112 

Vinsælir barir og skemmtistaðir

Peperittima Beach Club
Vanquish
Zouk Santana

Veitingastaðir

 R4re Kitchen & Lounge Bar
Il Pineto Piadineria Ristoro
Osteria pappa e ciccia

Lobbýið

Opið 24/7

Hótel

Hotel Embassy & Boston
****

Embassy & Boston **** er umkringt 2500 m² garði og er aðeins 800 m frá miðbæ Milano Marittima. Það er upphituð útisundlaug, heitur pottur og ókeypis WiFi allsstaðar.

Herbergin og svíturnar eru öll hljóðeinangruð og loftkæld. Þau eru með sjónvarpi með gervihnattarásum og stórum gluggum, sum með útsýni yfir Adríahaf. Baðherbergið er með snyrtivörum og hárþurrku.

Veitingastaðurinn Basilico státar af sjávarútsýni og framreiðir hefðbundna sérrétti frá Emilia Romagna og alþjóðlega matargerð, með vikulegum þemakvöldverði. Morgunverðarhlaðborðið er til klukkan 14:00 á daginn.

Hægt er að njóta drykkjar og matar við sundlaugina, með fordrykk og lifandi tónlist alla miðvikudaga og laugardaga. 

Nudd og snyrtimeðferðir eru í boði á massage E&Beauty Energy Space á staðnum.

 Cervia-lestarstöðin er í 3,5 km fjarlægð en Ravenna er í 30 mínútna akstursfjarlægð.


Verðin

 274.990 kr

á mann í tvíbýli
aukagjald í einbýli

 35.000 kr.

aukagjald fyrir hálft fæði á hóteli

45.000 kr.


 Hvað er hægt að gera í Milano Marittima

Mirabilandia. Skammt frá Milano Marittima er stærsti skemmtigarður Ítalíu. Svæðið er 30 hektarar og þar er líka vatnsleikjagarðurinn Mirabeach.
Þar er hægt að eyða heilum degi og fara í hina mörgu rússíbana, þar á meðal hæsta vatna rússíbana heims, „Divertical“. Hægt er að eyða klukkutímunum  saman á Mirabilandia og eiga dag fullan af ævintýrum.
Papeete Beach. Papeete Beach býður upp á skemmtilega veislustemningu og frábæra upplifun af sól, sandi og skotum.Hér er partý!!
Ströndin býður upp á allskonar þjónustu, þar á meðal einkastrandhlífar, sólbekki og blak- og strandtennisvelli, svo eitthvað sé nefnt. Þú getur notið þess að borða á nokkrum af stórkostlegustu veitingastöðum strandarinnar og þú munt örugglega komast að því að Papeete ströndin er mjög eftirminnileg.
Safari Ravenna. Þessi dýragarður býður upp á að blanda geði við yfir 450 dýr og 40 mismunandi tegundir. Hægt er að velja um ýmsa möguleika til að fara í gegn, t.d. Safari rafbílaferð eða Safari lestarferð.
Safari Ravenna er kjörinn staður fyrir þá sem vilja eyða degi í að læra meira um mörg mismunandi dýr og mismunandi búsvæði þeirra.

Hópaferðir

+354 519 8900

hallo@tripical.com