Sardinía
Silfrið í Miðjarðarhafsflórunni
Hún rís tignarleg úr miðju hafi, umkringd þremur stórum ríkjum sem öll hafa í gegnum tíðina reynt að eigna sér hana og verðmætar silfurnámur hennar. Í dag tilheyrir Sardinía Ítalíu, en nýtur þó meira sjálfræðis en önnur héruð landsins.
Sardinía er vinsæll staður fyrir siglingar og sörf, gönguferðir og fjallabrölt, auk þess sem strendur hennar þykja afar fallegar og sólbaðsvænar. Eyjan er mikil náttúruparadís, og hafa fjölmargir þekktir listamenn leitað þangað að innblæstri. Hún á þó einnig sínar fjörugu djammhliðar, og er svæðið í kringum Costa Smeralda gott dæmi um það.
Sardiníubúar þykja nokkuð ólíkir öðrum Miðjarðarhafsþjóðum, þeir eru frekar feimnir og fámálir og halda sig nokkuð til hlés, ekki síst þegar innar á eyjuna er komið. Um leið eru þeir gríðarlega stoltir af sinni heimaey og tengdir náttúru hennar og menningararfleifð mjög sterkum böndum.
Á eyjunni lifði u.þ.b. árþúsundi fyrir Krist hinn svokallaði Nuragic
þjóðflokkur, en venjur þeirra og siðir eru hulin nokkuð mystískum blæ. Hinar sérstöku byggingar þeirra og turnar eru dreifðar um eyjuna, auk þess sem einstaka þorp er þar enn að finna.
Sardinía var áður mjög rík af járngrýti ýmis konar, þar var unnið úr námum bæði blý og sink, en mest er hún þó þekkt af silfrinu sem þar fannst í miklum mæli, og var barist um umráð yfir eyjunni lengi fram eftir öldum af þeim sökum.
Í dag felast verðmæti Sardiníu þó í hreinum ströndum, tærum sjó, og dásamlegri náttúrufegurð.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför 22. október frá Keflavík til Dubrovnik
Heimför
Heimför 26. október frá Dubrovnik til Keflavík
Gisting
3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik
Farastjórn
2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Hvað er hægt að gera á Sardiníu
Su Nuraxi er vel varðveitt þorp frá tímum Nuragic þjóðflokksins og afar merkilegur staður
Asinara National Park er þekktastur fyrir sína hvítu albínóa asna
Sardiníubúar drekka meira af bjór en aðrir Ítalir. Ichnusa er vinsælasti bjórinn
Burgos
er mjög sjarmerandi bær og þar er að finna Castello del Goceano
Cala Goloritzè
er túr sem býður upp á æðislega siglingu og ómótstæðilegar strandir
Tuk Tuk býður upp á persónlegar ferðir á krúttlegum hjól/bíla-farartækjum sínum
Hótel
Hotel Croatia*****
Fimm stjörnu hótel staðsett í Caviat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna fjarlægð. Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
??? 990 kr
á mann í tvíbili
?? 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Valamar Collection Dubrovnik President Hotel*****
Fimm stjörnu hótel staðsett við ströndina með einstakt útsýni yfir Adríahafið og Elaphiti eyjanna. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og barir. Á hótelinu er heilsulind í Mediterranean þema með úrval meðferða og heitum potti, sauna og líkamsræktaraðstöðu. Góð þjónusta þar sem dekrað er við mann. Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
?? 990 kr
á mann í tvíbili
?? 000 kr
aukagjald í einbýli